Fréttablaðið - 01.06.2017, Page 47

Fréttablaðið - 01.06.2017, Page 47
Fótbolti Hörður Björgvin Magnús- son, leikmaður Bristol City í ensku B-deildinni, hefur ekki spilað marga fótboltaleiki á árinu 2017. Eftir að hafa byrjað fyrstu 24 leikina hjá Bris tol var hann settur í frystikist- una af knattspyrnustjóra liðsins og tók aðeins þátt í fjórum leikjum af síðustu 22 í deildinni. „Svona er bara boltinn. Þegar stjórinn hefur úr 35 leikmönnum að velja. Þá er erfitt að halda öllum góðum,“ segir Hörður Björgvin sem leitaði svara við þessari bekkjarsetu en greip meira og minna í tómt. „Ég spurði hann spurninga um hvað ég þyrfti að bæta til að fá aftur minn spiltíma. Ég fékk tækifæri aftur og nýtti það vel en svo var skipt um kerfi og þá fór ég aftur á bekkinn.“ Þrátt fyrir mikla bekkjarsetu líkar Herði lífið vel á Englandi en hann kom í hörkuna í B-deildinni frá Ítalíu. „Þetta er smá breyting frá Ítalíu en menningin er svipuð og á Íslandi þannig að ég var snöggur að aðlagast. Mér gekk vel í fyrstu 24 leikjunum sem ég spilaði en síðan koma líka erfiðir tímar. Þjálfarinn ræður liðinu og maður þarf bara að vera tilbúinn þegar kallið kemur aftur,“ segir hann. Bekkjarsetan hjálpar Herði ekk- ert að vinna sér sæti í byrjunarliði íslenska landsliðsins en fá lið í heim- inum í dag er erfiðara að komast inn í enda árangurinn verið stjarnfræði- legur á undanförnum misserum. „Allt hefur þetta áhrif en lands- liðsþjálfararnir vita og skilja vel ástæðu þess að ég er ekki að spila þarna úti. Þeir eru í reglulegu sam- bandi við okkur. Þeir sýndu þessu mikinn skilning og vita út í hvað ég er kominn þarna. Aðalmálið er að ég sé í standi og er að æfa vel. Ég er enn þá í leikformi,“ segir Hörður Björgvin Magnússon. – tom Landsliðsþjálfararnir skilningsríkir Hörður Björgvin Magnússon skoraði glæsilegt mark í fyrsta sigri Íslands á Írum í Dyflinni í mars. NorDicPHotos/Getty Handbolti Geir Sveinsson, lands- liðsþjálfari karla í handbolta, hefur gert breytingu á landsliðshópnum sem hefur leik á fjögurra þjóða móti í Noregi í næstu viku. Stefán Rafn Sigurmannsson, leik- maður Álaborgar í Danmörku, hefur þurft að draga sig út úr hópnum vegna meiðsla og í hans stað kemur Arnar Freyr Ársælsson, leikmaður FH. Arnar Freyr er nýliði en hann fær nú sínar fyrstu mínútur með lands- liðinu á Gjensidige-bikarnum í Noregi sem hefst 8. júní. Nokkrir lykilmenn landsliðsins fá frí í verkefninu eins og Aron Pálm- arsson. – tom Arnar Freyr inn fyrir Stefán Arnar Freyr Ársælsson er nýliði í landsliðinu. FréttABlAðið/erNir Handbolti ÍR fékk heldur betur liðs- styrk fyrir átökin í Olís-deild karla í handbolta næsta vetur þegar Björg- vin Þór Hólmgeirsson samdi við liðið. Eftir eitt ár í næstefstu deild eru ÍR-ingar mættir aftur í deild þeirra bestu og voru áður búnir að landa hornamanninum Kristjáni Orra Jóhannssyni frá Akureyri. „Já, þið lásuð rétt, langbesti leik- maður Olís deildarinnar fyrir tveim- ur árum er kominn heim. Þetta und- irstrikar enn frekar þá stefnu okkar að koma ÍR aftur í fremstu röð, þar sem við eigum heima,“ sögðu ÍR- ingar á heimasíðu sinni um heim- komu Björgvins. Hann var kjörinn besti leikmaður tímabilsins 2014-2015 þegar ÍR hafnaði í þriðja sæti en hann hefur undanfarin ár spilað með Al Wasl í Dúbaí. Austurlandaævintýrinu er nú lokið. – tom Björgvin heim í Breiðholtið Björgvin Þór verður mikill liðsstyrkur fyrir Ír. FréttABlAðið/ANDri MAriNó Með innbyggðri aptX tækni og NFC pörun 9.990 1.490TRUST FERÐARAFHLAÐATrust Tag 2600mAh ferðaraf-hlaða með allt að 10klst hleðslu 1.990 16GB MINNISKORT Elite, Ultra High Speed MicroSDXC minniskort DJI MAVIC PRO Stórglæsilegur Dróni með 4K myndavél á 3-Axis festingu, hægt að brjóta hann saman ARCTIC P614BT Glæsileg Bluetooth heyrnartól sem henta jafnt í tónlist og sem handfrjáls búnaður Kemur með glæsilegum aukahlutapakka 199.990 MOBII 748Frábær 7” spjaldtölva með þráðlausum BT heyrnartólum og silíkon varðri högghlíf Frábærar spjaldtölvur fyrir yngri kynslóðina 9.990 32GB SDXC 2.990 64GB SDXC 4.990 128GB SDXC 9.990 1TB SG EXPAN 2TB ÚTGÁFA 14.990 4TB ÚTGÁFA 24.990 1TB FLAKKARI 2.5” Seagate Expansion flakkari 7.990 TRUST FESTINGAR TRUST FESTINGAR Fyrir síma og spjaldtölvur á verði frá 2.990 UR23iw KOSS UR23i Hágæða heyrnartól með hljóðnema 2.990 AURUS ÍÞRÓTTA TAPPAR Sem hrinda frá sér vatni. Fæst í 3 litum 3.490 Reykjavík • Hallarmúla 2 • 563 6900 | Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900 www.tolvutek.is N ÝR BÆ KL ING UR Allt að 50% afsláttur SUMARTILBOÐ 7” HD IPS 1280x800 snertiskjár 1.0GHz Quad A33 Allwinner örgjörvi 8GB flash Allt að 32GB Micro SD Android 5.1 Lollipop og fjöldi forrita 3 LITIR VERÐ ÁÐUR2.990 SUMARTILBOÐ VERÐ ÁÐUR8.990 SUMARTILBOÐ VERÐ ÁÐUR 12.990 SUMARTILBOÐ 1. júní 2017 • B irt m eð fyrirvara um breytingar, innsláttarvillur og m yndabrengl CARCHARGER 3 TRIPLE USB Arctic Smart Charge bílahleðslutæki 1.245 VERÐ ÁÐUR2.495 50%AFSLÁTTUR YZO BLUETOOTH Þráðlaus ferðahátalari, allt að 8 tíma hleðslurafhlaða 3.490 SNJALLSUMAR NÝR BÆKLINGUR Á TOLVUTEK.IS VERÐ ÁÐUR 209.990 SUMARTILBOÐ VERÐ ÁÐUR 4.990 SUMARTILBOÐ S k o ð u n ∙ F R É t t a b l a ð i ð 31F i M M t u d a G u R 1 . j ú n í 2 0 1 7 0 1 -0 6 -2 0 1 7 0 4 :3 3 F B 0 7 2 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C F C -9 2 1 8 1 C F C -9 0 D C 1 C F C -8 F A 0 1 C F C -8 E 6 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 0 7 2 s _ 3 1 _ 5 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.