Fréttablaðið - 01.06.2017, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 01.06.2017, Blaðsíða 4
Leiðrétting Í frétt í blaðinu í gær um byggðaverkefni á Þingeyri sagði að þorpið væri í Ísafjarðardjúpi. Hið rétta er að Þingeyri er í Dýrafirði. KjaramáL „Mér finnst að stofnun eins og Ríkisútvarpið, flaggskip íslenskrar menningar, beri að vera með svona hluti á hreinu. Hag- ræðingarkrafa eða rekstrartölur mega aldrei verða til þess að það sé gengið á réttindi starfsmanna,“ segir Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður VG. Hann hefur í tvo mánuði beðið eftir upplýsingum frá mennta- og menningarmálaráðherra um fjölda starfsmanna á verktakasamningi við RÚV. „Maður hefur heyrt það að verktakar séu í auknum mæli að sinna starfinu og ekki bara að taka þátt og þátt, heldur séu að sinna fullri starfsskyldu en séu ekki fast- ráðnir starfsmenn heldur verktak- ar,“ segir Kolbeinn við Fréttablaðið. Þá vill hann líka vita hversu langan tíma það tekur hjá starfsmönnum stofnunarinnar að fá fastráðningu. „Af því að það eru ákveðin réttindi sem fylgja því,“ bætir Kolbeinn við. Á þingfundi í fyrradag sakaði Kolbeinn ráðherra menningar- mála, Kristján Þór Júlíusson, um að víkja sér undan því að svara fyrir- spurninni vegna þess að hún væri óþægileg. Fréttablaðið hefur aftur á móti þær upplýsingar frá ráðuneyt- inu að ítrekað hafi verið óskað eftir svörum frá Ríkisútvarpinu. Svör við fyrirspurninni hafi hins vegar dreg- ist vegna þess að tímafrekt sé að kalla fram umbeðnar upplýsingar. Kolbeinn hefur hins vegar ítrek- að sagt að það hljóti að vera hægt að svara þessari upplýsingu greið- lega. „Ég get ekki ímyndað mér annað en að það sé mjög auðvelt að svara þessari spurningu fyrir starfs- mannahald RÚV. Það er ekki verið að biðja um neina greiningu, bara tölulegar staðreyndir,“ segir hann. Kolbeinn óttast að sé verktaka- samningum að fjölga hjá RÚV sé stofnunin að fara á svig við kjara- samninga og launataxta. „Ef þú ert ráðinn inn sem verktaki þá eru það bara samningar milli þín og verk- kaupans,“ segir Kolbeinn og bætir við að þar með njóti starfsmaður- inn ekki lengur þeirra réttinda sem fylgir því að vera launþegi. „Mér finnst ótækt að þetta viðgangist hjá ríkisstofnun, jafnvel þótt hún sé opinbert hlutafélag,“ segir Kol- beinn. Ríkið eigi að ganga á undan með góðu fordæmi í vinnumark- aðsmálum og hvað varðar réttindi starfsmanna. jonhakon@frettabladid.is Hefur áhyggjur af réttindum starfsmanna Ríkisútvarpsins Þingmann VG grunar að verktökum hjá RÚV hafi fjölgað undanfarið. Nauðsynlegt sé að ríkið sýni gott fordæmi á vinnumarkaði. Menntamálaráðuneytið hefur ítrekað spurst fyrir um málið án þess að fá svör. Kolbeinn Proppé spurðist fyrir um starfsmannahald RÚV, en það hefur tekið langan tíma að fá svör. FRéttablaðið/PjetuR Maður hefur heyrt það að verktakar séu í auknum mæli að sinna starfinu. Kolbeinn Ótt- arsson Proppé, þingmaður VG WWW.GÁP.IS FAXAFENI 7 · SÍMI 5 200 200 ÞÚ ÞARFT EKKI AÐ FINNA UPP HJÓLIÐ – ÞÚ FINNUR ÞAÐ HJÁ GÁP OPIÐ LAUGARDAGA KL. 10 - 16 stjórnsýsLa Þingvallanefnd sem kjörin var á Alþingi fyrir rúmum mánuði hélt sinn fyrsta fund síð- astliðinn mánudag. Var það fyrsti fundur Þingvallanefndar í sjö mánuði eða frá því fyrri nefnd lauk störfum rétt fyrir alþingiskosningar í lok október í fyrra. Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokks úr Suðurkjör- dæmi, nýr formaður Þingvalla- nefndar, segir mörg aðkallandi verkefni bíða. „Það er ýmis innviðauppbygging og undirbúningur sem þarf til að taka á móti 1,8 milljón ferðamönn- um á ári hverju,“ segir Vilhjálmur. Meðal annars segir Vilhjálmur um að ræða lagningu rafstrengs til að geta byggt upp vatnssalerni við bílastæðin í þinghelginni á Völl- unum og endurnýjun vegarins um þjóðgarðinn. „Það þarf að byggja veginn þannig að umferðaröryggi sé tryggt en um leið séu gildi þjóð- garðsins varin og að samfélagið sem býr í návígi við þjóðgarðinn sé líka haft í huga.“ Eftir langt fundarhlé bíða mörg erindi Þingvallanefndar, meðal annars frá aðilum sem vilja bjóða veitingar eða afþreyingarþjónustu í þjóðgarðinum. „Við þurfum að byrja á að setja okkur inn í það og hvernig það passar inn í stefnumörkun og mark- mið með þjóðgarðinum,“ segir nýi formaðurinn. Varaformaður Þingvallanefndar er Theodóra S. Þorsteinsdóttir, alþingismaður Bjartrar framtíðar, úr Suðvesturkjördæmi. – gar Margt á borði Þingvallanefndar sem fundar eftir sjö mánaða hlé bygging salerna er meðal þeirra mála sem bíða nýrrar nefndar. Hefði komið að góðum notum þegar þessi herramaður var á ferð. FRéttablaðið/PjetuR BretLand Salman Abedi, sem myrti 22 í Manchester í síðustu viku, keypti stærstan hluta efnisins sem þurfti til að búa til sprengjuna einn síns liðs. Frá þessu greindi lögregla í gær. Að sögn Russ Jackson, yfir- manns hryðjuverkadeildar lög- reglu Norðaustur-Englands, var Abedi einn að verki í flestum sínum aðgerðum í aðdraganda árásar- innar. Þó útilokar lögregla ekki að hann hafi tilheyrt skipulögðum hópi hryðjuverkamanna. Þá sagði Jackson að rannsókn lög- reglu undanfarna daga hefði eink- um beinst að síðustu dögum Abedis. Lögregla hefði skoðað myndbönd úr eftirlitsmyndavélum og símtöl Abedis. Alls hafa sextán verið handtekin í tengslum við árásina. Fimm hefur verið sleppt án ákæru en ellefu eru enn í haldi lögreglunnar. – þea Keypti efnið í sprengjuna einn nOregUr Nokkur hundruð Norð- menn segjast ætla að gefa eina norska krónu fyrir hvern metra sem nýnasistar í Norrænu andstöðu- hreyfingunni ganga í fyrirhugaðri mótmælagöngu sinni í júlí gegn samkynhneigðum. Peningarnir verða gefnir samtökum sem styðja samkynhneigð ungmenni. Norð- mennirnir vona að nýnasistar láti verða af göngunni. Íbúar í bænum Wunsiedel í Þýskalandi fengu sams konar hug- mynd árið 2014. Þá gengu nýnasist- ar til heiðurs Rudolf Hess, staðgengli Hitlers. – ibs Græða á göngu nýnasista 1 . j ú n í 2 0 1 7 F i m m t U d a g U r4 F r é t t i r ∙ F r é t t a B L a ð i ð 0 1 -0 6 -2 0 1 7 0 4 :3 3 F B 0 7 2 s _ P 0 6 9 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C F C -6 0 B 8 1 C F C -5 F 7 C 1 C F C -5 E 4 0 1 C F C -5 D 0 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 7 2 s _ 3 1 _ 5 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.