Fréttablaðið - 01.06.2017, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 01.06.2017, Blaðsíða 54
-50% Mangó 239 KRKG ÁÐUR: 478 KR/KG Á laugardaginn verður opnuð í Hafnarhúsi Listasafns Reykjavík-ur sýning á verkum Ragnars Kjartansson-ar undir heitinu Guð, hvað mér líður illa. Sýningarstjóri er Markús Þór Andrésson en kynni hans og listamannsins má rekja allt aftur til þess tíma þegar þeir voru saman í Listaháskóla Íslands. Áhugavert að skjóta mig í fótinn og sjá hvað gerist Ragnar Kjartansson myndlistarmaður og Markús Þór Andrésson sýningarstjóri hafa átt í samtali um listina, lofgjörð hennar og afhjúpun, frá því þeir sátu saman yfir kaffibolla í listaskólanum. Þeir félagar Markús og Ragnar hafa verið önnum kafnir í vikunni við að setja upp sýninguna í Hafnarhúsinu. FRéttablaðið/EyÞóR markmið sýningarinnar sé að sýna ákveðið samtal á milli verkanna og á milli tímabila. „Elsta verkið er frá 2004 þar sem við erum komin með ákveðna tóna sem síðan endurtaka sig í seinni tíma verkum. Það er áhugavert að bera þetta saman og hugmyndin er að fólk geti fengið góða innsýn í ferilinn og þennan hugarheim. Þar erum við að skoða þessi ólíku listform sem smitast inn í verkin og því reynum við að tæpa á verkum með tónlist, leiklist, bókmenntum og kvikmyndagerð og fáum þessar ólíku víddir sem Ragnar hefur verið að rannsaka. Myndlistin heldur utan um þetta allt saman en þetta er skoð- un á listinni. Hvaða fyrirbæri er listin í mannlegri hegðun, að skapa list og að njóta hennar? Mér finnst Ragnar vera að skoða alla þessa þætti á mis- munandi máta í hverju verki.“ Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is Skoðun á list Hafnarhúsið er allt lagt undir þessa viðamiklu sýningu en Markús segir að það hafi ekki veitt af þar sem höfundarverk Ragnars er æði viða- mikið. „Það er loksins komið að því að sýna verk Ragnars í safni á Íslandi þar sem tekið er á meira en einu verki. Hann er búinn að vera sérstaklega afkastamikill síðustu ár og gera verk af þeirri stærðar- gráðu að þau fylla heilu sýningar- salina. Þannig að ef maður ætlar að stilla saman nokkrum veiga- miklum verkum þá er maður strax kominn með allt húsið,“ segir Markús og leggur áherslu á að yfirlýsingar einstaklinga Tvær síðustu sýningar Ragnars, sín hvorum megin Atlantsála, voru stórar yfirlitssýningar en Ragnar segir þær mjög ólíkar þeirri sem nú er að koma í Hafnarhúsið. „Núna er Markús sýningarstjóri og þetta er öðruvísi nálgun. Hér erum við meira með verk sem eru í sam- ræðu um listina á meðan hinar sýningarnar voru hefðbundnari yfirlitsýningar. Ég er á því að það sé skýrari tónn í þessari sýningu,“ segir Ragnar. Þeir félagar hafa oft unnið saman í gegnum tíðina en Markús segir að vægi sýningarstjórans í stórri sýn- ingu á borð við þessa sé mismikið. „Í þessu tilviki stöndum við frammi fyrir því að við höfum þekkst lengi og fyrir vikið hefur maður kannski öðruvísi sýn sem gagnast að ein- hverju leyti. Að sama skapi eru verk Ragnars það opin að það er enda- laust hægt að skoða þau frá ólíkum sjónarhóli. Ég held nú að það hefði hver sem er getað sett þessa sýningu saman með þennan efnivið,“ segir Markús og brosir en Ragnar er ekk- ert á því að taka undir þetta. „Nei, það er einhver tónn sem Markús hefur alltaf séð í verkunum mínum, eiginlega frá því að við vorum saman í Listaháskólanum. Sem vinur hefur hann hvatt mig áfram í því sem ég er að gera. Að sækja eitt- hvað, að vera ófeiminn við að leika mér á milli forma og leika mér með þá hugmynd að þetta sé list um listaverkið. Skoða hvað listaverkið er og hvert sé hlutverk listamanns- ins. Þetta er eitthvað sem kemur úr umræðum á kaffistofunni í skól- anum þegar ég var kannski að segja að ég vissi ekki hvað ég væri. Vissi bara að ég væri svo mikill póser. Og ég man að Markús hvatti mig áfram í því og sagði að það væri áhugavert.“ SeM vinuR hefuR hAnn hvAtt Mig áfRAM í Því SeM ég eR Að geRA. Að SæKjA eitthvAð, Að veRA ófeiMinn við Að leiKA MéR á Milli foRMA og leiKA MéR Með Þá hugMynd Að ÞettA Sé liSt uM liStAveRKið. 1 . j ú n í 2 0 1 7 F I M M T U D A G U R38 M e n n I n G ∙ F R É T T A B L A ð I ð menning 0 1 -0 6 -2 0 1 7 0 4 :3 3 F B 0 7 2 s _ P 0 5 4 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 C F C -5 1 E 8 1 C F C -5 0 A C 1 C F C -4 F 7 0 1 C F C -4 E 3 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 7 2 s _ 3 1 _ 5 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.