Fréttablaðið - 01.06.2017, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 01.06.2017, Blaðsíða 6
Hrafnhildur Bridde löggiltur fasteignasali HB FASTEIGNIR ÞEKKING • ÞJÓNUSTA • ÞINN HAGUR Hrafnhildur Bridde löggiltur fasteigasali s: 821 4400 Ármúli 6 • 108 Reykjavík Laus ! Falleg og rúmgóð 4-5 herb., 116,9 fm íbúð á 1.hæð. Baðherbergi og eldhús hefur verið endurnýjað. Mjög rúmgóð stofa með svölum til suðvesturs. Þrjú svefnherb. en mögu- leiki á því fjórða. Parket og flísar á gólfum. Stutt í verslun, skóla og aðra þjónustu. Verð 47,7 millj. FELLSMÚLI 13 , 108 REYKJAVÍK OPIÐ HÚS Í DAG Á MILLI KL. 17 - 17:30 OPIÐ HÚS Akureyri Alvarleg mistök áttu sér stað við lagningu nýs reiðvegar sunnan við golfvöll Akureyringa í vor. Jarðvegur sem notaður var í veginn er mjög mengaður af alls konar postulíni og glerrusli sem er stórhættulegt bæði mönnum og dýrum sem eiga leið um veginn. Svið- stjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar segir þetta hræðileg mistök og að rík áhersla sé lögð á að verktaki skipti út jarðveginum. „Þetta eru hrikaleg mistök sem hafa átt sér stað við gerð reiðvegarins og bæði mönnum og dýrum stendur ógn af þessum vegi,“ segir Sigfús Ólafur Helgason, framkvæmdastjóri hestamannafélagsins Léttis á Akur- eyri. Reiðvegurinn sem um ræðir tengir hesthúsahverfi hestamanna á Akureyri við náttúruperluna Eyja- fjörð og er fjölfarinn alla daga. „Þarna hefur verið að koma upp glerrusl og postulín sem er stór- hættulegt. Efnið virðist hafa verið tekið úr eldgömlum ruslahaug því þarna hafa komið upp Valash gler- flöskur sem hætt var að framleiða í kringum 1970 að mig minnir. Við höfum verið í sambandi við Akur- eyrarbæ og þeir hafa viðurkennt að þarna hefur bara orðið slys við framkvæmdina og þeir ætla að bæta úr þessu. Það er ánægjulegt,“ bætir Sigfús við. Guðríður Friðriksdóttir, svið- stjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar, segir vinnu vera hafna við að bæta úr þessu. „Þetta er til skammar og við leggjum mikla áherslu á að úr þessu sé bætt. Verk- takar sem unnu verkið eru að vinna að því að skipta út þessum jarðvegi. Þetta er ekki boðlegt eins og þetta var,“ segir Guðríður. „Við höfum tekið á þessu og munum fylgja þessu eftir.“ Þegar blaðamaður kannaði aðstæður í gær mátti sjá mikið af gömlum glerflöskum, ampúlum og postulíni í vegöxlum beggja vegna. Ljúka á við lagfæringar á veginum á næstu dögum en bæði gangandi og ríðandi vegfarendur fara um veginn dagsdaglega. sveinn@frettabladid.is Nýr reiðvegur fullur af gleri og postulíni Mikil mistök voru gerð við lagningu nýs reiðvegar við Kjarnaskóg. Gler og postulín í miklu magni að finna í jarðveginum. Stórhættulegt að mati fram- kvæmdastjóra hestamannafélags. Sviðsstjóri Akureyrar segir málið til skammar. Hinn vélræni armur laganna Fyrsta starfhæfa lögregluvélmenni heims stendur vörð um fallbyssu í Dúbaí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Skotið er af fallbyssunni við sólsetur til þess að tilkynna lok föstunnar dag hvern, en föstumánuðurinn ramadan er nú haldinn hátíðlegur á meðal múslima. Vélmennið, sem kallast Robocop, var kynnt til sögunnar í síðustu viku. Það talar sex tungumál og getur lesið í svipbrigði borgara, löghlýðinna sem glæpamanna. Nordicphotos/AFp Alþingi Ganga þarf úr skugga um að það hafi ekki verið nefndarmenn í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd sem létu fjölmiðlum í té upplýs- ingar um mat á hæfni umsækjenda um dómarastarf í Landsrétti. Þetta segir Njáll Trausti Friðbertsson, framsögumaður í nefndinni. Hann segir á þessari stundu þó ekkert gefa sérstakt tilefni til að ætla að gögnin, sem birt voru í fjölmiðlum í fyrrakvöld, hafi borist úr nefndinni. Njáll Trausti segist þó ekki hafa myndað sér skoðun á því hvort fram eigi að fara rannsókn á lek- anum. „Ég myndi vilja ræða það nánar inni í stjórnskipunar og eftir- litsnefndinni,“ segir hann. Þessi leki sé mjög óheppilegur og alvar- legur. „Þetta hlýtur að teljast mjög óheppilegt fyrir Alþingi að svona lagað gerist þar sem við erum að fara með persónuupplýsingar og fórum mjög gætilega með þær. Við tókum gögn til baka. Menn fengu gögn á fundinum, höfðu þau hjá sér og síðan tókum við þau til baka,“ segir hann. – jhh Leki úr nefndinni sagður óheppilegur fyrir Alþingi Við erum að fara með persónuupp- lýsingar og fórum mjög gætilega með þær. Njáll Trausti Frið- bertsson, fulltrúi Sjálfstæðismanna í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd nOregur Sjálfstæða rannsókna- stofnunin Sintef segir í skýrslu sinni að Norðmenn þurfi að grípa til 50 aðgerða til að margfalda útflutn- ingsverðmæti norskra sjávarafurða. Þeir þurfi að veiða og flytja út nýjar tegundir. Sjávarútvegsráðherra Noregs, Per Sandberg, segir að aukinn útflutningur á sjávarafurðum geti bætt Norðmönnum upp minni útflutning á olíu. Ráðherrann vill að Norðmenn veiði meira á djúpsjávar- miðum og flytji einnig út þang og þara. Hann greinir frá því að þegar hann hafi verið í Kína á dögunum hafi Kínverjar verið hissa á að Norð- menn veiddu ekki sæbjúgu. Þeir borgi 15 þúsund norskar krónur fyrir kílóið eða um 180 þúsund íslenskar krónur. – ibs Margfaldi útflutning sjávarafurða Kínverjar greiða um 180 þúsund krónur fyrir kílóið af sæbjúgum. FrÉttABLAÐiÐ/ÓLAFUr Gríðarlegt magn af gleri er að finna í jarðveginum sem nýttur var í reið- veginn. FrÉttABLAÐiÐ/sveiNN Glerflöskur sem hætt var að fram- leiða upp úr miðri síðustu öld koma í ljós. FrÉttABLAÐiÐ/sveiNN 1 . j ú n í 2 0 1 7 F i M M T u D A g u r6 F r é T T i r ∙ F r é T T A B l A ð i ð 0 1 -0 6 -2 0 1 7 0 4 :3 3 F B 0 7 2 s _ P 0 6 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 5 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C F C -7 4 7 8 1 C F C -7 3 3 C 1 C F C -7 2 0 0 1 C F C -7 0 C 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 7 2 s _ 3 1 _ 5 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.