Fréttablaðið - 01.06.2017, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 01.06.2017, Blaðsíða 37
Við félagsvísindadeild hefur í rúman áratug verið í boði BA-nám í heimspeki, hag- fræði og stjórnmálafræði (HHS). Námið er uppsett að erlendri fyrirmynd, einkum frá Oxford- háskóla í Bretlandi en margir þar- lendir forsætisráðherrar hafa lokið slíkri gráðu. Námið er þó alls ekki bundið þeim sem hyggja á stjórn- málastarf og hérlendis hafa margir útskrifaðir nemendur skapað sér starfsframa í fjölmiðlum, stofnað og starfað hjá stórum fyrirtækjum, starfað innan stjórnsýslunnar eða farið utan og starfað hjá alþjóða- fyrirtækjum. Forysta í samfélagi og viðskiptalífi „Hugmyndin með náminu er sú að gera nemendum kleift að skilja hið flókna gangverk samfélagsins og þjóðfélagsþróunar. Til þess duga í raun ekki aðeins greiningartæki hvers fræðasviðs fyrir sig heldur gefur gleggri mynd að beita öllum þessum þremur sjónarhornum, heimspeki, hagfræði og stjórn- málafræði, með samfléttuðum hætti. Þetta passar gríðarlega vel við þá áherslu á Bifröst að samflétta forystu í samfélagi og viðskiptalífi og er í raun það sem kristallast í þessari gráðu. Til að verða farsæll í viðskiptum getur t.a.m. verið gott að hafa tæki sem gera þér kleift að greina þjóðfélags- þróunina. Þetta er einstakt nám fyrir þá sem hafa áhuga á efnahags- málum, viðskiptum og stjórnmál- um. Það gefur ekki aðeins einstaka heldur einnig öfluga sýn á þjóð- félagsþróunina, opnar dyr til svo margra áhugaverðra átta í fram- haldinu og skapar fleiri tækifæri en flest önnur fög í félagsvísindum,“ segir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við félagsvísinda- deild. Í náminu eru kennd grundvallar- atriði í hagfræði, stjórnmálafræði- legri greiningu og heimspekilegri hugsun en einnig eru námskeið innan þess sem eru þverfagleg greining á það sem er að gerast hverju sinni t.a.m. efnahagspólitík, kynjapólitík, Norðurslóðamálefni eða þjóðernishyggju. Eiríkur tekur sem dæmi að ef fólk vilji reyna að skilja flóttamannastrauminn, líkt og hann hefur blasað við undan- farin ár, þá dugi ekki að skoða þau átök sem hafa skapast í kringum málefnið eingöngu út frá efnahags- ástæðum, ríkjapólitík, stríðsrekstri eða út frá siðferðilegum álita- málum um manngildi heldur verði að flétta þessa þætti saman og ná þannig heildstæðri sýn á þennan vanda til að skilja hann og HHS sé hugsað sem nám sem veiti tæki til einmitt þess. Samfélagslega þenkjandi hópur Nemendur segir Eiríkur koma úr öllum áttum en oftast eigi þeir sameiginlegt að vera samfélags- lega þenkjandi fólk sem hafi áhuga á þjóðfélagi og efnahagslífi. Nemendur í HHS fara gjarnan í skiptinám og segir Eiríkur smæð Háskólans á Bifröst þar vera mik- inn styrk en kennarar hafa getað hjálpað nemendum á einstaklings- grunni að komast inn í marga af bestu skólum heims. „Það er skemmtilegast að sjá nemendur öðlast gagnrýna hugsun og byrja að beita henni. Það er ekkert eins nærandi fyrir kennar- ann eins og skarpur nemandi sem getur ögrað því sem kennarinn hefur að segja og tekist á við hann í rökræðum og með gagnrýninni nálgun. Það eru oft langbestu kennslustundirnar þegar rök- ræðan kemst á ákveðið flug og við höfum átt mjög marga virkilega góða nemendur sem hafa orðið sífellt öflugri í þeirri rökræðu,“ segir Eiríkur að lokum. Með náminu rek ég lífsstílsvefinn femme.is ásamt hópi ungra kvenna. Ég valdi BA-nám í heimspeki, hag- fræði og stjórnmálafræði því mér fannst mig vanta ákveðna þekk- ingu og skilning á grunnhugtökum sem maður heyrði í fréttum og langaði að skilja hvernig samfélagið virkar. Hagfræðin og stjórnmálafræðin skil- uðu mér því og leiddu mig út í stjórnmál síðar meir. Í raun situr heim- spekin, sem ég vanmat til að byrja með, mest í mér úr náminu, í henni lærði maður að takast á við allar spurningar með opnum huga og gera sér grein fyrir að það er ekki til neitt eitt, rétt svar. Brynhildur S. Björnsdóttir, framkvæmdastjóri GG Verk ehf. og formaður stjórnar Sjúkratrygginga Íslands, BA í heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði 2007. Hugmyndin er að gera nemendum kleift að skilja hið flókna gangverk samfélagsins og þjóðfélags- þróunar. Til þess duga ekki aðeins greiningartæki hvers fræðasviðs. Gleggri mynd gefur að beita öllum þremur sjónarhornum, heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði. BA-nám í heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði (HHS) er einstakt nám sem gefur ekki aðeins einstaka heldur einnig öfluga sýn á þjóðfélagsþróunina. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórn- málafræði við félagsvísindadeild. Þverfagleg gráða í heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði Marta Rún Ársælsdóttir býr í Barcelona og er í fjarnámi við Háskólann á Bifröst. Háskólinn á Bifröst er í farar-broddi í fjarnámi og er allt BA- og BS-nám í boði í fjarnámi. Marta Rún Ársælsdóttir er meðal fjarnema háskólans en hún stundar BA-nám í miðlun og almannatengslum í fjarnámi frá Barcelona þar sem hún er búsett. BA-nám í miðlun og almanna- tengslum er ný tegund af námi hér á landi sem miðar að því að búa nemendur undir þátttöku á vinnu- markaði sem gerir æ ríkari kröfur um þekkingu og fagleg vinnubrögð er lúta að samskiptum við fjöl- miðla, fyrirtæki, einstaklinga og stofnanir. Námið byggir á breiðum grunni hug- og félagsvísinda og er tilvalið fyrir einstaklinga sem hafa áhuga á að starfa á sviði fjölmiðlun- ar eða almannatengsla, í opinberri stjórnsýslu, fyrir frjáls félagasam- tök, stjórnmálaflokka, stofnanir og fyrirtæki af ýmsum toga. „Með náminu rek ég lífsstíls- vefinn femme.is ásamt hópi ungra kvenna þar sem finna má umfjöllun um ýmislegt er varðar okkar áhugamál s.s. mat, hönnun og ferðalög. Við skrifin myndast samstarf við fyrirtæki í formi kynninga og auglýsinga og þar tengjast vinnan og námið en hluti þess er að læra að koma hug- myndum, vörum og fólki á fram- færi. Námið er mjög víðtækt og mun nýtast mjög vel til starfa sem tengjast mínum áhugasviðum sem eru fólk, listir, hönnun, vörumerki og markaðsfræði. Fjarnámið var ein ástæða þess að ég valdi Bifröst og það hentar mér fullkomlega svo og lotukerfið. Fjarnámið er vissu- lega krefjandi en um leið er mjög gaman að koma á vinnuhelgar og hitta bæði nemendur og kennara,“ segir Marta Rún. Stundar nám í miðlun og almannatengslum frá Barcelona Einstakt nám fyrir þá sem hafa áhuga á efnahags- málum, við- skiptum og stjórnmál- um. KYNNINGARBLAÐ 3 F I M MT U DAG U R 1 . j ú n í 2 0 1 7 0 1 -0 6 -2 0 1 7 0 4 :3 3 F B 0 7 2 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C F C -6 5 A 8 1 C F C -6 4 6 C 1 C F C -6 3 3 0 1 C F C -6 1 F 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 7 2 s _ 3 1 _ 5 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.