Fréttablaðið - 17.06.2017, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 17.06.2017, Blaðsíða 26
Yst á bryggjusporð-inum á Tjuvholmen í Ósló stendur Astrup Fearnley samtíma-listasafnið í fádæma fallegum byggingum sem mynda eins og glugga út í hinn stóra heim. Gunnar B. Kvaran listfræðingur, sem hefur stýrt safninu allt frá 2001, segir að það sé líka viðeigandi þar sem safn- ið hafi lengi haft það markmið að veita gestum sínum sýn inn í veröld alþjóðlegrar samtímalistar enda er safneignin einstök á meðal einka- safna á Norðurlöndum. Nýverið var opnuð til að mynda í safninu mögnuð yfirlitssýning á kínverskri samtímalist sem vert er að hvetja fólk til þess að kynna sér nánar. Gunnar hefur búið og starfað í Noregi í tuttugu ár. Hann er kvikur, líflegur og léttur á fæti og það leynir sér ekki að listin er ástríða. Ævistarfið og áhugamálið eru eitt og hið sama. Ásmundur og Barthes „Faðir minn er Karl Kvaran, mynd- listarmaður og abstraktmálari, og ég er alinn upp á vinnustofunni hjá honum. Þegar ég fer í gegnum menntaskóla þá hef ég áhuga á myndlist, bókmenntum og heim- speki og velti fyrir mér hvað ég ætti að gera með þennan áhuga,“ segir Gunnar og rifjar upp æskuárin. „Ég valdi að fara til Frakklands vegna þess að þar áttu sér stað miklar hræringar í bókmenntaheiminum þar sem póst-strúktúralistarnir voru að koma fram á sviðið. Fræði- menn á borð við Roland Barthes og þessir menn sem komu fram á sjötta og sjöunda áratugnum, en þegar ég er þarna á áttunda áratugnum eru þeir orðnir stóra viðmiðið í þessum alþjóðlega heimi. Farnir að hafa áhrif á listasöguna og hvernig list- fræðingar og listheimspekingar hugsa. Þessir menn lausrifu listasög- una út úr þessum hefðbundna sögu- lega, formalíska lestri og inn kemur allur þessi lestur sem hefur að gera með merkingarfræðina og heim- spekina og allar hugmyndirnar sem við fengum frá bókmenntunum.“ Þessi þróun heillaði mig og því fór ég til Aix en Provance og skrifaði mína doktorsritgerð, sem fjallaði um Ásmund Sveinsson og stílhugtakið í myndlist, þar og það var mjög góður tími. Þegar ég var að skrifa mína rit- gerð fékk ég starf við Ásmundarsafn, en Ásmundur var þá orðinn mjög fullorðinn, við að skrásetja safnið sem átti svo að renna til borgarinnar eftir hans dag. Þetta svona markaði upphafið að mínum ferli heima.“ Dyravörður á Kjarvalsstöðum Í framhaldi af starfinu við Ásmund- arsafn var Gunnari boðið að vera listráðunautur á Kjarvalsstöðum en að tveimur árum liðnum tók hann svo við starfi forstöðumanns. „Þetta var skemmtilegur tími því það var mjög gott fólk í menningarmála- nefndinni og metnaðarfullt fyrir hönd listarinnar. Ég lagði því til að við myndum hætta að leigja út Kjar- valsstaði fyrir sýningar og breyta þeim og Ásmundarsafni í Listasafn Reykjavíkur. Þetta samþykkti menn- ingarmálanefndin sem fól í sér mikla framför því þetta kostaði mikla pen- inga. Það þurfti að auka fjárveitingar til safnsins því með breytingunni byrjuðum við að kúratera sýningar við söfnin. Fyrir þann tíma hafði list- ráðunautur aðeins það hlutverk að segja: Já, þetta er listamaður sem við getum leigt sal, en ekki þessum. Þessi er listamaður en ekki þessi. – Þetta var svona dyravarðarhlutverk,“ segir Gunnar og hlær. „En þetta hafði mikið að segja fyrir íslenska listamenn því þetta gerði mikið fyrir þeirra sjálfsvirðingu. Allt í einu gátum við boðið t.d. Kristjáni Guðmundssyni, Helga Þorgils og Louisu Matthíasdóttur að sýna, þar sem við fjármögnuðum allt frá lánum á verkum að flutningi og sýningar- skrá. Auk þess fengum við tækifæri til að setja saman umfangsmiklar sýn- ingar á borð við Íslenska abstraktlist, Skúlptúr, skúlptúr, skúlptúr og fleiri yfirlitssýningar. Þetta gekk ljómandi vel enda var aðsóknin ótrúlega góð. En svo fáum við þessa miklu gjöf frá Erró sem var gríðarleg lyftistöng fyrir safnið og þar með vorum við tekin alvarlega sem safn. Við keyptum líka inn mikið af verkum íslenskra lista- manna á þessum tíma. En þar sem við höfðum ekki safnahús þá var það takmarkað sem fólk sá af þeirri starf- semi. Þá fór í gang Korpúlfsstaðaverk- efnið sem endaði með Hafnarhúsinu nokkrum árum seinna.“ Aðspurður segir Gunnar að þess- um breytingum hafi í raun ekki fylgt ýkja mikil átök. „Það var náttúrulega mikið skrifað í blöðin á þessum tíma og ég man að menn eins og Bragi Ásgeirsson voru fullir efasemda og skrifuðu krassandi greinar. Hann var svona einna ákafastur enda hræddur um að þarna væri verið að mismuna og fara inn í einhverja íslenska list- pólitík sem ég var alls ekki að gera. En svo var Sverrir Ólafsson líka atkvæðamikill og skrifaði mikið og eins listamenn eins og Hannes Lárusson sem taldi að þarna væri of mikið vald í höndum safnsins. Þetta voru þó tiltölulega fáar raddir því almennt var þetta hagkvæmt fyrir- komulag og síðan kom það í ljós að sýningarnar sem við framleiddum voru langt í frá einsleitar. Það voru margir ólíkir listamenn sýndir enda var annað ekki mögulegt því þessi stofnun varð mjög stór mjög hratt. Þannig að ef við ætluðum að fá inn samtal við almenning þá urðum við að spila breitt á sviðið. Að auki byrjuðum við að flytja inn sýningar og lögðum áherslu á hefðbundnari nálgun þar, náðum meðal annars til okkar stórri sýningu á vegum Rodin safnsins, Miro og marga fleiri snill- inga þar sem eitt leiddi af öðru og þá reyndist tengslanetið frá námsár- unum í Frakklandi óneitanlega ansi vel.“ Gluggi til Bandaríkjanna Gunnar rifjar upp að þegar verk- efnið með Hafnarhúsið hafi verið komið á fullt hafi honum verið boðið að taka við Listasafninu í Bergen sem hentaði vel þar sem seinna ráðningartímabilinu var að ljúka. „Á Íslandi voru ekki svo marg- ir möguleikar eða mörg söfn þannig að ég ákvað að slá til. Þetta var mikill lærdómur og ævintýri fyrir mig því safnið í Bergen á frábært alþjóð- legt safn verka og hefur á að skipa frábæru fagfólki. Það var mjög vel tekið á móti mér í Bergen en ég var enn í þessum byggingarmótus eftir Reykjavík, með hamarinn á lofti og adrenalínið í blóðinu og sá að safnið í Bergen var allt of lítið. Þannig að eins og heima í Reykjavík fór ég í að fá safnið stækkað og nú með því að safnið fékk að yfirtaka gamla raf- veituhúsið í Bergen sem er ótrúlega flott bygging frá fjórða áratugnum og við hliðina á safninu,“ segir Gunnar og hlær að þessum rammíslenska framkvæmdaham sem hann hafi verið í á þessum árum. Gunnar var fjögur ár í Bergen þangað til hann tók við starfi for- stöðumanns Astrup Fearnley þar sem hans beið það spennandi verk- efni að einbeita sér að bandarískri samtímalist. „Á þessum tíma var stjórnarformaðurinn og safnarinn á bak við safnið, Hans Rasmus Ast- rup, byrjaður að skoða bandaríska samtímalistamenn á borð við Felix Gonzales-Torres, Robert Gober og Matthew Barney. Markmiðið var svo að byggja upp öflugt safn banda- rískra verkra frá áttunda áratugnum og fram til dagsins í dag. Finna lista- menn sem gætu styrkt þennan hluta safnsins, listamenn á borð við Cindy Sherman, Richard Prince, Jeff Kooons og fleiri. Listamenn sem þá voru ekk- ert svo dýrir í samanburði við verðið sem er á þeim í dag. En til þess að koma okkur lengra inn í samtíðina þá fór ég þá leið að taka nokkur ár í að rannsaka það sem er að gerast í Bandaríkjunum og fylgjast um leið vel með Kína en þar var að koma fram þriðja kynslóð listamanna sem hafa allt aðra stöðu en fyrsta kynslóð samtímalistar. Rannsóknin varð til þess að við Framtíðarsýn sem ber ávöxt Gunnar B. Kvaran listfræðingur hefur um árabil stýrt einu framsæknasta nútímalistasafni og stærsta einkasafni Norðurlanda. Hann segir að stórsókn Norðmanna í menningu og listum sé afsprengi framsýni og fjárfestinga. Gunnar B. Kvaran, stjórnandi Astrup Fearnley samtímalistasafnsins, stendur hér nánast inni í verki Damiens Hirt, Mother and Child Divided, 1993, sem er í eigu safnsins. MynD/MiCHAel AnGeles ↣ 1 7 . j ú n í 2 0 1 7 L A U G A R D A G U R26 H e L G i n ∙ F R É T T A B L A ð i ð 1 7 -0 6 -2 0 1 7 0 4 :2 3 F B 0 9 6 s _ P 0 7 4 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 7 1 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 1 D -8 D 3 8 1 D 1 D -8 B F C 1 D 1 D -8 A C 0 1 D 1 D -8 9 8 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 9 6 s _ 1 6 _ 6 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.