Fréttablaðið - 17.06.2017, Síða 68

Fréttablaðið - 17.06.2017, Síða 68
Maður vill hugsa til þess að aukið frelsi sé að fær-ast yfir heiminn og þar með talið fjölmiðla, en í augnablikinu er þróunin ekki í réttu áttina. Það eru lönd þar sem fjölmiðlar voru frjálsir en eru það ekki lengur, til dæmis Tyrkland, og svo önnur lönd þar sem fjölmiðlar hafa einfaldlega aldrei verið frjálsir. Þörfin fyrir það sem við bjóðum eykst bara og hefur í sumum heims- hlutum aldrei verið meiri,“ þetta segir Mary Hockaday, ritstjóri efnis á ensku hjá BBC World Service. Hockaday er stödd hér á landi vegna þess að á fimmtudagskvöld var the Arts Hour on Tour, útvarps- þáttur um menningu, tekinn upp í Tjarnarbíói með íslenska menningu í forgrunni. Hockaday hefur sinnt núverandi starfi síðan árið 2014. Hún er mennt- uð í enskum bókmenntum frá Cam- bridge og var Fulbright-styrkþegi við New York háskóla þar sem hún nam blaðamennsku. Áður starfaði hún sem yfirmaður BBC Multimedia Newsroom, en hún hefur starfað hjá breska ríkisútvarpinu síðan árið 1986. Vikulega hlusta 75 milljónir manna út um allan heim á fréttir og útvarpsþætti BBC World Service (English) og 269 milljónir á fréttir World Service á 29 tungumálum. BBC World Service er orðið rótgró- ið vörumerki og hefur sent út síðan árið 1932, engu að síður þarf þjón- ustan að keppa við vaxandi fjölda fjölmiðla og starfa í umhverfi þar sem traust til fjölmiðla fer minnk- andi með falsfréttum. „Heimurinn er að verða háværari og það er orðið gríðarlegt framboð af fjölmiðlum. En við finnum fyrir því að í óreiðunni er enn þá meira verðmæti í því að vera traustur fjöl- miðill sem fólk kemur til fyrir réttar fréttir og innihaldsríkar umfjallanir. Fjölmiðill sem fólk treystir að verði með réttar staðreyndir, óhlutdrægni og aðstoði fólk við að tengjast hvert öðru og hefja samræður á alþjóða- vísu. Því að þrátt fyrir að það séu ógrynni af fjölmiðlum um allan heim eru ekki margar fréttastofur sem bjóða alþjóðlega sýn á fréttir og reyna að tengja fólk saman.“ Hockaday segir að BBC World Ser- vice haldi enn í sömu gildi og fyrir áttatíu árum. „En við stöðnum ekki og höfum gert mikið síðustu árin til að þróa og fríska upp á þættina okkar. Við meira að segja hljómum öðruvísi.“ Sem dæmi um nýbreytni hjá World Service er vaxandi flóra hlað- varpa. „Við höfum framleitt hlað- vörp í langan tíma en núna erum við að byrja að framleiða efni fyrst eða einungis fyrir hlaðvörp. Þetta er leið fyrir okkur til að segja sögur á nýjan hátt og þetta laðar að nýja áheyrendur. Fréttir eru í hjarta þess sem við gerum og okkar meginmarkmið er að bjóða nákvæman og óhlut- drægan fréttaflutning. Hins vegar hef ég verið að vinna í því að bæta við þætti í útvarpið hjá okkur um til dæmis vísindi og menningu. Það er meðal annars ástæða þess að ég er stödd á Íslandi núna. Arts Hour er vikulegur þáttur um menningu en mánaðarlega förum við til borga um allan heim og búum til þátt um menninguna þar,“ segir Hockaday. Hún bendir á að einnig sé World Ser- vice að bæta við stafrænu efni sem er aðgengilegt á heimasíðunni. „Það eru sífellt fleiri leiðir fyrir okkur til að bjóða upp á efnið okkar. Snjallsímar nýtast vel til að hlusta á, lesa og horfa á efni. Við höfum framleitt talsvert af stuttu stafrænu efni sem rímar vel við útvarpsþætti okkar.“ Nýjar leiðir til að bjóða upp á efni virðast hafa skilað árangri en síðustu árin hefur áheyrendahópur þjónustunnar stækkað. Hockaday telur að eitt erfiðasta verkefni sem fjölmiðlar standi frammi fyrir í dag sé að standa upp úr í fjöldanum. „Það er samt hægt með erfiðisvinnu og með því að skilja hvað áheyrendur þurfa. Annað vandamál sem fjölmiðlar standa frammi fyrir, þó mismikið milli landa, er fjármagnsskortur. Góð blaðamennska er ekki ódýr. Að mínu mati leggur ríkisstuðn- ingur við fjölmiðla grunn að því að í landi geti verið til gott, innihalds- ríkt og sterkt fjölmiðlaumhverfi sem blómstrar. Þriðja sem ég nefni er hraði tækni- breytinga. Við erum öll alltaf að reyna að vinna með nýjustu tæknina og reyna að skilja hvaða leiðir sé öfl- ugast að nýta til að ná til áheyrenda. Á sama tíma eru ný tæknifyrirtæki að verða þátttakendur á fjölmiðla- markaði, til dæmis Amazon, Google og Facebook. Það skapar áskoranir fyrir hefðbundna fjölmiðla.“ Falsfréttir óheppilegt orðalag Falsfréttir hafa verið mikið í deigl- unni undanfarið, meðal annars í kringum forsetaframboð Donalds Trump, núverandi Bandaríkjafor- seta. „Mér líkar ekki við orðið fals- fréttir, mér finnst það afar óheppi- legt að það sé komið í umræðuna. Fréttir eru fréttir, það er ekki hægt að skálda þær þó að fólk geri það auðvitað. Ég held að fólk noti þetta orðalag á mismunandi hátt. Sumir eru sannarlega að búa til fréttir og nýta þær fyrir eigin hagnað eða klikk á síður sínar. Aðrir eru hins vegar að nýta þær í pólitískum til- gangi. Þá er ekki hægt að kalla þetta falsfréttir heldur er þetta einfaldlega áróður,“ segir Hockaday. „Þetta er í rauninni ekki nýtt fyrir okkur. Við höfum alltaf unnið í umhverfi þar sem fólk er að reyna að dreifa áróðri og hluti af okkar starfi er að vekja athygli á því og koma með óhlutdræga og rétta umfjöllun á móti.“ Hún segir að BBC sé undir miklu eftirliti hjá áheyrandahópi sínum, stofnunin hafi alltaf verið það, en hún telur það ekki endilega slæmt. „Í heimi þar sem fólk veit af fals- fréttum og veit að það getur ekki treyst öllum fjölmiðlum getur það snúið sér að mjög þekktum, traust- um, gagnsæjum og sjálfstæðum vörumerkjum á borð við BBC og BBC World Service. Ég held að þessi vitundarvakning hafi hjálpað okkur að stækka áheyrendahóp okkar. Ég hef ekkert á móti því að okkur sé veitt aðhald, ef einhver segir að það sé eitthvað rangt í fréttaflutningi okkar skoðum við það og leiðréttum ef eitthvað er rangt.“ Meðal þess sem BBC gerir til að reyna að ganga úr skugga um að fréttir séu réttar er að taka það fram ef allar staðreyndir eru ekki komnar á hreint. „Þegar við vinnum með öðrum fréttastofum tökum við líka skýrt fram ef við höfum ekki unnið fréttirnar sjálf og við reynum að athuga að allt í fréttinni sé rétt. Eitt sem við erum að gera núna er að útskýra fyrir áheyrendum hvernig við vinnum fréttina og benda sér- staklega á hluta af umfjöllun sem hefur verið unnin mjög vel til að tryggja að allt sé rétt. Fyrir nokkrum árum fórum við að bjóða efni undir yfirskriftinni Reality Check. Þá tókum við eitthvað sem stjórnmála- menn sögðu eða innihald skýrslna og krufðum það alveg til að sýna áheyrendum virkilega hvað væri rétt og rangt í fullyrðingum. Við höfum til dæmis gert þetta fyrir kosningar.“ Litið til framtíðar telur Hockaday að áfram verði mikil eftirspurn eftir djúpstæðu efni. „Fyrir nokkrum árum vorum við öll áhyggjufull yfir athyglisbresti og töldum að við þyrftum að gera styttra og styttra efni því stuttu efni var að ganga vel. En svo höfum við fundið fyrir mikilli eftirspurn áheyrenda eftir að skilja efni vel. Hlaðvörp hafa til dæmis verið frábær vettvangur fyrir fólk til að neyta lengra efnis sem getur verið mjög grípandi og með dýpt. Við sjáum líka á netinu að lengri umfjallanir, og umfjallanir sem tvinna saman mismunandi form fjölmiðla, ganga oft ofboðslega vel og margir deila þeim. Það eru góðir möguleikar fyrir stutt efni en lengra efni mun svo sannarlega halda lífi.“ Hockaday telur ekki að miklar breytingar séu endilega í vændum í fréttaflutningi. „Við reynum að halda í við tæknibreytingar og lögum okkur að breyttum tímum en ég trúi á hinn eilífa sannleika. Menn eru forvitnar verur og við viljum vita hvað er að gerast, tala saman, ræða hugmyndir og heyra sögur. Þannig hefur það verið allt frá því að Íslend- ingasögurnar voru skrifaðar og mun líklega ekki koma til með að breyt- ast,“ segir hún og hlær. Hockaday telur að hvorki Brexit né nýliðnar þingkosningar muni koma til með að breyta fjölmiðla- landslaginu í Bretlandi mikið. „Á heildina litið er fjölmiðlaumhverfið mjög heilbrigt í Bretlandi, við erum mjög heppin að vera með fjölbreytta flóru.“ Áhugi á efni um Ísland Hockaday vekur athygli á því að BBC World Service hefur framleitt tölu- vert af efni á Íslandi undanfarin ár. „Áður en ég kom hingað fór ég að rifja það upp. Nýlega gerðum við þáttinn In the Studio með Sjón sem gest. Þá eyðum við tíma með listamönnum sem fara yfir vinnu- ferli sitt með okkur. Í fyrra gerðum við líka heimildarmynd um björg- unarsveitina og fórum með þeim í björgunaraðgerðir, það var virkilega áhrifamikið og öflugt. Svo höfum við auðvitað gert þætti um íslensku bankana.“ Að sögn Hockaday eru áheyr- endur áhugasamir um þætti um Ísland. Hún telur þetta lið í því að áheyrendur eru að verða alþjóða- væddari. „Ef sagan er áhugaverð, og í flestum tilfellum eru sögur af fólki og lífi þeirra það, sama hvar það býr og hvað það gerir, hefur fólk áhuga.“ The Arts Hour on Tour: Reykjavik verður sent út á BBC World Service þann 25. júní klukkan 13 að íslensk- um tíma. saeunn@frettabladid.is Góð blaðamennska er ekki ódýr Mary Hockaday er með mastersgráðu í blaðamennsku og hefur starfað hjá BBC síðan árið 1986. FréttaBlaðið/anton Ritstjóri enska hluta BBC World Service segir enn meiri þörf en áður fyrir trausta og innihaldsríka fréttaumfjöllun á tímum falsfrétta. Hlustendur eru 75 milljónir vikulega og fjölgar þeim enn. Sæunn Gísladóttir saeunn@frettabladid.is Mér líkar ekki við orðið falsfréttir, Mér finnst það afar óheppilegt að það sé koMið í uMræðuna. fréttir eru fréttir það er ekki hægt að skálda þær þó að fólk geri það auðvitað. 1 7 . j ú n í 2 0 1 7 L A U G A R D A G U R32 H e L G i n ∙ F R É T T A B L A ð i ð 1 7 -0 6 -2 0 1 7 0 4 :2 2 F B 0 9 6 s _ P 0 7 7 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 6 8 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D 1 D -6 A A 8 1 D 1 D -6 9 6 C 1 D 1 D -6 8 3 0 1 D 1 D -6 6 F 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 9 6 s _ 1 6 _ 6 _ 2 0 1 7 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.