Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.06.2017, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 17.06.2017, Qupperneq 18
1 7 . j ú n í 2 0 1 7 L A U G A R D A G U R18 S p o R t ∙ F R É t t A B L A ð i ð sport Glæsimark Fanndísar réð úrslitum í grannaslagnum Gerði gæfumuninn fyrir græna Blikinn Fanndís Friðriksdóttir fagnar sigurmarki sínu gegn Stjörnukonum í stórleik gærkvöldsins í Pepsi-deild kvenna. Markið var í glæsilegri kantinum en Fanndís þrumaði boltanum upp í markhornið. Þetta var fimmta mark Fanndísar í Pepsi-deildinni í sumar. Þrátt fyrir sigurinn er Breiðablik sex stigum á eftir toppliði Þórs/KA sem hefur unnið alla átta leiki sína í sumar. Fréttablaðið/anton brink HAnDBoLti Þrátt fyrir slæmt tap fyrir Tékkum á miðvikudaginn er staða Íslendinga í undankeppni EM 2018 ekki verri en svo að sigur á Úkraínumönnum í Laugardalshöll- inni annað kvöld fleytir liðinu inn í lokakeppnina í Króatíu. Ísland hefur tekið þátt í öllum Evrópumótum frá því í Króatíu árið 2000 og strákarnir okkar hafa væntanlega engan áhuga á að breyta út af þeim vana. „Uppleggið er alltaf það sama, þetta gengur út á að vinna. Það er mikilvægt að við komum tilbúnir til leiks. Við erum að spila á heima- velli og þurfum að nýta okkur það og vonandi fáum við fulla höll og góða stemningu. Við gefum allt í verkefnið,“ sagði landsliðsþjálfarinn Geir Sveinsson í samtali við Frétta- blaðið í gær. Enn möguleiki á 2. sætinu Vinni Ísland leikinn á morgun fer það áfram sem það lið sem er með bestan árangur í 3. sæti riðlanna sjö í undankeppninni. Möguleikinn á að ná 2. sætinu í riðlinum er líka enn til staðar. Til að það gangi eftir þarf Ísland að sjálfsögðu að vinna og treysta á að Tékkland vinni Make- dóníu í Skopje á sama tíma. Lík- urnar eru íslenska liðinu þó ekki í hag því Makedóníumenn eru afar erfiðir heim að sækja og þá hefur ekki enn unnist útisigur í riðlinum. Ísland tapaði fyrri leiknum gegn Úkraínu ytra, 27-25. Þótt úkraínska liðið sé ekki beint stjörnum prýtt er það sýnd veiði en ekki gefin. „Úrslitin í riðlinum tala sínu máli. Fyrirfram voru þeir taldir veikasta liðið í riðlinum en eins og komið hefur í ljós er það langt því frá,“ sagði Geir um Úkraínumenn sem spila frekar gamaldags handbolta. „Sumir myndu segja að þeir spili ekki nútíma handbolta en hver getur leyft sér að segja hvað það er ef það virkar. Þetta er gamli rússneski skólinn og hann var heldur betur góður hérna áður fyrr og margt sem virkar enn í dag. Þeir eru með öfl- ugan markvörð og þeir eru stórir og þungir og þetta er mjög líkamlega krefjandi verkefni.“ Eftir að hafa spilað góðan sóknar- leik í sigrinum á Makedóníu, 30-29, á heimavelli í byrjun maí var íslenska sóknin í tómu tjóni lengst af gegn Tékklandi. Íslendingar voru reyndar ekki með marga tapaða bolta en flæðið í leik liðsins var lítið framan af og þá fór það illa með dauðafærin. Þurfa að fjölda sendingunum „Við þurfum að fjölga sendingum,“ sagði Geir um hvað þyrfti að bæta í sóknarleik Íslands. „Við tókum of mörg 50-50 tæki- færi. Við vorum að skoða leikinn áðan og í hvert skipti sem við fjölg- uðum sendingum endaði það yfir- leitt með góðu færi eða marki. Svo þurfum við smá hraðabreytingu þegar við setjum okkar aðgerðir í gang.“ Gengið vel að vinna með 5-1 Varnarleikur íslenska liðsins hefur að mestu verið góður í undan- keppninni. Í síðustu tveimur leikj- um, gegn Makedóníu og Tékklandi, hefur Geir skipt yfir í 5-1 vörn sem hefur gefið góða raun. En kemur til greina að byrja leikinn á morgun með þá vörn? „Það gæti alveg verið pæling. Við getum allavega verið fljótir að breyta yfir í hana. Það hefur gengið vel að vinna með hana. Við erum með þrista, Bjarki [Má Gunnarsson] og Ólaf [Guðmundsson], sem ná vel saman og bakverðirnir hafa komið vel inn í þetta,“ sagði Geir. Þjálfarinn kallaði línumanninn Atla Ævar Ingólfsson og mark- vörðinn Ágúst Elí Björgvinsson inn í æfingahópinn fyrir leikinn á morgun. Alls tóku 19 leikmenn þátt á æfingunni í gær. Geir segist ekki vera búinn að ákveða hvaða 16 leik- menn verði á skýrslu annað kvöld. „Ég get ekki svarað því á þessari stundu. Við tókum Atla inn vegna meiðslanna sem Arnar Freyr [Arn- arsson] lenti í. Við tókum Ágúst inn á æfingar og vorum pínulítið að verðlauna hann fyrir góða frammi- stöðu á Noregsmótinu. Við verðum bara að sjá til,“ sagði Geir að lokum. ingvithor@365.is Þurfum að nýta heimavöllinn Íslenska karlalandsliðið í handbolta er einum sigri frá því að tryggja sér sæti á tíunda Evrópumótinu í röð. Annað kvöld mæta íslensku strákarnir ólseigum Úkraínumönnum sem unnu fyrri leik liðanna ytra. kári kristján kristjánsson og aron Pálmarsson liðka sig á æfingunni í laugar- dalshöllinni í gær. Fréttablaðið/anton brink Í dag Sportrásirnar 17.00 US open Golfstöðin 18.55 Getafe - Huesca Sport 19.00 Meijer lPGa Classic Sport 4 01.00 box: Ward vs kovalev Sport 15.15 Meijer lPGa Classic Sport 4 16.45 Valur - ka Sport 17.00 US open 2017 Golfstöðin 18.55 tenerife - Cadiz Sport Pepsi-deild karla 17.00 Valur - ka 17.00 Grindavík - ÍbV inkasso-deildin 15.00 Selfoss - leiknir F. Þór/ka - Grindavík 5-0 1-0 Sandra Stephany Mayor Gutierrez (11.), 2-0 Sandra María Jessen (15.), 3-0 Sandra María (43.), 4-0 Sandra María (84.), 5-0 Sjálfsmark (89.) Fylkir - ÍbV 0-5 0-1 Cloé Lacasse (23.), 0-2 Kristín Erna Sigur- lásdóttir (37.), 0-3 Lacasse (56.), 0-4 Lacasse (71.), 0-5 Lacasse (86.). Haukar - kr 0-2 0-1 Hólmfríður Magnúsdóttir (68.), 0-2 Ásdís Karen Halldórsdóttir (84.). breiðablik - Stjarnan 1-0 1-0 Fanndís Friðriksdóttir (35.). Valur - FH 4-0 1-0 Anisa Raquel Guajardo (3.), 2-0 Elín Metta Jensen (29.), 3-0 Ariana Calderon (57.), 4-0 Elín Metta (89.). Pepsi-deild kvenna Nýjast staðan FélaG l U J t MÖrk S Þór/ka 8 8 0 0 21-3 24 breiðablik 8 6 0 2 16-4 18 Stjarnan 8 5 1 2 19-9 16 ÍbV 8 5 1 2 15-8 16 Valur 8 5 0 3 20-9 15 FH 8 4 0 4 11-11 12 kr 8 2 0 6 6-15 6 Grindavík 8 2 0 6 6-23 6 Fylkir 8 1 1 6 4-19 4 Haukar 8 0 1 7 5-22 1 Ír - keflavík 1-3 0-1 Hólmar Örn Rúnarsson (25.), 1-1 Andri Jónasson (41.), 1-2 Frans Elvarsson (67.), 1-3 Jeppe Hansen (80.). inkasso-deildin staðan FélaG l U J t MÖrk S Fylkir 7 5 1 1 14-6 16 Þróttur r. 7 5 1 1 14-7 16 keflavík 7 3 3 1 13-7 12 Fram 7 3 2 2 11-12 11 Selfoss 6 3 1 2 8-6 10 leiknir r. 7 2 3 2 12-11 9 Þór 7 3 0 4 11-13 9 Haukar 7 2 3 2 9-11 9 Ír 6 2 1 4 8-11 7 Hk 7 2 0 5 8-12 6 Grótta 7 1 2 4 6-12 5 ANNAð dEMANTAMÓT ANÍTU Aníta Hinriksdóttir tekur þátt á öðru demantamóti í Stokkhólmi á morgun þar sem hún keppir í 800 metra hlaupi. Aníta keppti á demantamóti á Osló á fimmtudag- inn bætti þar tæplega árs gamalt Íslandsmet sitt um níu hundraðs- hluta úr sekúndu. Aníta virðist vera í góðu formi þessa dagana og það er mikilvægt fyrir hennar þróun sem hlaupara í fremstu í röð að komast inn á jafn sterk mót og demantamótin eru. Hlaup Anítu hefst síðdegis á morgun. leiknir F. 6 1 1 4 7-13 4 1 7 -0 6 -2 0 1 7 0 4 :2 2 F B 0 9 6 s _ P 0 7 9 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 6 6 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 1 D -5 6 E 8 1 D 1 D -5 5 A C 1 D 1 D -5 4 7 0 1 D 1 D -5 3 3 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 9 6 s _ 1 6 _ 6 _ 2 0 1 7 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.