Fréttablaðið - 01.06.2017, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 01.06.2017, Blaðsíða 32
Á veitingahúsinu XO er ein-göngu boðið upp á gæða hráefni en gestir hafa frá upphafi borið einróma lof á matinn. Fyrsti XO staðurinn var opnaður í JL-húsinu í Vesturbæ Reykjavíkur sumarið 2015. „Það varð sprenging þegar við opn- uðum í Smáralindinni. Við áttum von á góðum viðtökum en þessi fjöldi fór fram úr okkar björtustu vonum,“ segir Gunnar Örn Jóns- son, framkvæmdastjóri og einn eigenda XO. Aðgengið að XO í Smáralind er mjög gott en staðurinn blasir við þegar gengið er inn í Norðurturn Smáralindar. Mjög auðvelt er að grípa með sér mat en XO selur um 50 prósent af sínum veitingum í „take away“. „Viðtökurnar hafa verið frá- bærar í Vesturbænum, gestir hafa komið frá öllu höfuðborgar- svæðinu. Erlendir ferðamenn hafa í síauknum mæli komið við á XO enda fær staðurinn lofsam- lega dóma bæði á TripAdvisor og á Facebook. Það var því nánast aldrei spurning hvort við myndum opna annan veitingastað, heldur hvenær,“ segir Gunnar. XO er hollur skyndibitastaður sem framreiðir mat í fusion-stíl þar sem asísk og evrópsk matreiðsla renna saman. Maturinn er eldaður frá grunni og XO kappkostar við að gera bragðið af matnum ein- stakt. XO styðst eingöngu við topp hráefni en veitingastaðurinn er þekktur fyrir frábæran mat, fersk- leika og gæði. Á nýjum og endur- bættum matseðli XO má meðal annars finna salöt, súpur, döner- samlokur, kjúklingarétti, vinsælar heilkorna súrdeigsflatbökur og ferskan djús. „Að okkar mati er hollur skyndibiti það sem koma skal. Við trúum því að bylgjan sé byrjuð á Norðurlöndum og norðarlega á meginlandi Evrópu. Fólk er orðið mjög upplýst nú til dags og það lætur ekki bjóða sér hvað sem er. Við vonumst til að hollur skyndi- biti verði í kringum 50 prósent af skyndibitamarkaðinum fyrir árið 2030. XO fór af stað með háleit markmið og eftir rúmlega eitt og hálft ár í rekstri sjáum við bersýni- lega þörfina þótt eini XO staðurinn fram til þessa hafi nánast verið staðsettur á jaðarsvæði, í JL-húsinu við Hringbraut. Með nýju staðsetningunni í Smáralind er XO einnig komið á mitt höfuðborgarsvæðið og fleiri geta því notið veitinganna. Við leggjum okkur öll fram við að elda framúrskarandi mat úr hágæða hráefnum og fólk kann virkilega að meta slíka viðbót á skyndi- bitamarkaðinn,“ segir Gunnar ennfremur. Allar upplýsingar um XO og mat- seðilinn má sjá á heimasíðu XO, www.xofood.is XO heilsustaður nú í Smáralind Glæsilegur XO veitingastaður hefur verið opnaður í Smáralind. Íslending- ar kjósa heilsusamlegan skyndibita en aðsóknin hefur verið frábær. Gunnar Örn Jónsson segir að Íslendingar taki heilsumat og -drykk fagnandi. Brjálað hefur verið að gera hjá XO í Smára- lind frá opnun. MYND/ERNIR Boltinn er alltaf í beinni á XO. Hægt er að kynna sér matseðilinn sem er fjölbreyttur á heimasíðu XO. Sundfatatískan 2017 til 2018 er á köflum efnismeiri en oft áður. Það kom bersýnilega í ljós á Mercedes-Benz tískuvikunni sem haldin var í Sydney um miðjan maí. Bikiníbuxurnar náðu sumar upp á miðjan maga og minntu um margt á sixtís-sundföt og sundbolirnir voru jafnvel með ermum, sem er sjaldséð. Þar var líka talsvert um útskorna sund- boli og toppa sem ná upp í háls. Sömuleiðis blúndusundföt og sundföt með kögri. Símunstur voru líka nokkuð áberandi. Efnismeiri en oft áður Þessi bolur er frá Aqua Blu. Þessi var til sýnis á Mercedes- Benz tísku- vikunni í Sydney fyrir skemmstu. Hann er frá Aqua Blu. Nokkur ummæli af TripAdvisor og Facebook l „Amazing food.“ l „It is a very nice place, the food is very good and the service is really fast and you get somet- hing worth your money.“ l „Snilldar staður, gott starfsfólk, frábær og hollur matur. Mæli svo mikið með þessum stað að það hálfa væri nóg.“ l „Nice atmosphere, great service, inexpensive and really, really tasty!!“ l „Hrikalega góður matur og frábær þjónusta. Mæli eindregið með XO.“ Þeir sem kjósa efnismeiri sund- föt geta tekið gleði sína. Tískan er þeim í hag. Víða mátti sjá kögur, blúndur og göt. Þetta bikiní er frá Skye & Staghorn. Þessi er frá Duskii. Hann er skorinn út í miðjunni. Á sýningunni var líka mikið um boli sem voru skornir út í hlið- unum. Margar konur kunna eflaust að meta sundbuxur sem þessar. Þær eru frá Duskii. 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 . j ú N Í 2 0 1 7 F I M MT U DAG U R 0 1 -0 6 -2 0 1 7 0 4 :3 3 F B 0 7 2 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C F C -8 D 2 8 1 C F C -8 B E C 1 C F C -8 A B 0 1 C F C -8 9 7 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 7 2 s _ 3 1 _ 5 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.