Fréttablaðið - 01.06.2017, Page 32

Fréttablaðið - 01.06.2017, Page 32
Á veitingahúsinu XO er ein-göngu boðið upp á gæða hráefni en gestir hafa frá upphafi borið einróma lof á matinn. Fyrsti XO staðurinn var opnaður í JL-húsinu í Vesturbæ Reykjavíkur sumarið 2015. „Það varð sprenging þegar við opn- uðum í Smáralindinni. Við áttum von á góðum viðtökum en þessi fjöldi fór fram úr okkar björtustu vonum,“ segir Gunnar Örn Jóns- son, framkvæmdastjóri og einn eigenda XO. Aðgengið að XO í Smáralind er mjög gott en staðurinn blasir við þegar gengið er inn í Norðurturn Smáralindar. Mjög auðvelt er að grípa með sér mat en XO selur um 50 prósent af sínum veitingum í „take away“. „Viðtökurnar hafa verið frá- bærar í Vesturbænum, gestir hafa komið frá öllu höfuðborgar- svæðinu. Erlendir ferðamenn hafa í síauknum mæli komið við á XO enda fær staðurinn lofsam- lega dóma bæði á TripAdvisor og á Facebook. Það var því nánast aldrei spurning hvort við myndum opna annan veitingastað, heldur hvenær,“ segir Gunnar. XO er hollur skyndibitastaður sem framreiðir mat í fusion-stíl þar sem asísk og evrópsk matreiðsla renna saman. Maturinn er eldaður frá grunni og XO kappkostar við að gera bragðið af matnum ein- stakt. XO styðst eingöngu við topp hráefni en veitingastaðurinn er þekktur fyrir frábæran mat, fersk- leika og gæði. Á nýjum og endur- bættum matseðli XO má meðal annars finna salöt, súpur, döner- samlokur, kjúklingarétti, vinsælar heilkorna súrdeigsflatbökur og ferskan djús. „Að okkar mati er hollur skyndibiti það sem koma skal. Við trúum því að bylgjan sé byrjuð á Norðurlöndum og norðarlega á meginlandi Evrópu. Fólk er orðið mjög upplýst nú til dags og það lætur ekki bjóða sér hvað sem er. Við vonumst til að hollur skyndi- biti verði í kringum 50 prósent af skyndibitamarkaðinum fyrir árið 2030. XO fór af stað með háleit markmið og eftir rúmlega eitt og hálft ár í rekstri sjáum við bersýni- lega þörfina þótt eini XO staðurinn fram til þessa hafi nánast verið staðsettur á jaðarsvæði, í JL-húsinu við Hringbraut. Með nýju staðsetningunni í Smáralind er XO einnig komið á mitt höfuðborgarsvæðið og fleiri geta því notið veitinganna. Við leggjum okkur öll fram við að elda framúrskarandi mat úr hágæða hráefnum og fólk kann virkilega að meta slíka viðbót á skyndi- bitamarkaðinn,“ segir Gunnar ennfremur. Allar upplýsingar um XO og mat- seðilinn má sjá á heimasíðu XO, www.xofood.is XO heilsustaður nú í Smáralind Glæsilegur XO veitingastaður hefur verið opnaður í Smáralind. Íslending- ar kjósa heilsusamlegan skyndibita en aðsóknin hefur verið frábær. Gunnar Örn Jónsson segir að Íslendingar taki heilsumat og -drykk fagnandi. Brjálað hefur verið að gera hjá XO í Smára- lind frá opnun. MYND/ERNIR Boltinn er alltaf í beinni á XO. Hægt er að kynna sér matseðilinn sem er fjölbreyttur á heimasíðu XO. Sundfatatískan 2017 til 2018 er á köflum efnismeiri en oft áður. Það kom bersýnilega í ljós á Mercedes-Benz tískuvikunni sem haldin var í Sydney um miðjan maí. Bikiníbuxurnar náðu sumar upp á miðjan maga og minntu um margt á sixtís-sundföt og sundbolirnir voru jafnvel með ermum, sem er sjaldséð. Þar var líka talsvert um útskorna sund- boli og toppa sem ná upp í háls. Sömuleiðis blúndusundföt og sundföt með kögri. Símunstur voru líka nokkuð áberandi. Efnismeiri en oft áður Þessi bolur er frá Aqua Blu. Þessi var til sýnis á Mercedes- Benz tísku- vikunni í Sydney fyrir skemmstu. Hann er frá Aqua Blu. Nokkur ummæli af TripAdvisor og Facebook l „Amazing food.“ l „It is a very nice place, the food is very good and the service is really fast and you get somet- hing worth your money.“ l „Snilldar staður, gott starfsfólk, frábær og hollur matur. Mæli svo mikið með þessum stað að það hálfa væri nóg.“ l „Nice atmosphere, great service, inexpensive and really, really tasty!!“ l „Hrikalega góður matur og frábær þjónusta. Mæli eindregið með XO.“ Þeir sem kjósa efnismeiri sund- föt geta tekið gleði sína. Tískan er þeim í hag. Víða mátti sjá kögur, blúndur og göt. Þetta bikiní er frá Skye & Staghorn. Þessi er frá Duskii. Hann er skorinn út í miðjunni. Á sýningunni var líka mikið um boli sem voru skornir út í hlið- unum. Margar konur kunna eflaust að meta sundbuxur sem þessar. Þær eru frá Duskii. 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 . j ú N Í 2 0 1 7 F I M MT U DAG U R 0 1 -0 6 -2 0 1 7 0 4 :3 3 F B 0 7 2 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C F C -8 D 2 8 1 C F C -8 B E C 1 C F C -8 A B 0 1 C F C -8 9 7 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 7 2 s _ 3 1 _ 5 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.