Fréttablaðið - 03.03.2017, Side 6

Fréttablaðið - 03.03.2017, Side 6
við Fellsmúla | 108 Reykjavík | Fylgdu okkur á Facebook VERKFÆRI LAMPAR LJÓSAPERUR LJÓS Komdu í Rafvörumarkaðinn og gerðu betri kaup! OPIÐ ALL A DAGA Mán. til fö s. kl. 9–18 Laugard. k l. 10–16 Sunnud. k l. 12–16 Kosið á Norður-Írlandi Íbúi í Brookeborough á Norður-Írlandi gengur inn í grunnskóla bæjarins til þess að greiða atkvæði í þing- kosningunum í gær. Úrslit kosninganna lágu ekki fyrir þegar Fréttablaðið fór í prentun. Nordicphotos/AFp Umhverfismál Heilbrigðiseftir- litin á höfuðborgarsvæðinu fara þess eindregið á leit við fólk að aka ekki um vatnsverndarsvæðið í Heið- mörk í erfiðum vetrarskilyrðum eins og mynduðust eftir snjóaveðrið á sunnudag. Vegirnir eru mjög vara- samir enda engin vetrarþjónusta. Ítrekuð óhöpp hafa orðið á þessu viðkvæma svæði en olíu- og efna- mengun frá bílum er talin ein aðal- ógnin við öryggi vatnsbóla. Á miðvikudag bárust fjölmiðlum tilmæli frá framkvæmdastjórum heilbrigðiseftirlitssvæða á höfuð- borgarsvæðinu sem mynda sam- eiginlega framkvæmdastjórn en þau eru Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis og Heilbrigðiseftir- lit Kjósarsvæðis. Þar segir að af gefnu tilefni þurfi að beina því til fólks að fara ekki akandi inn á vatnsverndar- svæðið í Heiðmörk í því erfiða færi sem ríkir um þessar mundir. Þar segir að þar sem engin vetrarþjón- usta sé á vegum í Heiðmörk sé þar ófært. Svæðið sé útivistarsvæði fyrir gangandi vegfarendur og við núver- andi aðstæður fyrir fólk á göngu- skíðum. „Hvers konar akstur innan svæðis- ins getur ógnað öryggi vatnsverndar. Jarðlög í Heiðmörk eru gljúp vegna hrauns, stutt er niður á grunnvatn og því er svæðið viðkvæmt með tilliti til þess að mengun berist í grunnvatnið og spilli neysluvatninu. Því er mikil vægt að allir umgangist svæðið af virðingu og fylgi þeim reglum sem um það gilda,“ segir þar. Þegar spurt var um tilefni fréttatil- kynningarinnar varð Svava S. Stein- arsdóttir, heilbrigðisfulltrúi hjá Heil- brigðiseftirliti Reykjavíkur, til svara. „Í gær [þriðjudag] varð bílvelta inni á vatnsverndarsvæðinu, á svæði Reykjavíkur. Jeppi lenti utan vegar og lenti á þakinu ofan í læk. Olía lak af vélinni niður í lækinn og barst út í Elliðavatn. Svona óhöpp hafa ítrekað gerst á vatnsverndarsvæðinu að vetri til þar sem fólk á vanbúnum bílum fer inn á svæðið eða aðilar eru jafnvel í einhverjum ofsaakstri,“ segir Svava. Heiðmörk er mikilvægur hluti vatnsverndarsvæðis höfuðborgar- svæðisins en þar eru Gvendar- brunnar og önnur vatnstökusvæði Orkuveitu Reykjavíkur. Og það er ekkert smáræði sem er í húfi. „Það sem er í húfi er neysluvatn allra borgarbúa sem ekki má spilla. Það hefði ansi víðtækar afleiðingar ef vatnsbólin okkar eyðileggjast en í dag þarf neysluvatnið okkar enga meðhöndlun, það er svo hreint,“ segir Svava. svavar@frettabladid.is Ítrekuð óhöpp sem geta ógnað vatnsvernd Óhöpp á vatnsverndarsvæðinu í Heiðmörk eru tíð þegar mikill snjór og hálka er á svæðinu. Vanbúnir bílar og ofsaakstur eru meðal ástæðna. Hagsmunirnir sem eru undir eru gríðarlegir. Eftirlitsmaður Veitna taldi ummerki eftir 15 bíla. Utanvegaakstur á vatnsverndarsvæði l Orkuveita Reykjavíkur hefur undanfarin ár haft verulegar áhyggjur af vaxandi umferð vél­ knúinna ökutækja í Heiðmörk en einnig af vaxandi útsýnisflugi yfir svæðinu. l Starfsmaður hjá Veitum, dóttur­ fyrirtæki OR, sér um eftirlit með vatnsverndarsvæði höfuð­ borgarsvæðisins. Í gærmorgun fór hann í eftirlitsferð upp í Heiðmörk og kom að þar sem verið var að hreinsa upp olíu sem lekið hafði af bíl sem fór út af. Búið var að fjarlægja bílinn. l Í kjölfarið taldi hann 14 staði þar sem bílar höfðu farið út fyrir veginn, lent í festu eða öðrum vandræðum. NýsköpUN Mint Solutions og sam- starfsaðilar íslensk-hollenska hátæknifyrirtækisins í Evrópu hafa náð samkomulagi um að veita lið- lega þrjár milljónir evra, um 340 milljónir íslenskra króna, í innleið- ingu lyfjaöryggiskerfisins MedEye á sjúkrahúsum í Bretlandi og hjúkr- unar- og dvalarheimilum í Belgíu. Samkvæmt tilkynningu fyrirtæk- isins er verkefnið styrkt af nýsköp- unarsjóðnum EU Horizon 2020 Fast Track to Innovation og felst meðal annars í ítarlegum rannsóknum á áhrifum MedEye á lyfjaöryggi. Kerf- ið gerir hjúkrunarfræðingum kleift að skanna öll lyf, hvort sem um er að ræða töflur, sprautur, samsett lyf eða umpökkuð lyf, rétt áður en þau eru gefin sjúklingum og eykur þann- ig öryggi sjúklinga til muna. – hg MedEye inn á sjúkrahús Svona óhöpp hafa ítrekað gerst á vatnsverndarsvæðinu að vetri til þar sem fólk á vanbúnum bílum fer inn á svæðið eða aðilar eru jafnvel í einhverjum ofsaakstri. Svava S. Steinars­ dóttir, heilbrigðis­ fulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur 340 milljónum er varið í inn- leiðingu lyfjaöryggiskerfisins í Bretlandi og í Belgíu. 3 . m a r s 2 0 1 7 f ö s T U D a G U r6 f r é T T i r ∙ f r é T T a B l a ð i ð 1 3 -0 6 -2 0 1 7 1 0 :4 6 F B 0 6 4 s _ P 0 5 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 1 3 -F D 7 4 1 D 1 3 -F C 3 8 1 D 1 3 -F A F C 1 D 1 3 -F 9 C 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 6 4 s _ 2 3 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.