Fréttablaðið - 01.06.2017, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 01.06.2017, Blaðsíða 38
Það er skemmtilegt að búa á Bifröst og þar kynnist þú bæði samnemendum þínum og kennurum mjög vel. Hér er nóg í boði fyrir þá sem vilja gleði og glaum en einnig er hægt að lifa mjög rólegu lífi á Bifröst. Náttúrufegurðin er einstök og staðurinn er fullkominn fyrir þá sem hafa áhuga á útivist eða hreyfingu almennt, enda aðgangur að líkamsrækt innifalinn í skólagjöldum. Teitur Erlingsson, nemi við félagasvísindadeild Nemendur frá Háskólanum á Bifröst hafa reynst ein- stakir leiðtogar, lausna- miðaðir og skapandi í hugsun. Þá hafa þeir framúrskarandi skilning á tengingu viðskipta og lögfræði í alþjóðavið- skiptum nútímans. Michele DeStefano, prófessor við lagadeild University of Miami og Harvard Háskóla og stofnandi Law- WithoutWalls, og Erika Pagano, framkvæmdastjóri LawWithout- Walls. Lagadeild Háskól- ans á Bifröst tekur þátt í LawWithoutWalls sem er samstarfsverkefni margra virtustu laga- deilda í heimi . Útskrifaðir lögfræðingar frá Háskólanum á Bifröst hafa haslað sér völl m.a. í fjármálafyrirtækjum, á lögmannsstofum og hjá ráðgjafarfyrirtækjum. Í BS-námi í viðskiptalögfræði fléttast saman tvær hag-nýtar námsgreinar þannig að úr verður fjölbreytt og krefjandi grunnnám sem þjónar hags- munum atvinnulífsins einkar vel. Megináhersla er lögð á kjarna- greinar lögfræðinnar en jafnframt þær greinar viðskiptafræðinnar sem tengjast rekstri, upplýsinga- tækni og fjármálum. Fyrir vikið fá nemendur breiðari grunnmenntun en ella. Útskrifaðir nemendur hafa meðal annars haslað sér völl í fjármálafyrirtækjum, hjá endur- skoðunar- og ráðgjafarfyrirtækjum og á lögmannsstofum og fasteigna- sölum. Öflugt erlent samstarf Lagadeild Háskólans á Bifröst tekur þátt í LawWithoutWalls sem er samstarfsverkefni margra virtustu lagadeilda í heimi eins og Harvard, Stanford University og University of Miami. Háskólinn á Bifröst hefur tekið þátt í verkefn- inu frá árinu 2013 og sendir árlega laganema utan til að taka þátt. Tilgangur verkefnisins er að nemendur noti þekkingu sína á lögfræði, í bland við reynslu af öðrum sviðum, til að auðvelda aðgengi að lögfræðiþjónustu með aðstoð tækninnar. Sem dæmi um slík verkefni sem unnin hafa verið má nefna snjallsímaforrit sem auð- veldar flóttafólki frá Sýrlandi að sækja sér lögfræðiaðstoð, heima- síða sem útbýr hagkvæma rafræna samninga fyrir smáfyrirtæki og snjallsímaforrit sem auðveldar verkafólki að tilkynna um brot á réttindum þeirra. Helga Kristín Auðunsdóttir, lekt- or við lagadeild og doktorsnemi í lögfræði við Fordham University í New York, hefur haldið utan um verkefnið og einnig verið liðsstjóri. Hún segir nemendur frá Háskól- anum á Bifröst hafa fengið mikið hrós frá skipuleggjendum þar sem þeir þyki vandvirkir, fljótir að til- einka sér ný vinnubrögð og sýna frumkvæði þegar komi að því að leysa úr álitaefnum. Þátttakendur tengjast öflugu tengslaneti lög- fræðinga víðsvegar um heiminn og er ómetanlegt tækifæri fyrir nem- endur frá Háskólanum á Bifröst að öðlast dýrmæta reynslu í alþjóð- legu samstarfi. Viðskiptafræði og lögfræði fléttuð saman í eitt Á Bifröst er hagkvæm húsaleiga í boði fyrir þá sem vilja búa og stunda nám í einstakri náttúrufegurð og rólegu umhverfi. Húsnæði er í boði bæði fyrir ein- staklinga og fjölskyldur. Einstakl- ingsherbergi með sameiginlegri aðstöðu kostar frá tæplega 50.000 kr. á mánuði og fjölskylduíbúðir frá um 80.000 kr. Innifalið í húsaleigu er hiti og rafmagn, aðgangur að interneti, innlendum og erlendum sjónvarpsstöðvum og líkamsrækt. Þak yfir höfuðið – stígðu fyrsta skrefið Uppbygging námsins og þessi mikla hópavinna, sem lögð er áhersla á innan þess, hefur gefið mér góða sam- skiptahæfni og fyrir vikið tel ég mig umburðarlyndari og sterkari sem einstak- ling. Þarna var kominn saman hópur kraftmikilla og metnaðarfullra nemenda sem hafa áhuga á að ná árangri og slíkt umhverfi er aðlaðandi fyrir hvaða nemanda sem er. Með því að fá að velta hlutunum fyrir sér og spyrja spurninga nær maður utan um náms- efnið á árangursríkan hátt. Hanna Björg Konráðsdóttir lauk BS- og ML- gráðu í viðskiptalögfræði frá Háskólanum á Bifröst og útskrifaðist árið 2014. Hún starfar í dag sem lögfræðingur hjá Orkustofnun og þá helst á sviði alþjóðlegra verkefna sem stofnunin tekur þátt í. Ég er í fjarnámi en flutti samt með alla fjölskyld- una á Bifröst sem segir mikið um staðinn. Ég á fjögur börn og það er frábært umhverfi á Bifröst til að ala upp börn og frábær leikskóli og skóli í boði fyrir þau. Hróðný Kristjánsdóttir, nemi við félagsvísindadeild Fjölbreytt og krefjandi grunnnám í viðskiptalög- fræði sem þjónar hags- munum at- vinnulífsins einkar vel. Fjölskylduvænt samfélag. Umsóknarfrestur er til 15. júní Mótaðu þína framtíð á Bifröst Spennandi og framsækið námsframboð og nútíma kennsluhættir í einstöku námsumhverfi BS í viðskiptafræði • með áherslu á markaðssamkipti • með áherslu á ferðaþjónustu • með áherslu á þjónustufræði BS í viðskiptalögfræði BA í heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði BA í miðlun og almannatengslum 4 KYNNINGARBLAÐ 1 . j ú n í 2 0 1 7 F I M MT U DAG U R 0 1 -0 6 -2 0 1 7 0 4 :3 3 F B 0 7 2 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 C F C -6 A 9 8 1 C F C -6 9 5 C 1 C F C -6 8 2 0 1 C F C -6 6 E 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 7 2 s _ 3 1 _ 5 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.