Fréttablaðið - 17.06.2017, Síða 2

Fréttablaðið - 17.06.2017, Síða 2
Veður Suðvestanátt og væta í flestum landshlutum í dag, en þurrt á Austfjörðum. Milt í veðri og hlýjast austanlands, allt að 17 stiga hiti. sjá síðu 42 Showmennska samfélag „Þetta er mjög skemmti- legt og sjálfri finnst mér þetta mjög spennandi. Þetta er auðvitað fyrst og fremst mikill heiður,“ segir Eva Ágústa Aradóttir sem verður fjall- kona Hafnarfjarðar í dag. Eva mun lesa ljóð eftir Bryndísi Björgvinsdóttur. Eva er transkona og er, eftir því sem Fréttablaðið kemst næst, fyrsta transkonan sem fer í búning fjallkonunnar. Eva er Hafnfirðingur í húð og hár og segir hún að það sé mikil upphefð að fá að vera fjallkona í bænum. „Bærinn vildi fá transkonu í þetta hlutverk í ár og haft var sam- band við mig. Fjallkonan er ímynd íslensku konunnar og það er því frá- bært að fá að vera þessi ímynd.“ Dagskrá 17. júní í Hafnarfirði hefst klukkan átta að morgni er fánar verða dregnir að húni. Eva stígur á svið á Thorsplani þar sem Guðlaug Kristjánsdóttir, for- seti bæjarstjórnar, setur hátíðina, Karlakórinn Þrestir mun syngja og nýstúdentinn Kristinn Snær Guð- mundsson flytja ávarp. Síðan skemmta Skoppa og Skrítla, Alan Jones, Fitness æðið, Ara- besque dans, sýndur verður víkingabar- dagi sem víkinga- f é l a g i ð R i m m u - gýgur stendur fyrir og Emmsjé Gauti kemur fram. Kynnar verða þeir Gunnar Helgason og Felix Bergsson. Eva Ágústa segir að hún hafi hikað örlítið þegar Hafnarfjarðar- bær hafði samband enda ekki vön því að koma fram opinberlega. En skrekkurinn hvarf fljótt og það er alltaf betra að stökkva en hrökkva. „Ég vissi af því að bærinn hafði áhuga á að gera þetta og ég hugsaði mig alveg um. Þegar svo var hringt í mig ákvað ég að segja já enda einstakt tækifæri og ekki á hverjum degi sem ég fæ að vera fjallkona. Það er upp- hefð að fá að vera í þessum búningi,“ segir Eva Ágústa Aradóttir , f jallkona Hafnfirðinga í ár. benediktboas@365.is Transkonan Eva verður fjallkonan í Hafnarfirði Eva Ágústa Aradóttir verður fjallkona Hafnarfjarðarbæjar á þjóðhátíðardaginn. Óformleg athugun leiðir í ljós að Eva Ágústa er fyrsta transkonan sem gegnir hlutverki fjallkonu við opinber hátíðarhöld. Hún segir heiðurinn vera mikinn. Það verður mikið fjör í Hafnarfirði í dag sem aðra daga. Fréttablaðið/SteFán eva ágústa aradóttir Fjallkonan Fjallkonan er tákn eða kven- gervingur Íslands. Kona kom fyrst fram sem kvengervingur landsins í kvæði Eggerts Ólafs- sonar, Ofsjónir 1752, en fjall- konan var fyrst nefnd í kvæði Bjarna Thorarensen, Eldgamla Ísafold, og hefur verið algengt tákn í íslenskum skáldskap síðan. Kona í gervi fjallkonunnar kom fyrst fram á Íslendingadeginum í Winnipeg í Kanada 1924 og eftir lýðveldisstofnun á Íslandi 1944 hefur kona í skautbúningi jafnan flutt fjallkonuljóð við hátíðahöld 17. júní. Þýskaland Helmut Kohl, fyrrver- andi kanslari Þýskalands, er látinn. Hann var 87 ára gamall. Kohl lést á heimili sínu í Ludwigs- hafen í Rínarlandi í Þýskalandi í gær að sögn dagblaðsins Bild. Helmut Kohl fæddist 3. apríl árið 1930 í Ludwigshafen. Hann var kanslari Þýskalands í 16 ár, frá 1982 til 1998, og átti stóran þátt í samein- ingu Austur- og Vestur-Þýskalands eftir fall Berlínarmúrsins árið 1990. Þá innleiddi Kohl einnig evruna inn í evrópskt viðskiptalíf ásamt þáverandi forseta Frakklands, Francois Mitterrand. Kohl var leiðtogi Kristilegra demó- krata og sat lengst allra þýskra kansl- ara í embætti á 20. öldinni. Árið 2008 datt hann illa og hafði síðan komist ferða sinna í hjólastól. Það sama ár giftist Kohl eiginkonu sinni, Maike Kohl-Richter, en sam- band þeirra vakti mikla athygli þar sem hún var 34 árum yngri en hann. – kó Kohl er látinn BORgaRmál Borgarráð samþykkti á fimmtudag tillögu Dags B. Egg- ertssonar borgarstjóra um að veita íþróttafélaginu Víkingi sextíu millj- óna króna styrk til að gera við kjall- ara í húsnæði félagsins í Fossvogi eftir verulegt vatnstjón sem varð þar vor. Í greinargerð sem fylgir tillögu borgarstjóra kemur fram að tjónið, sem varð þegar yfirborðsvatn flæddi inn í kjallara hússins, sé þess eðlis að ekki sé hægt að kaupa tryggingar fyrir því. Ljóst sé að félagið hafi ekki fjárhagslega burði til að standa undir endurbótum á húsinu. Auk þess var samþykkt að fela skrifstofu eigna og atvinnuþróunar Reykjavíkurborgar að endurskoða fjárfestingaáætlun borgarinnar vegna starfsemi Víkings. Samkvæmt áætluninni skal fimm- tíu milljónum króna varið í endur- bætur á grasæfingasvæði félagsins í ár, en samkomulag hefur náðst á milli borgarinnar og félagsins um að endurskoða þau áform. Í stað þess að stækka grasæfingasvæði félags- ins verða tennisvellirnir í Víkinni lagaðir. – kij Sextíu milljóna króna styrkur vegna vatnsleka Víkingar urðu fyrir miklu tjóni í vor. Fréttablaðið/ernir Ekki mun vera unnt að kaupa tryggingar við tjóni eins og því sem varð er vatn flæddi inn hjá Víkingum. Stuðmenn léku á als oddi um borð í ferjunni MS Akranesi sem fór í jómfrúarferð sína í gærkvöldi. Hljómsveitin var á leið upp á Skaga til hljóm- leikahalds og nýtti sjóferðina til að minnast þess að 35 ár eru frá útgáfu Með allt á hreinu og lék verkið frá upphafi til enda á siglingu yfir flóann. Með í för var söngkonan Bryndís, dóttir Stuðmannanna Ragnhildar Gísladóttur og Jakobs Frímanns Magnússonar. Fréttablaðið/JóHann K. 1 7 . j ú n í 2 0 1 7 l a u g a R d a g u R2 f R é t t i R ∙ f R é t t a B l a ð i ð 1 7 -0 6 -2 0 1 7 0 4 :2 2 F B 0 9 6 s _ P 0 9 5 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 8 2 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 1 D -4 D 0 8 1 D 1 D -4 B C C 1 D 1 D -4 A 9 0 1 D 1 D -4 9 5 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 9 6 s _ 1 6 _ 6 _ 2 0 1 7 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.