Ægir

Volume

Ægir - 01.04.2016, Page 53

Ægir - 01.04.2016, Page 53
53 Tökur standa nú yfir á heimilda- mynd um íslensku vitana og er þetta í fyrsta sinn sem sögu þeirra er gerð skil í kvikmynd. Myndin kemur til með að verða sýnd á RÚV á næsta ári og líkur eru á að norrænar sjónvarps- stöðvar taki hana ennfremur til sýningar, auk þess sem áform- að er að hún verði gefin út á DVD disklingi. „Þessi mynd á að mínu mati að vera til í öllum skólum landsins og í raun á hverju heimili því vitarnir eru svo snar þáttur í sögu okkar. Til þeirra má rekja upphaf iðnbylt- ingarinnar hér á landi,“ segir Sigurbjörg Árnadóttir, formað- ur Íslenska vitafélagsins – félags um íslenska strandmenningu en hún kemur að gerð myndar- innar. Verkefnið nýtur meðal annars stuðnings Kvikmynda- sjóðs Íslands en enn vantar 5 milljónir króna til að ná endum saman í gerð myndarinnar og vonast Sigurbjörg til að aðilar í íslenskum sjávarútvegi sjái sér fært að styðja verkefnið, enda hafi vitarnir leikið mjög mikil- vægt hlutverk í útgerðarsögu landsmanna. Hér á landi eru 104 vitar og þótt þeim sé vitanlega ekki öll- um gerð skil í myndinni er fjallað um ýmsa áhugaverða þætti þessara bygginga. Það var árið 1878 sem fyrsti vitinn var reistur hér á landi en þá höfðu vitar logað á ströndum annarra Evrópulanda svo öld- um skipti. Íslenskir vitar hafa því sérstöðu í alþjóðlegu samhengi sökum þess hversu ungir þeir eru og bera því annað svipmót en margar slíkar byggingar í öðrum löndum. „Við fjöllum í myndinni um þennan unga aldur íslensku vit- anna í alþjóðlegum saman- burði en sér í lagi vörpum við ljósi á það hvað tilkoma vitanna þýddi fyrir þessa einangruðu þjóð úti í ballarhafi. Áður en vit- arnir komu hafði ekki verið siglt hingað að vetrarlagi og landið var einangrað svo mánuðum skipti hvert ár. Vitarnir eru merkur þáttur í framfara- og sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar, sögu hafnamála, útgerðar og fiskveiða og síðast en ekki síst höfðu þeir mikla þýðingu fyrir öryggismál sjómanna. Loks má nefna áhrif bygginga vitanna á tækniþróun í landinu, t.d. í málmsuðu og ýmsu öðru. Það fylgdi því ýmislegt með þegar vitavæðingin hófst og þeir eru því ekki bara áhrifavaldar hvað öryggismál og siglingar snertir,“ segir Sigurbjörg. Vitamynd sýnd á næsta ári Eldri vitinn á Garðskaga. F réttir

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.