Fréttablaðið - 17.06.2017, Page 42

Fréttablaðið - 17.06.2017, Page 42
Félagsmálastjóri Laust er til umsóknar starf félagsmálastjóra Hvalfjarðarsveitar. Um er að ræða 50% starf innan stjórnsýslu sveitarfélagsins. Leitað er að metnaðarfullum aðila til að stýra fjölbreyttum verkefnum félagsþjónustu sveitarfélagsins. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf í ágústmánuði nk. Helstu verkefni og ábyrgðarsvið: • Barnavernd • Félagsleg heimaþjónusta • Félagsleg ráðgjöf • Fjárhagsaðstoð • Málefni aldraðra • Málefni fatlaðra • Önnur verkefni á málefnasviði fjölskyldunefndar og fræðslu- og skólanefndar. Félagsmálastjóri ber ábyrgð á meðferð og varðveislu gagna, úrvinnslu og upplýsingagjöf, stefnumótun, þróun verklags og þjónustugæða. Félagsmálastjóri sinnir teymisvinnu og starfar með mismunandi fagstéttum á þjónustusvæði sveitarfélagsins. Þá er félagsmálastjóri starfsmaður fjölskyldunefndar og fræðslu- og skólanefndar. Menntunar- og hæfniskröfur: • Háskólamenntun sem nýtist í starfi. • Reynsla og framhaldsmenntun í stjórnun er æskileg. • Reynsla af starfi við félagsþjónustu, málefni fatlaðra eða sambærileg störf er mikilvæg. • Reynsla af stjórnunarstörfum á vettvangi félagsþjónustu sveitarfélaga er æskileg. • Færni í mannlegum samskiptum auk forystu- og skipulags- hæfileika. • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum. • Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti. Kjör: Laun og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningum viðkomandi stéttarfélags og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Umsóknarfrestur um starf félagsmálastjóra Hvalfjarðarsveitar er til og með 30. júní nk. Umsóknum skal fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Umsókn skal senda á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar, Innrimel 3, 301 Akranes eða á netfangið hvalfjardarsveit@hvalfjardarsveit. is Öllum umsóknum verður svarað. Nánari upplýsingar um störfin veitir Skúli Þórðarson, sveitar- stjóri í síma 433-8500 og á netfanginu skuli@hvalfjardarsveit.is Ef þú ert með rétta starfið — erum við með réttu manneskjuna www.capacent.is Ráðgjafar okkar búa yfir víðtækri þekkingu á atvinnulífinu og veita trausta og persónu lega ráðgjöf. Fjársýslan er þjónustu- og þekkingarstofnun á sviði opinberra fjármála. Stofnunin veitir fjármálatengda þjónustu til ríkissjóðs og ríkisaðila og annast umsýslu fjármuna. Þá hefur hún yfirumsjón með bókhaldi og uppgjörum ríkissjóðs og tryggir tímanlegar og áreiðanlegar upplýsingar um fjármál ríkisins. Fjársýslan leggur áherslu á liðsheild, starfsánægju, gagnkvæma virðingu og gott starfsumhverfi með öflugum hópi starfsmanna. Góður starfsandi, fjölskylduvænt vinnuumhverfi og að starfsfólk hafi tækifæri til að þróast í starfi er í fyrirrúmi hjá Fjársýslunni. Nánari upplýsingar um stofnunina er að finna á www.fjs.is Fjársýsla ríkisins auglýsir tvær lausar stöður sérfræðinga á uppgjörssviði. Um framtíðarstarf er að ræða í fjölbreyttu og krefjandi umhverfi. Störfin fela í sér þátttöku í innleiðingu alþjóðlegra reikningsskilastaðla hjá ríkissjóði auk annarra verkefna sviðsins. Kjörið tækifæri fyrir einstaklinga sem vilja takast á við faglegar áskoranir og spennandi framtíðarstarf. Helstu verkefni og ábyrgð Þátttaka í innleiðingu alþjóðlegra reikningsskilastaðla (IPSAS) Aðstoð við ríkisaðila um bókhald, reikningsskil og afstemmingar Samræming reikningsskila og bókhalds ríkisaðila Mánaðar- og ársuppgjör ríkisaðila Vinna við gerð ríkisreiknings og önnur verkefni í samráði við forstöðumann Hæfnikröfur Viðskiptafræðimenntun Framhaldsmenntun í reikningsskilum er kostur Reynsla af uppgjörum og afstemmingum Góð þekking á Excel og upplýsingatækni Sjálfstæð og öguð vinnubrögð Góð kunnátta í íslensku og ensku Góð samskiptahæfni Frekari upplýsingar um starfið Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi, sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag háskólamenntaðra starfsmanna stjórnarráðsins (FHSS) hafa gert Umsóknarfrestur er til og með 03.07.2017 Sótt er um starfið rafrænt á www.starfatorg.is Viðkomandi þurfa að geta hafið störf sem fyrst. Starfshlutfall er 100% Nánari upplýsingar veita Þórir Hvanndal Ólafsson - thorir.olafsson@fjs.is - 545-7500 Pétur Ólafur Einarsson - petur.einarsson@fjs.is - 545-7500 Fjársýsla ríkisins óskar eftir sérfræðingum á uppgjörssvið Auglýsingastofa \ Guðrúnartúni 8 \ 105 Reykjavík \ pipar-tbwa.is \ 510 9000 Umsókn og fyrirspurnir skal senda á umsokn@pipar-tbwa.is fyrir 20. júní. \ PIPAR\TBWA er á höttunum eftir persónu sem hefur gaman af því að gefa fólki að borða. Starfið felst í undirbúningi máltíða og framreiðslu á mat fyrir starfsfólk í húsinu, léttri matargerð og auðvitað frágangi og tiltekt í eldhúsi. \ Maturinn kemur oftast fulleldaður að utan en stundum þarf að hita hann upp. \ Mikilvægt er að viðkomandi hafi reynslu af eldhússtörfum og geti hafið störf sem fyrst. \ Vinnutíminn er þriðjudaga til fimmtudaga kl. 10:30–14:00, þannig að ef þú ert fyrir langar helgar oft í mánuði þá er þetta starfið fyrir þig. VIÐ ERUM SVÖNG! 1 7 -0 6 -2 0 1 7 0 4 :2 3 F B 0 9 6 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 1 D -A 5 E 8 1 D 1 D -A 4 A C 1 D 1 D -A 3 7 0 1 D 1 D -A 2 3 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 9 6 s _ 1 6 _ 6 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.