Fréttablaðið - 01.06.2017, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 01.06.2017, Blaðsíða 26
Körfubolti Það hefur lengi stefnt í það að Golden State Warriors og Cleveland Cavaliers mætist í loka- úrslitum NBA-deildarinnar og eftir alltof mörg sóp í fyrri umferðum úrslitakeppninnar og dágóða bið frá því að úrslit deildanna kláruð- ust er óhætt að segja að körfubolta- fólk þyrsti í alvöru úrslitaeinvígi. 24 sigrar í 25 leikjum í ár Í kvöld er loksins komið að þessu. Það eru tíu dagar síðan Golden State sópaði San Antonio Spurs út og sjö dagar síðan meistararnir í Cleveland afgreiddu Boston Celtics sannfærandi í þriðja leiknum í röð í Boston Garden. Það að þessi lið séu búin að vinna 24 af 25 leikjum sínum í úrslitakeppninni ætti að þýða að bæði koma fersk til leiks í Oracle Arena í Oakland. Í raun hefur ekki reynt almenni- lega á þessi tvö frábæru lið. Golden State Warriors hefur unnið alla tólf leiki sína og eina tap Cleveland kom þegar liðið mætti til leiks „án“ LeBron James. James var eitthvað veiklulegur og hafi einhver efast um mikilvægi kappans þá heyrir sá efi líklega sögunni til eftir að í ljós kom hvað Cavs gerir án alvöru framlags frá sínum besta manni. Liðsmenn Golden State Warriors hljóta samt að mæta til leiks í mikl- um hefndarhug. Hvað annað er hægt eftir lokaúrslitin í fyrra. Eftir besta tímabil sögunnar vantaði Golden State bara krúnuna til að geta kallað sig besta lið allra tíma. 3-1 varð að 3-4 Liðið var 3-1 yfir og fékk þrjá leiki til að landa síðasta sigrinum og tryggja sér NBA-titilinn annað árið í röð. En viti menn. Þeim tókst að gera lítið úr manndómi LeBron James sem svaraði með einni mögnuðustu þriggja leikja frammistöðu í sögu lokaúrslitanna. Þegar upp var staðið hafi James og félögum tekist að koma til baka og vinna fyrsta NBA-titil Cleveland Cavaliers. Það er ekki alveg sama Golden State lið sem mætir til leiks í ár. Auðvitað verða alltaf einhverjar mannabreytingar á milli tímabila en nú mæta Warriors í lokaúr- slitin búnir að bæta við sig einum besta körfuboltamanni heims. Það besta við það að mæta til leiks með Kevin Durant er að hann er líklegast hungraðasti maðurinn á vellinum í titil enda einn af fáum leikmönnum liðanna sem á ekki hring. Bestu fréttirnar fyrir Warriors er að stórstjörnurnar Kevin Durant og Stephen Curry blómstra nú hvor við annars hlið en þeir eru að skora saman 53,8 stig að meðaltali í leik í úrslitakeppninni. Báðir hafa tapað einu sinni fyrir LeBron, Curry 2016 og Durant 2012, og ætla ekki að láta það gerast aftur. Súperframmistaða súperstjörnu LeBron James leiddi Cleveland til sigurs fyrir ári síðan og er þegar búinn að skrifa NBA-söguna í þess- ari úrslitakeppni með því að bæta stigamet Michaels Jordan. James þurfti vissulega fleiri leiki en um leið færri skot til að ná átrúnaðar- goði sínu. MJ er enn með þrjá fleiri titla en James og LeBron þarf nú að sýna meira af því sem hann sýndi í síðustu þremur leikjum lokaúrslit- anna í fyrra ætli hann að minnka forskot Mikes í ár. James var með 35,7 stig (55 pró- sent skotnýting), 12,3 fráköst og 9,0 stoðsendingar að meðaltali í leik í þremur síðustu leikjum lokaúrslit- anna í fyrra. Við þeirri frammistöðu átti Warriors-liðið fá svör og missti frá sér titilinn. Spekingar eru samt flestir á því að Golden State Warriors vinni NBA-titilinn í ár, bara spurning um hvort það verði 4-3, 4-1 eða jafn- vel 4-0. Austurdeildin þykir meðal margra vera aðeins hálfdrættingur á við Vesturdeildina og því er ekki erfitt að draga þá ályktun að lið sem kemur 12-0 í gegnum Vesturdeild- ina eigi sigurinn vísan. Að steypa kónginum af stóli Lokaúrslit NBA-deildarinnar snúast hins vegar oftast um frammistöðu súperstjarnanna og á úrslitastundu í fyrra réðu Warriors-menn ekk- ert við James eða Kyrie Irving. Nú eru þeir hins vegar búnir að bæta við einum vænum vinstri krók með Kevin Durant. Boltaflæðið og breiddin er vissulega enn Warriors- megin en þeir þurfa þurfa að steypa kónginum af stóli og það er ekki létt verk. Eitt er víst, leikurinn í kvöld er skylduáhorf fyrir allt NBA-áhuga- fólk. Innbyrðisleikir liðanna voru varla marktækir vegna meiðsla, þreytu eða fjarveru leikmanna og þetta eru því fyrstu alvöru leikir tveggja bestu liða heims í eitt ár. Það er komið að þriðja rétti í körfubolta- veislu þessara liða og við fylgjumst spennt með á Stöð 2 Sport. ooj@frettabladid.is Þriðji réttur veislunnar Úrslitaeinvígi Golden State Warriors og Cleveland Cavaliers hefst í kvöld en í fyrsta sinn í NBA-sögunni mætast sömu liðin þrjú ár í röð. Warriors unnu 2015 og Cavs 2016 en nú er komið að lokauppgjöri á milli tveggja bestu liða heims. Steph Curry hjá Golden State og LeBron James hjá Cleveland eru mjög mikilvægir sínum liðum. nordiCphotoS/Getty Golden State Warriors og Cleveland Cavaliers hafa spilað þrettán leiki í loka­ úrslitum NBA undanfarin tvö ár. Golden State hefur unnið sjö af leikjunum en Cleveland sex. ÚRSLITNBA 365.ISSÍMI 1817 Tryggðu þér áskrift á aðeins 399 kr. á dag 11.990 kr. á mánuð i * *miðað við 12 mánaða bindingu CLE 0 GSW 0 FIM. 1. JÚNÍ KL. 01:00 LEIKUR 1 SUN. 4. JÚNÍ KL. 00:00 LEIKUR 2 MIÐ. 7. JÚNÍ KL. 01:00 LEIKUR 3 FÖS. 9. JÚNÍ KL. 01:00 LEIKUR 4 7 LeBron James hefur spilað í öllum sjö lokaúrslitunum frá og með árinu 2011. Víðir - Fylkir 0-5 0-1 Oddur Guðmundsson (22.), 0-2 Arnar Björgvinsson (28.), 0-3 Oddur Guðmunds- son (56.), 0-4 Albert Ingason (76.), 0-5 Hákon Ingi Jónsson (77.). Ægir - Víkingur r. 1-3 0-1 Vladimir Tufegdzic (32.), 0-2 Ivica Jovanovic (36.), 0-3 Alex Hilmarsson (44.). Ír - Kr 1-1 0-1 Tobias Thomsen (47.), 1-1 Jón Gísli Ström (63.) KR vann í vítaspyrnukeppni. Fh - Selfoss 2-1 1-0 Kristján Flóki Finnbogason (23.), 2-0 Kristján Flóki Finnbogason (32.), 2-1 Alfi Lacalle (35.). Valur - Stjarnan 1-2 0-1 Baldur Sigurðsson (34.), 1-1 Sigurður Egill Lárusson, víti (45.), 1-2 Jóhann Laxdal (69.). ÍBV - Fjölnir 5-0 1-0 Kaj Leo i Bartalsstovu (6.), 2-0 Arnór Ragnarsson (35.), 3-0 Mikkel Maigaard (41.), 4-0 Pablo Punyed (62.), 5-0 Sigurður Grétar Benónýsson (90.+1.). Borgunarbikar karla Nýjast 18.30 the Memorial tour. Golfst. 19.05 Leiknir r. - Grindavík Sport 21.15 Borgunarbikarmörkin Sport 01.00 nBA: Warriors-Cavs Sport Í dag ÞrJár SuNDStELpur KOMNAr MEð ÞrJú GuLL Í SAN MArÍNó Ísland vann sjö gullverðlaun og alls tólf verðlaun á öðrum degi Smá- þjóðaleikana í San Marinó í gær. Sund- stelpurnar Bryn- dís rún Hansen (100 m flug), Eygló ósk Gústafsdóttir (100 m bak) og Hrafnhildur Lúthersdóttir (200 m bringa) bættu gullverðlaunum við þau sem þær unnu á fyrsta degi. Þær unnu síðan allar saman gull í 4 x 200 m boðsundi ásamt Sunnevu Dögg Friðriksdóttur og eru því með þrjú gull á leikunum. Íslenska karlasveitin fékk silfur. Aðrir Íslendingar sem unnu gull á leikunum í gær voru ásgeir Sigur- geirsson (loftskammbyssu), Þor- móður árni Jónsson (júdó), Anna Soffía Víkingsdóttir (júdó). Stutt á MILLI á LpGA-MótA ólafía Þórunn Kristinsdóttir náði 56. sætinu á Volvik-meistara- mótinu sem lauk um síðustu helgi en strax í dag hefur hún keppni á næsta móti sínu á LpGA-móta- röðinni. ólafía, sem hækkaði sig um 44 sæti á heimslistanum með frammistöðu sinni á Ann Arbor vellinum (486. sæti), leikur í dag fyrsta hringinn sinn á móti í New Jersey. Hún hefur leik klukkan 7.15 um morguninn að staðartíma, eða 11.15 að íslenskum tíma. 1 . j ú n í 2 0 1 7 f i M M t u D A G u r26 S p o r t ∙ f r É t t A b l A ð i ð Sport 0 1 -0 6 -2 0 1 7 0 4 :3 3 F B 0 7 2 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C F C -9 2 1 8 1 C F C -9 0 D C 1 C F C -8 F A 0 1 C F C -8 E 6 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 0 7 2 s _ 3 1 _ 5 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.