Fréttablaðið - 01.06.2017, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 01.06.2017, Blaðsíða 20
Að minnsta kosti 700 milljónir barna í heiminum fá ekki að njóta bernskunnar af ýmsum ástæðum og eru í raun svift því að fá að vera börn og um leið þeim rétt- indum sem því fylgja. Því má segja að bernskan sé hrifsuð af þeim. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Barnaheilla – Save the Children er nefnist Stolen Childhood. Þar eru reifaðar helstu ástæður þess að börn njóta ekki bernskunnar og lögð áhersla á mikilvægi þess að alþjóðasamfélagið bregðist við. Sam- tökin munu árlega héðan í frá gefa út skýrslu um málefnið. Meginástæður þess að börn fá ekki að njóta bernsku sinnar eru vannæring, slæm heilsa og skortur á heilsuvernd, þau búa við stríðs- átök, ofbeldi, eða barnaþrælkun, fá ekki að ganga í skóla, eru látin gift- ast á barnsaldri og þunganir ungra stúlkna. Þessir þættir hafa afdrifarík áhrif á velferð barnanna, ekki ein- ungis þegar þau eru börn heldur alla ævi. Þeir eru því árás á framtíð þeirra. Í bernsku eiga börn að njóta öryggis og verndar, þau eiga að fá að ganga í skóla og leika sér. Þau eiga að njóta ástar, umhyggju og stuðnings þeirra fullorðnu svo þau geti þrosk- ast og nýtt hæfileika sína. Í hartnær heila öld, eða frá stofnun samtakanna árið 1919, hafa Save the Children barist gegn fátækt og mis- munun barna. Nú vilja samtökin enn frekar beina sjónum sínum að aðstæðum þeirra barna sem búa við þá mismunun að fá ekki að njóta bernsku sinnar. Það er um fjórðung- ur barna heimsins. Stór hluti þessara barna býr í þróunarlöndum og býr við margs konar mismunun vegna uppruna eða stöðu, vegna kyns, þess að þau tilheyra minnihlutahópi, eða þeirr- ar stöðu að vera barn á flótta undan átökum og eymd. Um 28 milljónir barna hafa þurft að flýja heimili sín og vaxandi fjöldi barna býr við stríðsátök og það eitt tvöfaldar lík- urnar á að barnið nái ekki fimm ára aldri. Á árinu 2015 voru meira en 75.000 börn myrt, 59 prósent þeirra voru unglingar á aldrinum 15 til 19 ára. Fyrir hvert þessara morða eru hundruð eða jafnvel þúsundir barna sem búa við ofbeldi. Að búa við ofbeldi eða ótta við ofbeldi ætti ekki að vera hluti af uppvexti neinna barna. 263 milljónir utan skóla Þrátt fyrir að fjöldi þeirra barna sem eru utan skóla í heiminum hafi lækkað undanfarin ár, eru enn 263 milljónir barna utan skóla. Það skerðir möguleika þeirra barna og eykur líkur á því að þau muni búa við fátækt í framtíðinni. Börn með fötlun, einkum stúlkur, eru líklegri til að vera utan skóla, ekki síst í fátækari löndum. Flóttabörn eru fimm sinnum líklegri til að vera utan skóla en börn sem eru ekki á flótta. Mörg börn eru utan skóla því þau þurfa að vinna til að sjá fjöl- skyldu sinni farboða og missa þá af því að þroskast í leik og fá gjarnan ekki næga hvíld. Þessar ógnir barnæskunnar eru einnig til staðar í hátekjulöndum og í raun er ekkert land sem tryggir öllum börnum bernskuna. Ísland býr almennt vel að börnum sínum og kemur vel út í samanburði við önnur lönd. Ísland er í 8. sæti í skýrslunni af þeim þjóðum sem standa sig hvað best við verndun bernskunnar. Noregur er í 1. sæti og svo koma Slóvenía, Finnland, Hol- land, Svíþjóð, Portúgal og Írland. Í Heimsmarkmiðum Sameinuðu Þjóðanna, SDG2030, eru loforð um að börnum heims sé tryggð bernska. Þess vegna skora Save the Children samtökin á alþjóðsamfélagið og stjórnvöld hvers ríkis að tryggja öllum börnum bernsku sína. Börn án bernsku Margrét Júlía Rafnsdóttir verkefnastjóri hjá Barna- heillum – Save the Children á Íslandi Á árinu 2015 voru meira en 75.000 börn myrt, 59 pró- sent þeirra voru unglingar á aldrinum 15 til 19 ára. Fyrir hvert þessara morða eru hundruð eða jafnvel þúsundir barna sem búa við ofbeldi. Að búa við ofbeldi eða ótta við ofbeldi ætti ekki að vera hluti af uppvexti neinna barna. Nú hamast félagshyggjufólk í landinu við að bauna því á frjálshyggjumenn að á lista Lancet yfir stöðu heilbrigðisþjónustu eftir löndum séu ríkisrekin heilbrigð- iskerfi í efstu sætunum. Sérstaklega er bent á að Bandaríkin raðist mun neðar en mörg önnur vestræn ríki og að það sé til merkis um að einka- rekstur í heilbrigðisþjónustu skili lakari árangri en opinber rekstur. Hvað segir frjálshyggjufólk við þessu? Æ meiri ríkisrekstur í Bandaríkjunum Þannig er að heilbrigðiskerfið í Bandaríkjunum er ekki einkarekið í neinum eðlilegum skilningi. Hlutur ríkisins í heildarkostnaði heilbrigðis- þjónustunnar þar í landi er nefnilega kominn upp í 50% samkvæmt OECD. Á fyrri hluta síðustu aldar var þetta hlutfall um 20% en nú er svo komið að meðal Bandaríkjamaðurinn borg- ar hærri skatta til heilbrigðiskerfis- ins en meðal Norðurlandabúinn! Skýringin á hinu dýra og gloppótta heilbrigðiskerfi í Bandaríkjunum á því rætur að rekja til aukinnar mið- stýringar og ríkisafskipta, ekki frjáls markaðar. Svo er rétt að árétta að hvergi í heiminum er að finna einka- rekið heilbrigðiskerfi á markaðs- legum forsendum. Hins vegar má benda á tvö önnur ríki á lista Lancet þar sem einkarekstur er umtalsverður hluti af heilbrigðiskerfinu, þ.e. lág- skattaríkin Sviss og Singapúr. Bæði þessi lönd raðast mun ofar á listann, Sviss í 3. sæti og Singapúr í 21. sæti (af um 200) og í báðum ríkjunum kostar heilbrigðiskerfið mun minna en í Bandaríkjunum auk þess sem gæðin eru meiri samkvæmt Lancet. Singapúr kemst næst því að vera með einkarekið heilbrigðiskerfi. Kostnaðarþátttaka sjúklinga er veru- leg fyrir væg tilfelli og smærri aðgerðir en ríkið borgar brúsann vegna alvar- legra sjúkdóma. Þetta módel hefur skilað Singapúringum heimsklassa heilbrigðiskerfi en fyrir helmingi minni kostnað en hjá öðrum þró- uðum ríkjum. Það er því langsótt að túlka Lancet-listann sem vísbendingu um ókosti einkarekinnar heilbrigðis- þjónustu. Undir miðstýrðu einok- unarkerfi er hætt við óhagkvæmni og löngum biðlistum. Þar sem fjölbreytni og samkeppni ríkir næst hins vegar hagkvæmasta blandan af gæðum og kostnaðaraðhaldi. Skattaparadísin Singapúr er skýrt dæmi um það. Lancet-listinn og frjálshyggja Íslendingar eru smám saman að átta sig á því að alþjóðleg framþróun í máltækni á að óbreyttu eftir að grafa undan stöðu íslenskunnar í dag- legu lífi á næstu árum. Líklegt er að íslenska víki fyrir ensku í fjölmörgum hversdagslegum aðstæðum sem ein- kennast af nánu sambandi milli tölvu- tækni og mannlegs máls. Markmiðið með þessum pistli er að vekja athygli á því að máltækni er ekki síst mál- efni eldri borgara og benda á hvernig ungt fólk getur látið að sér kveða til að bregðast við vandanum. Þegar ný tækni nær mikilli útbreiðslu er vanalegt að yngri kyn- slóðir aðlagist henni fyrst. Þegar nýtt app á borð við Snapchat eða What- sApp slær í gegn eru það ekki eldri borgarar sem eru fyrstir til að tileinka sér nýjungarnar. Svipað mun eflaust eiga við um vöxt máltækni á næstu árum, en kynslóða munur gæti orðið enn afdráttarlausari á þessu sviði vegna þess að máltækni snýst um mannlegt mál og hæfni til að fara út fyrir þægindaramma móðurmáls- ins er líka tengd yngri kynslóðum. Ef máltækni á Íslandi verður fyrst og fremst innflutt ensk máltækni mun eldri borgari framtíðarinnar þurfa að tileinka sér nýstárlega tækni á talaðri ensku til að hafa aðgang að ýmiss konar hversdagslegri þjónustu. Sumir munu gera það en aðstæðurnar gætu orðið óþægilegar fyrir aðra og jafn- vel útilokandi. Jafnvel þó að fólk geti bjargað sér á ensku við einhverjar aðstæður getur því þótt annarlegt og kvíðvænlegt að móðurmálið deyi á til- teknum sviðum daglegs lífs og við taki enskumælandi vélmenni. Afgreiðsla á skyndibitastað er starfs- grein sem mun trúlega hverfa á næstu 10-20 árum vegna þess að ódýr sjálf- virkni á örugglega eftir að ráða við það að taka niður pöntun á samloku og afgreiða hana. Máltækni verður án efa vanalegur þáttur í slíkri starfsemi. Við- skiptavinir munu geta lýst því í töluðu máli hvort þeir vilji papriku, jalapeno o.fl. með máltíðinni. Þó að það sé dýrt í upphafi að búa til máltæknilausn er ódýrt að nota hana og fyrirtæki sem reka samlokustaði munu örugglega hafa áhuga á að geta boðið upp á sömu þjónustu og áður án launakostnaðar. Án íslenskrar máltækni munu við- komandi fyrirtæki þurfa að velja á milli þess að ráða íslenskumælandi afgreiðslufólk eða nota enska mál- tækni og skila meiri hagnaði. Slíkar ákvarðanir mun þurfa að taka víða og hagnaðarsjónarmið munu örugglega vega þungt í a.m.k. sumum tilvikum. Hvernig er hægt að bjarga pabba og mömmu? Ef þig grunar að foreldrar þínir muni ekki leggja í eða ráða við að tala við samlokuvélmenni á ensku í framtíð- inni en vilt stuðla að því að þeir geti keypt sér skyndibita og nýtt sér hvers kyns aðra þjónustu sem mun reiða sig á máltækni innan skamms þá er rétti tíminn núna til að láta að sér kveða. Í fyrsta lagi er mikilvægt að halda áfram að byggja upp vitundarvakn- ingu um að íslensk tunga þurfi mál- tækni til að geta lifað heilbrigðu lífi á næstu árum og áratugum. Það gerum við með því að taka þátt í umræðu um íslenska máltækni, hvort sem er á samfélagsmiðlum, í persónulegum samskiptum eða annars staðar. Í öðru lagi er nauðsynlegt að sum okkar taki beinan þátt í að byggja upp íslenska máltækni. Það er hægt að gera með því að afla sér sérfræði- þekkingar og hjálpa til við að þróa lausnir sem gera samlokuvélmennum kleift að tala íslensku. Þessu mætti fólk velta fyrir sér þegar það útskrif- ast úr framhaldsskóla. Háskólanám í íslenskri málfræði, tölvunarfræði eða skyldum greinum getur nefni- lega verið góður kostur fyrir þá sem vilja bjarga mömmu og pabba frá staf- rænum móðurmálsdauða. Að bjarga mömmu og pabba frá stafrænum móðurmálsdauða Curcumin „Gullkryddið“ er margfalt áhrifameira en Túrmerik! HEFUR ÞÚ PRÓFAÐ CURCUMIN? Gullkryddið sem hefur reynst þúsundum landsmanna vel. Bætiefnin innihalda hvorki rotvarnarefni né fylliefni og eru án allra aukaefna. „Ég mæli tvímæla- laust með vörunum frá Natural Health Labs.“ Helga Lind – Pilateskennari og einkaþjálfari Fæst í öllum helstu apótekum, heilsuverslunum og heilsuhillum stórverslana. Kynntu þér málið á www.balsam.is Guðmundur Edgarsson kennari Skýringin á hinu dýra og gloppótta heilbrigðiskerfi í Bandaríkjunum á því rætur að rekja til aukinnar mið- stýringar og ríkisafskipta, ekki frjáls markaðar. Anton Karl Ingason lektor í íslenskri málfræði og máltækni við HÍ Ef máltækni á Íslandi verður fyrst og fremst innflutt ensk máltækni mun eldri borgari framtíðarinnar þurfa að tileinka sér nýstárlega tækni á talaðri ensku til að hafa að- gang að ýmiss konar hvers- dagslegri þjónustu. Sumir munu gera það en aðstæð- urnar gætu orðið óþægi- legar fyrir aðra og jafnvel útilokandi. 1 . j ú n í 2 0 1 7 F I M M T U D A G U R20 s k o ð U n ∙ F R É T T A B L A ð I ð 0 1 -0 6 -2 0 1 7 0 4 :3 3 F B 0 7 2 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C F C -5 6 D 8 1 C F C -5 5 9 C 1 C F C -5 4 6 0 1 C F C -5 3 2 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 7 2 s _ 3 1 _ 5 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.