Fréttablaðið - 03.03.2017, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 03.03.2017, Blaðsíða 6
við Fellsmúla | 108 Reykjavík | Fylgdu okkur á Facebook VERKFÆRI LAMPAR LJÓSAPERUR LJÓS Komdu í Rafvörumarkaðinn og gerðu betri kaup! OPIÐ ALL A DAGA Mán. til fö s. kl. 9–18 Laugard. k l. 10–16 Sunnud. k l. 12–16 Kosið á Norður-Írlandi Íbúi í Brookeborough á Norður-Írlandi gengur inn í grunnskóla bæjarins til þess að greiða atkvæði í þing- kosningunum í gær. Úrslit kosninganna lágu ekki fyrir þegar Fréttablaðið fór í prentun. Nordicphotos/AFp Umhverfismál Heilbrigðiseftir- litin á höfuðborgarsvæðinu fara þess eindregið á leit við fólk að aka ekki um vatnsverndarsvæðið í Heið- mörk í erfiðum vetrarskilyrðum eins og mynduðust eftir snjóaveðrið á sunnudag. Vegirnir eru mjög vara- samir enda engin vetrarþjónusta. Ítrekuð óhöpp hafa orðið á þessu viðkvæma svæði en olíu- og efna- mengun frá bílum er talin ein aðal- ógnin við öryggi vatnsbóla. Á miðvikudag bárust fjölmiðlum tilmæli frá framkvæmdastjórum heilbrigðiseftirlitssvæða á höfuð- borgarsvæðinu sem mynda sam- eiginlega framkvæmdastjórn en þau eru Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis og Heilbrigðiseftir- lit Kjósarsvæðis. Þar segir að af gefnu tilefni þurfi að beina því til fólks að fara ekki akandi inn á vatnsverndar- svæðið í Heiðmörk í því erfiða færi sem ríkir um þessar mundir. Þar segir að þar sem engin vetrarþjón- usta sé á vegum í Heiðmörk sé þar ófært. Svæðið sé útivistarsvæði fyrir gangandi vegfarendur og við núver- andi aðstæður fyrir fólk á göngu- skíðum. „Hvers konar akstur innan svæðis- ins getur ógnað öryggi vatnsverndar. Jarðlög í Heiðmörk eru gljúp vegna hrauns, stutt er niður á grunnvatn og því er svæðið viðkvæmt með tilliti til þess að mengun berist í grunnvatnið og spilli neysluvatninu. Því er mikil vægt að allir umgangist svæðið af virðingu og fylgi þeim reglum sem um það gilda,“ segir þar. Þegar spurt var um tilefni fréttatil- kynningarinnar varð Svava S. Stein- arsdóttir, heilbrigðisfulltrúi hjá Heil- brigðiseftirliti Reykjavíkur, til svara. „Í gær [þriðjudag] varð bílvelta inni á vatnsverndarsvæðinu, á svæði Reykjavíkur. Jeppi lenti utan vegar og lenti á þakinu ofan í læk. Olía lak af vélinni niður í lækinn og barst út í Elliðavatn. Svona óhöpp hafa ítrekað gerst á vatnsverndarsvæðinu að vetri til þar sem fólk á vanbúnum bílum fer inn á svæðið eða aðilar eru jafnvel í einhverjum ofsaakstri,“ segir Svava. Heiðmörk er mikilvægur hluti vatnsverndarsvæðis höfuðborgar- svæðisins en þar eru Gvendar- brunnar og önnur vatnstökusvæði Orkuveitu Reykjavíkur. Og það er ekkert smáræði sem er í húfi. „Það sem er í húfi er neysluvatn allra borgarbúa sem ekki má spilla. Það hefði ansi víðtækar afleiðingar ef vatnsbólin okkar eyðileggjast en í dag þarf neysluvatnið okkar enga meðhöndlun, það er svo hreint,“ segir Svava. svavar@frettabladid.is Ítrekuð óhöpp sem geta ógnað vatnsvernd Óhöpp á vatnsverndarsvæðinu í Heiðmörk eru tíð þegar mikill snjór og hálka er á svæðinu. Vanbúnir bílar og ofsaakstur eru meðal ástæðna. Hagsmunirnir sem eru undir eru gríðarlegir. Eftirlitsmaður Veitna taldi ummerki eftir 15 bíla. Utanvegaakstur á vatnsverndarsvæði l Orkuveita Reykjavíkur hefur undanfarin ár haft verulegar áhyggjur af vaxandi umferð vél­ knúinna ökutækja í Heiðmörk en einnig af vaxandi útsýnisflugi yfir svæðinu. l Starfsmaður hjá Veitum, dóttur­ fyrirtæki OR, sér um eftirlit með vatnsverndarsvæði höfuð­ borgarsvæðisins. Í gærmorgun fór hann í eftirlitsferð upp í Heiðmörk og kom að þar sem verið var að hreinsa upp olíu sem lekið hafði af bíl sem fór út af. Búið var að fjarlægja bílinn. l Í kjölfarið taldi hann 14 staði þar sem bílar höfðu farið út fyrir veginn, lent í festu eða öðrum vandræðum. NýsköpUN Mint Solutions og sam- starfsaðilar íslensk-hollenska hátæknifyrirtækisins í Evrópu hafa náð samkomulagi um að veita lið- lega þrjár milljónir evra, um 340 milljónir íslenskra króna, í innleið- ingu lyfjaöryggiskerfisins MedEye á sjúkrahúsum í Bretlandi og hjúkr- unar- og dvalarheimilum í Belgíu. Samkvæmt tilkynningu fyrirtæk- isins er verkefnið styrkt af nýsköp- unarsjóðnum EU Horizon 2020 Fast Track to Innovation og felst meðal annars í ítarlegum rannsóknum á áhrifum MedEye á lyfjaöryggi. Kerf- ið gerir hjúkrunarfræðingum kleift að skanna öll lyf, hvort sem um er að ræða töflur, sprautur, samsett lyf eða umpökkuð lyf, rétt áður en þau eru gefin sjúklingum og eykur þann- ig öryggi sjúklinga til muna. – hg MedEye inn á sjúkrahús Svona óhöpp hafa ítrekað gerst á vatnsverndarsvæðinu að vetri til þar sem fólk á vanbúnum bílum fer inn á svæðið eða aðilar eru jafnvel í einhverjum ofsaakstri. Svava S. Steinars­ dóttir, heilbrigðis­ fulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur 340 milljónum er varið í inn- leiðingu lyfjaöryggiskerfisins í Bretlandi og í Belgíu. 3 . m a r s 2 0 1 7 f ö s T U D a G U r6 f r é T T i r ∙ f r é T T a B l a ð i ð 1 3 -0 6 -2 0 1 7 1 0 :4 6 F B 0 6 4 s _ P 0 5 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 1 3 -F D 7 4 1 D 1 3 -F C 3 8 1 D 1 3 -F A F C 1 D 1 3 -F 9 C 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 6 4 s _ 2 3 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.