Fréttablaðið - 01.06.2017, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 01.06.2017, Blaðsíða 18
Frá degi til dags Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Einar Þór Sverrisson forStjóri: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is aðStoðarritStjórar: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is markaðurinn: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is lífið: Guðný Hrönn Antonsdóttir gudnyhronn@frettabladid.is ljóSmyndir: Vilhelm Gunnarsson villi@365.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Halldór Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@frettabladid.is Hinn 1. júní 2007 fyrir 10 árum komu til fram-kvæmda ný lög sem Alþingi hafði samþykkt árinu fyrr. Með lögunum varð, til allra heilla, óheimilt að reykja á veitinga- og skemmtistöðum. Undirrituð lagði fram frumvarp um slíkt bann í febrúar 2005 sem þingmannafrumvarp og fékk viðurnefnið bann drottningin á göngum þingsins. Meðflutnings- menn voru Ásta R. Jóhannesdóttir, Jónína Bjartmarz og Þuríður Backman. Náði málið ekki fram að ganga en umræðan um það var mikilvæg og upplýsandi. Jón Kristjánsson, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, lagði sambærilegt mál fram í desember 2005 og þá sem stjórnarfrumvarp. Var það samþykkt á Alþingi ári seinna. Þorri þingmanna studdi málið að lokum. Þrír greiddu þó atkvæði á móti. Talsverð barátta var í aðdraganda málsins á þessum árum milli bannsinna og hinna. Þar tókust á sjónarmið frelsis og lýðheilsu. Svipuð sjónarmið og nú takast á um hvort afleggja eigi rekstur ríkisins á áfengissölu eða ekki. Meginmarkmið banns við reykingum á veitinga- og skemmtistöðum var að vernda starfsmenn með vísan til vinnuverndarlaga og að vernda almenning með vísan til vaxandi fjölda vísindalegra sannana fyrir heilsuskaða af óbeinum reykingum. Þarna var því um að ræða bann til verndar þriðja aðila fyrir óbeinum reykingum, þ.e. starfsmönnum og almenningi, en í minni mæli bann til verndunar þeim sem reykti. Sömu sjónarmið eru nú uppi í andstöðunni við aukið aðgengi að áfengi og þar með neyslu. Þar ber að vernda þriðja aðila sem mest. Hér er um að ræða þá aðila sem helst mega þola neikvæðar félagslegar afleiðingar aukinnar áfengisneyslu, börnin og ungmennin. Von- andi ber okkur Íslendingum gæfa til þess að fara að ráðleggingum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar í þessum efnum. Fyrir rúmlega 10 árum þótti ekki sjálfgefið að leggja af þann ósið að reykja á veitinga- og skemmtistöðum. Alþingi tók hins vegar rétta ákvörðun í ljósi upplýsinga um skaðsemi óbeinna reykinga. Síðan þá hefur stuðningurinn við reykleysið fest sig í sessi. Nú tíu árum seinna vill enginn ganga til baka til fyrra fyrir- komulags. Bönn til verndar lýðheilsu eru því réttmæt. Fyrir tíu árum Vonandi ber okkur Íslendingum gæfa til þess að fara að ráðlegg- ingum Alþjóðaheil- brigðismála- stofnunar- innar í þessum efnum. Siv Friðleifsdóttir fv. alþingis- maður IS.WIDEX.COM Hlustaðu nú! Nánari upplýsingar á vefsíðunni Að þessu virtu er ljóst að ummæli hvorki ráðherra ferðamála né samgöngu- ráðherra standast skoðun. Óheppilegi lekinn Skjal þar sem mat hæfnis- nefndar á umsækjendum um stöðu dómara við Landsrétt var tíundað var birt á Kjarnanum í fyrrakvöld. Smári McCarthy, þingmaður Pírata, brást við lekanum með þeim orðum  að skjalið hefði alls ekki átt að koma fyrir sjónir almennings. Lekinn væri „óheppilegur“. Þessi afstaða Smára er afar athyglisverð í ljósi þess að hann hefur sjálfur setið hinum megin við borðið, í stöðu blaðamanns, og unnið að því að gera ýmsar upplýsingar opinber- ar fyrir almenning. Sömuleiðis hafa Píratar lýst þeim eindregna vilja sínum að allar upplýsingar séu uppi á borðum. Stundum tekur það óvenju stuttan tíma að verða samdauna kerfinu. Vantraustið En fulltrúi Pírata í stjórnskipun- ar- og eftirlitsnefnd, Birgitta Jóns- dóttir, boðaði vantraust á Sigríði Á. Andersen rétt fyrir þinglok í gær vegna málsins. Nefndin hefur enda setið á maraþonfundum vegna ákvörðunar Sigríðar um að sneiða hjá hæfnisnefnd dómara. Birgitta hefur nokkuð til síns máls um að það sé ólíðandi að varpa vantrausti á nýtt dómstig strax á frumstigi. Millidómstigið hefur verið draumur margra helstu stjórnspekinga lands- ins um árabil. Það væri algjört klúður ef arfleifð Sigríðar yrði sú að varpa skugga á það strax í fæðingu. snaeros@frettabladid.is Keflavíkurflugvöllur er nú í fimmta sæti af flugvöllum í Evrópu hvað varðar fjölda flugferða til Norður-Ameríku og nálgast Schiphol í Amsterdam. Flugferðir frá Keflavík vestur um haf eru fleiri en frá öllum hinum Norðurlöndunum saman- lagt. Á sama tíma og Keflavíkurflugvöllur er í fordæma- lausum vexti vill meirihluti fjárlaganefndar Alþingis hefja umræðu um einkavæðingu flugvallarins. Þetta kemur fram í áliti meirihlutans um þingsályktun um fjármálaáætlun 2018-2022 en þar segir: „Meiri hlutinn telur einnig tímabært að opna umræðu um að ríkið leiti leiða til að umbreyta því fjármagni sem bundið er í mannvirkjum í flugstöðinni í Keflavík og nota það til átaks í endurbótum samgöngumannvirkja.“ Fleiri hafa talað um einkavæðingu Keflavíkurflug- vallar eða aðkomu einkaaðila að stækkun flugvallarins. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, sagði á Alþingi 27. mars að það væri álitaefni hvort ríkið ætti að byggja upp Keflavíkur- flugvöll með skattfé eða hvort einkaaðilar ættu að koma þar að. Jón Gunnarsson samgönguráðherra sagði í fréttum Stöðvar 2 hinn 27. apríl að einkavæðing Keflavíkurflug- vallar þarfnaðist skoðunar. „Mér finnst það vera mjög sterkt sjónarmið, að það sé þess virði að skoða það, hvort það sé ástæða fyrir íslenska ríkið og íslenska þjóð til að hafa bundna hér alla þá tugi milljarða sem hér liggja í fjárfestingum með þeim áhættum sem því fylgir að vera með fjárfestingar og lántökur í tengslum við það,“ sagði Jón. Þeir milljarðar króna sem liggja bundnir í Kefla- víkurflugvelli eru ekki dautt fjármagn. Þessi verðmæti gera Isavia kleift að fjármagna stækkun flugvallarins. Frá 2013 hefur Isavia fjárfest í uppbyggingu Kefla- víkurflugvallar fyrir 45 milljarða króna með lánum án ríkisábyrgðar sem hafa verið veðtryggð með rekstrar- tekjum flugvallarins. Þannig hefur rekstur fyrirtækisins verið algjörlega sjálfbær í þeim skilningi að tekjur fyrir- tækisins eru grundvöllur áframhaldandi vaxtar þess og stækkun flugvallarins án þess að ríkið komi þar að með beinum hætti. Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia, sagði í Mark- aðnum hér í þessu blaði í gær að áhugi erlendra fjárfesta á Keflavíkurflugvelli hefði aukist að undanförnu. Ekki síst eftir umræðu um einkavæðingu flugvallarins. Hann sagði jafnframt að flugvöllurinn sjálfur gæti staðið undir eðlilegum fjárfestingum. „Ég tel að það skipti ekki máli í því sambandi hver eigi flugvöllinn því hann myndi alltaf þurfa að standa undir þeim fjárfestingum sem ráðast þarf í,“ sagði Björn Óli. Að þessu virtu er ljóst að ummæli hvorki ráðherra ferðamála né samgönguráðherra standast skoðun. Það þarf ekkert skattfé í uppbyggingu Isavia í Leifsstöð. Fyr- irtækið annast stækkunina án aðkomu skattgreiðenda og þeir fjármunir sem eru bundnir á Keflavíkurflugvelli eru grundvöllur áframhaldandi vaxtar fyrirtækisins. Af þessu leiðir að það eru ekki gild rök fyrir einkavæð- ingu Keflavíkurflugvallar að rekstur flugvallarins eða stækkun hans skapi áhættu fyrir skattgreiðendur. Ótæk rök 1 . j ú n í 2 0 1 7 F I M M T U D A G U R18 s k o ð U n ∙ F R É T T A B L A ð I ð SKOÐUN 0 1 -0 6 -2 0 1 7 0 4 :3 3 F B 0 7 2 s _ P 0 7 0 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C F C -5 B C 8 1 C F C -5 A 8 C 1 C F C -5 9 5 0 1 C F C -5 8 1 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 7 2 s _ 3 1 _ 5 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.