Fréttablaðið - 30.05.2017, Side 1
— M e s t l e s n a dag b l a ð á Í s l a n d i * —1 2 6 . t ö l u b l a ð 1 7 . á r g a n g u r Þ r i ð J u d a g u r 3 0 . M a Í 2 0 1 7
FrÍtt
Fréttablaðið í dag
sport Aron Kristjánsson gerði
Aalborg að dönskum meistara í
handbolta á sunnudaginn. 16
Nafnið breytist en áfangastaðirnir hafa enn sama aðdráttarafl.
Ævinlega velkomin um borð. airicelandconnect.is
alÞingi Afar fátt sem ágreiningur
ríkir um á milli stjórnarflokkanna
og stjórnarandstöðunnar kemst í
gegnum Alþingi. Þingi verður frestað
á morgun, miðvikudag, en það er
helst ríkisfjármálaáætlun sem fer í
gegnum þingið og einhver ágrein-
ingur ríkir um.
Um önnur mál á borð við áfengis-
frumvarpið, rammaáætlun, rafrettu-
frumvarpið og frumvarp um fjölda
borgarfulltrúa, ríkir ágreiningur og
verða þau látin bíða betri tíma. Frí-
verslunarsamningur við Filippseyjar,
sem mikill ágreiningur ríkir um,
verður sömuleiðis settur á ís.
Veikur eins manns meirihluti
stjórnarflokkanna kemur í veg fyrir
að ríkisstjórnin geti keyrt mál í
gegnum þingið eins og löngum hefur
tíðkast. Í stað þess hafa þingmenn
þurft að setjast niður og stjórnar-
flokkarnir þurft að sætta sig við veru-
legar málamiðlunartillögur stjórnar-
andstöðu.Ekki ríkir ágreiningur um
jafnlaunavottun eftir að frumvarpið
tók einhverjum breytingum svo það
flýgur í gegnum þingið.
„Stjórnin er ekki að þvinga neitt í
gegn. Þau geta það ekki,“ segir Silja
Dögg Gunnarsdóttir, starfandi þing-
flokksformaður Framsóknar.
Eins og Fréttablaðið hefur áður
greint frá mun áfengisfrumvarpið
ekki komast í gegn.
Heimildir Fréttablaðsins herma
að stjórnarflokkarnir hafi ekki lagt
neina áherslu á það í samningavið-
ræðum við stjórnarandstöðu. „Það
fór út af borðinu strax. Það var útséð
um að þar væri einhver sátt,“ segir
Silja. Katrín Jakobsdóttir, formaður
Vinstri grænna, segir forseta Alþingis
hafa lagt mikla áherslu á að klára þing
á réttum tíma í stað þess að bæta við
þingfundardögum. „Þá er skammur
tími til stefnu. Það eru mörg stór mál
sem bíða og um það voru formenn
allra flokka sammála á laugardag.“
Birgir Ármannsson, þingflokks-
formaður Sjálfstæðisflokksins, segir
stjórn og stjórnarandstöðu vera að
læra hvor á aðra. Stjórnarflokkarnir
hafi ekki getað keyrt hluti áfram með
sama hætti og áður. „Það er annað-
hvort meirihluti fyrir málum eða
ekki. Ef það er meirihluti, þá breytir
í sjálfu sér ekki hvort það er eins
manns meirihluti eða ekki, en auð-
vitað er skynsemi fólgin í því að leita
samkomulags um það sem mögulegt
er. En þar sem er ágreiningur verður
bara afl atkvæða að skera úr.“
snæros@frettabladid.is
Sigur stjórnarandstöðunnar
Nokkur sátt ríkir um öll mál, utan ríkisfjármálaáætlunar, sem fara í gegnum Alþingi fyrir þingfrestun á
morgun. Formaður VG segir mörg stór mál bíða. Jafnlaunavottun verður samþykkt nærri ágreiningslaust.
Stjórnin er ekki að
þvinga neitt í gegn.
Þau geta það ekki.
Silja Dögg
Gunnarsdóttir,
starfandi þing-
flokksformaður
Framsóknar-
flokksins
Þar sem er ágrein-
ingur verður bara afl
atkvæða að skera úr,
Birgir Ármannsson,
þingflokksformaður
Sjálfstæðis-
flokksins
plús 2 sérblöð l Fólk
l vörubÍlar og vinnuvélar
*Samkvæmt prentmiðlakönnun Gallup apríl-júní 2015
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri spókar sig um í Philadelphiu, ásamt borgarstjóranum James F. Kenney. Dagur er ásamt sendinefnd frá borginni að kynna sér skipulag og starfsemi alþjóð-
flugvallarins í Philadelphiu ásamt því að ræða samstarfsmöguleika á sviðum viðskipta og menningar. Kenney er væntanlegur í heimsókn til Reykjavíkur síðar í vikunni. Mynd/Sigurjón
stJórnsÝsla Ástráður Haraldsson,
hæstaréttarlögmaður og umsækj-
andi um embætti Landsréttardóm-
ara, telur að rökstuðningi dóms-
málaráðherra fyrir skipan fimmtán
dómara við Landsrétt sé ábótavant.
Þetta kom fram í bréfi sem hann
sendi forseta Alþingis í gærkvöldi.
„Geti ráðherra ekki lagt fram full-
nægjandi gögn eða skýringar á að
undirbúningur og meðferð málsins
hafi verið í samræmi við lög ber að
hafna tillögum ráðherra,“ segir í yfir-
lýsingu Ástráðs. – jóe
Ástráður telur
rökin ekki næg
3
0
-0
5
-2
0
1
7
0
4
:4
4
F
B
0
7
2
s
_
P
0
7
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
0
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
C
F
7
-5
3
1
8
1
C
F
7
-5
1
D
C
1
C
F
7
-5
0
A
0
1
C
F
7
-4
F
6
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
A
F
B
0
7
2
s
_
2
9
_
5
_
2
0
1
7
C
M
Y
K