Fréttablaðið - 17.06.2017, Síða 6

Fréttablaðið - 17.06.2017, Síða 6
Við erum að uppýsa um öll atriði sem gerast þarna upp frá en auðvitað er hluti af því sem við eigum að rannsaka, hver ástæða þess er að farið var af stað. Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar deildar lögreglunnar www. bjarmaland.is bjarmaland@bjarmaland.is sími 770 50 60 GEORGIA OG AZERBÆDSJAN 9. - 19. september I 10 nætur Kákasusfjöll Allt innifalið 379 000 kr. SILKILEIÐIN MIKLA í Mið-Asíu 7. - 19. október I 12 nætur Allt innifalið 488 000 kr. Úzbekistan og Túrkmenistan Snemma á ferð Hálendisvegir hafa margir verið opnaðir fyrr en tíðkast í sumar eftir snjóléttan vetur og hagstæða tíð í vor. Jeppi ekur yfir brúna yfir Geitá á leið með ferðamenn í manngerðu ísgöngin í Langjökli. Fréttablaðið/Vilhelm LögregLumáL Vitni að árásinni í Mosfellsdal, sem leiddi til andláts Arnars Jónssonar Aspar, hafa sum hver fengið aðstoð lögreglu við að gæta öryggis síns. Þetta staðfestir Grímur Grímsson, yfirmaður mið- lægrar deildar lögreglunnar á höfuð- borgarsvæðinu. „Við höfum brugðist við því ef fólk hefur talið sig þurfa á því að halda. Það hefur þurft að bregðast við slíku með einhverjum hætti já, það hefur komið til,“ segir Grímur aðspurður hvort vitni hafi fengið lögregluvernd í málinu. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að skuggalegir menn hafi heim- sótt að minnsta kosti eitt vitni í mál- inu. Fjórum sakborningum af sex var sleppt úr haldi lögreglunnar á fimmtudag. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá voru þeir sakborn- ingar líkast til ekki viðstaddir þegar mestu átökin fóru fram en vitni hafa lýst því að hafa séð Svein Gest Tryggvason stökkva á bak Arnars og taka hann hálstaki. Jón Trausti Lúth- ersson var einnig á svæðinu þegar mestur hiti var í árásinni. Aðrir sakborningar voru hand- teknir á flótta frá heimili Arnars, þrír karlmenn á Vesturlandsvegi gegnt Korputorgi og ein kona við afleggjarann að heimreið Arnars. „Þau voru ekki ofan í atvikinu þegar mestu átökin verða. Við erum að reyna að fá almennilegan fram- burð um allan þennan feril,“ segir Grímur um sakborningana fjóra sem var sleppt úr haldi. Hvorki er komin lokaniðurstaða hjá réttarmeinafræðingi varðandi dánarorsök Arnars né hefur lögregla komist fyllilega til botns í því hvað varð til þess að sexmenningarnir fóru heim til Arnars og veittust að honum. „Við erum að uppýsa um öll atriði sem gerast þarna upp frá en auðvitað er hluti af því sem við eigum að rann- saka, hver ástæða þess er að farið var af stað. Hver ásetningurinn var, af hverju fólkið var þarna.“ Grímur veit ekki hvenær lokaniðurstaða réttar- meinafræðings liggur fyrir. Arnar Jónsson Aspar var jarðsung- inn frá Grafarvogskirkju í gær. Hann var 39 ára gamall og lætur eftir sig unnustu og tvær dætur, fjórtán ára og þriggja vikna gamlar. Í minningar- greinum um Arnar í Morgunblaðinu í gær er honum lýst sem barngóðum fjölskyldumanni og traustum vini sem var bæði ljúfur og kærleiksríkur. ritstjorn@frettabladid.is Vitni í manndrápsmáli fengið vernd lögreglu Arnar Jónsson Aspar var jarðsunginn í gær. Fjórum sakborningum af sex hefur verið sleppt úr haldi og eru þeir ekki grunaðir um beina aðkomu að láti Arnars. Ekki liggur fyrir lokaniðurstaða hjá réttarmeinafræðingi um banamein hans. DómsmáL Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, segist miður sín vegna máls Roberts Downey, áður Róberts Árna Hreiðarssonar, sem hefur feng- ið lögmannsréttindi sín á ný. Forseti veitti Róberti uppreist æru samkvæmt tillögu frá Ólöfu Nor- dal, þáverandi innanríkisráðherra, í september síðastliðnum. Guðni undirstrikar að ákvörðunin sé ekki tekin af honum sjálfum – heldur í ráðuneytinu. Hann biður ekki um vorkunn en óskar þess að fólk sýni sanngirni, þá að teknu tilliti til máls- meðferðarinnar. Robert Downey var dæmdur í þriggja ára fangelsi árið 2008 fyrir að brjóta gegn fjórum stúlkum, einni fjórtán ára og þremur fimm- tán ára. Hann komst í samband við stúlkurnar með blekkingum og þóttist Robert til að mynda vera 17 ára gamall táningspiltur að nafni Rikki í samskiptum við eina þeirra í gegnum netið. Greiddi hann tveimur stúlknanna fyrir kynmök. Vísir greindi frá því á fimmtudag að ein stúlknanna sem Robert braut gegn þyki sem forsetinn hafi brugðist sér. Guðni Th. Jóhannesson segir að ákvörðun um uppreist sé ekki tekin hjá embætti forseta Íslands. „Það gilda ákveðin lög um upp- reist æru, almenn hegningarlög og þeir sem sækja um uppreist æru gera það hjá innanríkisráðuneytinu, dómsmálaráðuneytinu eins og það heitir núna. Þar er ákvörðunin tekin, stjórnarathöfnin tekin. Þar vinnur fólk með sérþekkingu á lögum og leiðir sig að niðurstöðu út frá því.“ Forsetinn segir málið ömurlegt. „Samúð mín er auðvitað öll hjá þeim sem þessi brotamaður braut á. Að þurfa að þola þessa upp- rifjun núna. Ég er bara eins og aðrir Íslendingar, held ég, að þegar kyn- ferðisafbrot eru annars vegar þá vill maður helst að brotamaðurinn sé læstur inni og lyklinum hent. En við búum líka í réttarríki og leyfðu mér að ítreka þetta – ákvörðunin er ekki tekin hérna.“ Vilji fólk fá rökstuðning fyrir þess- ari ákvörðun þá verði það að beina þeirri beiðni til ráðuneytis. – ngy Forseti kveðst miður sín Guðni th. Jóhannesson, forseti Íslands, í viðtali á Stöð 2 í gær. mynd/Stöð 2 Samúð mín er auðvitað öll hjá þeim sem þessi brotamaður braut á. Að þurfa að þola þessa upprifjun núna. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands 1 7 . j ú n í 2 0 1 7 L A u g A r D A g u r6 f r é t t i r ∙ f r é t t A B L A ð i ð 1 7 -0 6 -2 0 1 7 0 4 :2 3 F B 0 9 6 s _ P 0 9 1 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 8 6 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 1 D -7 4 8 8 1 D 1 D -7 3 4 C 1 D 1 D -7 2 1 0 1 D 1 D -7 0 D 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 9 6 s _ 1 6 _ 6 _ 2 0 1 7 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.