Fréttablaðið - 17.06.2017, Side 22
Athafnakonan Ásdís Rán hefur alla tíð haft nóg fyrir stafni. Nú þarf hún hins vegar að taka öllu með ró og einbeita
sér að einföldum markmiðum. Hún
er bundin við hjólastól eftir alvar-
legt slys, er rétt svo farin að styðja
sig við hækjur í styttri tíma. Fram
undan er viðamikil endurhæfing
sem tekur allan hennar tíma. Hvers-
dagurinn er krefjandi verkefni.
Meðvitundarlaus eftir fallið
„Dagurinn byrjaði á því að reyna
að komast fram úr, það er töluvert
flóknara núna og tekur allt miklu
lengri tíma en áður. Þetta einfalda
verkefni að komast fram úr rúminu
og taka sig til fyrir daginn er nú
heilmikið verkefni sem getur tekur
á þolinmæðina, þetta er versti tími
dagsins,“ segir Ásdís Rán. Mjaðma-
grindin er tvíbrotin, að framan og
aftan, rifbein eru brotin og vinstri
hendi. Þá er hún einnig illa tognuð
á öxl og hálsi. Ásdís Rán lá á spítala
í tvær vikur.
„Ólukkan elti mig heldur betur
eitt kvöldið og ég rann til og féll
töluvert langt aftur á bak niður
steinstiga. Ég man ekkert eftir þessu,
hvorki fallinu né því sem gerist eftir
það nema þá í nokkrum óljósum
brotum. Ég veit að þetta gerðist rétt
um tíu um kvöld. Ég var meðvitund-
arlaus í einhvern tíma en ég man ég
rankaði óljóst við mér og ældi. Ég
fann að ég gat ekki hreyft mig og
reyndi eitthvað að skríða áfram en
það gekk illa og ég lá þarna í ein-
hvern tíma með hálfri meðvitund.“
Skreið brotin upp stigann
Ásdísi tókst með ótrúlegum hætti að
komast aftur upp stigann og leggjast
upp í rúm. „Ég hugsaði, vertu nú
ákveðin Ásdís því nú er að duga
eða drepast. Þú verður að standa
upp og reyna að bjarga þér. Ein-
hvern veginn náði ég að koma mér
upp stigann og upp í rúm en ég man
ekki eftir því. Ég skil það ekki enn
þann dag í dag því ég gat ekki staðið
í fæturna. Læknirinn sagði mér að
oft fengi fólk innspýtingu adrena-
líns í svona aðstæðum og næði að
bjarga sér á ótrúlegan hátt.“
Hún hringdi ekki á sjúkrabíl.
Heldur lagðist fyrir. „Ég veit ekki út
af hverju ég hringdi ekki á sjúkrabíl.
Ég er samt vön að hrista af mér sárs-
auka og fer nú yfirleitt ekki til lækn-
is þó ég sé nálægt því að drepast eins
og þessa nótt. Ég gleymi því ekki
hvað mér leið vel í rúminu, það var
allur sársauki tekinn frá mér og mér
hefur aldrei liðið eins vel. Það var
eins og ég væri vafin í silki, ég var á
einhverjum yndislegum stað og ég
vildi ekki vakna. Nokkrum sinnum
datt ég inn í raunveruleikann en
datt út fljótt aftur,“ segir Ásdís sem
rankaði ekki almennilega við sér
fyrr en snemma um morguninn.
Slæmar fréttir
„Þá helltist allt yfir mig, ég fann ég
gat ekki hreyft mig og gerði mér
grein fyrir því að eitthvað hræði-
legt hefði gerst, ég náði að hringja
í mömmu og hún kom til mín strax
og hringdi strax á sjúkrabíl.
Það gekk erfiðlega að koma mér
í bílinn því það mátti ekkert hreyfa
mig. Sársaukinn var ólýsanlegur en
ég var samt alveg hress og ruglaði
vel í þeim sem urðu á leið minni.
Læknirinn sagði mér að fólk lag-
aðist oft ótrúlega fljótt eftir að það
hefði farið í röntgenmyndatöku og
komist að því að ekkert væri brotið
og ég trúði því þá enn að það væri
nú ekkert mjög hræðilegt sem
hefði komið fyrir. Ég hefði kannski
marist illa. En þegar röntgenmynda-
tökunni er lokið og mér rúllað út á
sjúkrarúminu þá sé ég á svip systur
minnar að það var ekki svo. Hún
var með tárin í augunum. Ég hugs-
aði með mér, hvað í andskotanum
væri að henni en þá kom mamma
og tilkynnti mér það að ég væri fjór-
brotin jafnvel meir og það kom í ljós
að mjaðmagrindin var tvíbrotin,
að framan og aftan, rifbein brotin
og höndin og ásamt því var ég illa
tognuð á öxlinni og hálsi.“
Lúxus á Landspítala
Ásdís Rán segir fyrstu vikuna á
spítalanum í móðu, önnur vikan
var virkilega erfið.
Ég var flutt á milli deilda í nokkra
daga áður en ég fékk loks pláss á
bæklunarskurðdeildinni, fyrsta
vikan er mest í móðu ég var á
sterkum verkjalyfjum dag og nótt,
var með þvaglegg , hreyfði mig lítið
sem ekkert og svaf bara. Vika tvö
var hræðileg þá þurfti ég að byrja
að hreyfa mig aðeins, standa upp
og reyna að bæta mig daglega í
hreyfigetu,“ segir Ásdís Rán og segir
vikuna hafa reynt á sig. Þó hafi
hennar beðið erfiðara verkefni því
að þessum tveimur vikum loknum
var hún send heim.
„Ég var svo send heim í óvissuna
og átti að byrja að reyna að bjarga
mér sjálf án aðstoðar og sjúkrahús-
búnaðarins sem ég hafði notast við
alla daga. Fyrstu dagarnir heima
voru hræðilegir en nú er ég orðin
vön aðstæðum og verð betri með
hverjum deginum, mamma er búin
að vera svakalega dugleg að hjálpa
mér og sjá til þess að ég fái smá súr-
efni og sól daglega, hún dröslar mér
um í hjólastólnum og dregur mig
út úr húsi. Einnig hafa vinkonur
mínar verið duglegar að kíkja til
mín, hjálpa mér heima og gera
mér glaðan dag, þannig ég er alveg
þokkalega heppin slösuð kona þó ég
sé ein í þessu stóra verkefni.“
Ásdís Rán lofar þá aðhlynningu
sem hún fékk á spítalanum. „Það
var mjög fínt á spítalanum og alveg
yndislegt starfsfólk og frábær þjón-
usta sem ég fékk að njóta á þessum
hræðilega erfiðu tveimur vikum! Ég
var líka rosalega hrifin af matnum
á Landspítalanum í Fossvogi,“ segir
hún og tekur glettilega fram að það
eigi alls ekki við um matinn á Land-
spítalanum við Hringbraut þar
sem hún dvaldi fyrstu dagana. „En
þetta var allt saman bara lúxus, og
ég hef samanburðinn. Ég hef dvalið
á sjúkrahúsum í mörgum af þeim
löndum sem ég hef búið í síðustu
fimmtán ár víðsvegar um Evrópu.
Ég tók reyndar eftir mikilli mann-
eklu á bæklunarskurðdeild,“ segir
Ásdís Rán frá.
Langt ferli fram undan
Hún segist bíta á jaxlinn. „Fyrstu
vikurnar voru svakalega erfiðar, ég
var á mjög sterkum verkjalyfjum
allan sólarhringinn. Þetta var bara
tími sem ég þurfti að reyna að lifa
af og komast yfir. Ég varð bara að
bíta á jaxlinn, reyna að höndla
sársaukann og staðreyndina að ég
væri ósjálfbjarga í öllum þessum
einföldu hversdagslegu hlutum.
Fæturnir farnir og aðeins hálfur efri
hluti líkamans í virkni. Öll vinstri
hliðin hálf lömuð því brotin eru
helst vinstra megin á hendi, rif-
beinum og mjöðm. Það er ósjálfrátt
sem maður reynir að hrista af sér,
brosa í gegnum tárin og reyna að
líta út fyrir að vera hress og í lagi til
að valda ekki of miklum áhyggjum
hjá fjölskyldu og vinum sem líta við
í heimsókn. Það var mjög fínt þegar
verkjalyfin voru í hámarki, þá lang-
aði mig stundum að stökkva upp úr
rúminu og hlaupa af stað en í stað-
inn dröslaðist ég um eins og skjald-
baka í hjólastólnum eða göngu-
grindinni og reyndi að æfa mig.“
Endurhæfing er fram undan en
getur ekki hafist strax vegna þess
að brotin eru á erfiðum stöðum
líkamans. „Ég má ekki byrja í neinu
næstu vikur því miður, beinin sem
brotnuðu eru svo lengi að byrja að
gróa, þau byrja ekki að festa sig fyrr
en eftir þrjár til fjórar vikur. Svo
tekur það margar vikur í viðbót til
að gróa alveg. Þá má ég fyrst byrja
í sjúkraþjálfun og einhverju pró-
grammi,“ segir Ásdís Rán til marks
um það hvað ferlið getur verið langt.
Læknarnir segja Ásdísi að endur-
hæfingarferlið sé persónubundið.
Það geti tekið mánuði, eða ár. „Ég
var víst heppin að brotin mín féllu
Engar
hindranir
Ásdís Rán Gunnarsdóttir er margbrotin eftir
fall niður steinstiga. Hún segir frá slysinu og
krefjandi endurhæfingu fram undan. „Ég hef
ekki hugmynd um hvernig þetta verður eða
hvort ég nái mér að fullu,“ segir hún og trúir
því að hindranir séu til að komast yfir þær.
↣
„Sársaukinn var ólýsanlegur,“ segir Ásdís Rán sem er margbrotin eftir slysið. FRéttabLaðið/SteFÁn KaRLSSon
Kristjana Björg
Guðbrandsdóttir
kristjana@frettabladid.is
1 7 . j ú n í 2 0 1 7 L A U G A R D A G U R22 H e L G i n ∙ F R É T T A B L A ð i ð
1
7
-0
6
-2
0
1
7
0
4
:2
3
F
B
0
9
6
s
_
P
0
7
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
7
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
D
1
D
-7
E
6
8
1
D
1
D
-7
D
2
C
1
D
1
D
-7
B
F
0
1
D
1
D
-7
A
B
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
B
F
B
0
9
6
s
_
1
6
_
6
_
2
0
1
7
C
M
Y
K