Fréttablaðið - 01.06.2017, Page 38

Fréttablaðið - 01.06.2017, Page 38
Það er skemmtilegt að búa á Bifröst og þar kynnist þú bæði samnemendum þínum og kennurum mjög vel. Hér er nóg í boði fyrir þá sem vilja gleði og glaum en einnig er hægt að lifa mjög rólegu lífi á Bifröst. Náttúrufegurðin er einstök og staðurinn er fullkominn fyrir þá sem hafa áhuga á útivist eða hreyfingu almennt, enda aðgangur að líkamsrækt innifalinn í skólagjöldum. Teitur Erlingsson, nemi við félagasvísindadeild Nemendur frá Háskólanum á Bifröst hafa reynst ein- stakir leiðtogar, lausna- miðaðir og skapandi í hugsun. Þá hafa þeir framúrskarandi skilning á tengingu viðskipta og lögfræði í alþjóðavið- skiptum nútímans. Michele DeStefano, prófessor við lagadeild University of Miami og Harvard Háskóla og stofnandi Law- WithoutWalls, og Erika Pagano, framkvæmdastjóri LawWithout- Walls. Lagadeild Háskól- ans á Bifröst tekur þátt í LawWithoutWalls sem er samstarfsverkefni margra virtustu laga- deilda í heimi . Útskrifaðir lögfræðingar frá Háskólanum á Bifröst hafa haslað sér völl m.a. í fjármálafyrirtækjum, á lögmannsstofum og hjá ráðgjafarfyrirtækjum. Í BS-námi í viðskiptalögfræði fléttast saman tvær hag-nýtar námsgreinar þannig að úr verður fjölbreytt og krefjandi grunnnám sem þjónar hags- munum atvinnulífsins einkar vel. Megináhersla er lögð á kjarna- greinar lögfræðinnar en jafnframt þær greinar viðskiptafræðinnar sem tengjast rekstri, upplýsinga- tækni og fjármálum. Fyrir vikið fá nemendur breiðari grunnmenntun en ella. Útskrifaðir nemendur hafa meðal annars haslað sér völl í fjármálafyrirtækjum, hjá endur- skoðunar- og ráðgjafarfyrirtækjum og á lögmannsstofum og fasteigna- sölum. Öflugt erlent samstarf Lagadeild Háskólans á Bifröst tekur þátt í LawWithoutWalls sem er samstarfsverkefni margra virtustu lagadeilda í heimi eins og Harvard, Stanford University og University of Miami. Háskólinn á Bifröst hefur tekið þátt í verkefn- inu frá árinu 2013 og sendir árlega laganema utan til að taka þátt. Tilgangur verkefnisins er að nemendur noti þekkingu sína á lögfræði, í bland við reynslu af öðrum sviðum, til að auðvelda aðgengi að lögfræðiþjónustu með aðstoð tækninnar. Sem dæmi um slík verkefni sem unnin hafa verið má nefna snjallsímaforrit sem auð- veldar flóttafólki frá Sýrlandi að sækja sér lögfræðiaðstoð, heima- síða sem útbýr hagkvæma rafræna samninga fyrir smáfyrirtæki og snjallsímaforrit sem auðveldar verkafólki að tilkynna um brot á réttindum þeirra. Helga Kristín Auðunsdóttir, lekt- or við lagadeild og doktorsnemi í lögfræði við Fordham University í New York, hefur haldið utan um verkefnið og einnig verið liðsstjóri. Hún segir nemendur frá Háskól- anum á Bifröst hafa fengið mikið hrós frá skipuleggjendum þar sem þeir þyki vandvirkir, fljótir að til- einka sér ný vinnubrögð og sýna frumkvæði þegar komi að því að leysa úr álitaefnum. Þátttakendur tengjast öflugu tengslaneti lög- fræðinga víðsvegar um heiminn og er ómetanlegt tækifæri fyrir nem- endur frá Háskólanum á Bifröst að öðlast dýrmæta reynslu í alþjóð- legu samstarfi. Viðskiptafræði og lögfræði fléttuð saman í eitt Á Bifröst er hagkvæm húsaleiga í boði fyrir þá sem vilja búa og stunda nám í einstakri náttúrufegurð og rólegu umhverfi. Húsnæði er í boði bæði fyrir ein- staklinga og fjölskyldur. Einstakl- ingsherbergi með sameiginlegri aðstöðu kostar frá tæplega 50.000 kr. á mánuði og fjölskylduíbúðir frá um 80.000 kr. Innifalið í húsaleigu er hiti og rafmagn, aðgangur að interneti, innlendum og erlendum sjónvarpsstöðvum og líkamsrækt. Þak yfir höfuðið – stígðu fyrsta skrefið Uppbygging námsins og þessi mikla hópavinna, sem lögð er áhersla á innan þess, hefur gefið mér góða sam- skiptahæfni og fyrir vikið tel ég mig umburðarlyndari og sterkari sem einstak- ling. Þarna var kominn saman hópur kraftmikilla og metnaðarfullra nemenda sem hafa áhuga á að ná árangri og slíkt umhverfi er aðlaðandi fyrir hvaða nemanda sem er. Með því að fá að velta hlutunum fyrir sér og spyrja spurninga nær maður utan um náms- efnið á árangursríkan hátt. Hanna Björg Konráðsdóttir lauk BS- og ML- gráðu í viðskiptalögfræði frá Háskólanum á Bifröst og útskrifaðist árið 2014. Hún starfar í dag sem lögfræðingur hjá Orkustofnun og þá helst á sviði alþjóðlegra verkefna sem stofnunin tekur þátt í. Ég er í fjarnámi en flutti samt með alla fjölskyld- una á Bifröst sem segir mikið um staðinn. Ég á fjögur börn og það er frábært umhverfi á Bifröst til að ala upp börn og frábær leikskóli og skóli í boði fyrir þau. Hróðný Kristjánsdóttir, nemi við félagsvísindadeild Fjölbreytt og krefjandi grunnnám í viðskiptalög- fræði sem þjónar hags- munum at- vinnulífsins einkar vel. Fjölskylduvænt samfélag. Umsóknarfrestur er til 15. júní Mótaðu þína framtíð á Bifröst Spennandi og framsækið námsframboð og nútíma kennsluhættir í einstöku námsumhverfi BS í viðskiptafræði • með áherslu á markaðssamkipti • með áherslu á ferðaþjónustu • með áherslu á þjónustufræði BS í viðskiptalögfræði BA í heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði BA í miðlun og almannatengslum 4 KYNNINGARBLAÐ 1 . j ú n í 2 0 1 7 F I M MT U DAG U R 0 1 -0 6 -2 0 1 7 0 4 :3 3 F B 0 7 2 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 C F C -6 A 9 8 1 C F C -6 9 5 C 1 C F C -6 8 2 0 1 C F C -6 6 E 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 7 2 s _ 3 1 _ 5 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.