Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.2016, Blaðsíða 53

Ægir - 01.04.2016, Blaðsíða 53
53 Tökur standa nú yfir á heimilda- mynd um íslensku vitana og er þetta í fyrsta sinn sem sögu þeirra er gerð skil í kvikmynd. Myndin kemur til með að verða sýnd á RÚV á næsta ári og líkur eru á að norrænar sjónvarps- stöðvar taki hana ennfremur til sýningar, auk þess sem áform- að er að hún verði gefin út á DVD disklingi. „Þessi mynd á að mínu mati að vera til í öllum skólum landsins og í raun á hverju heimili því vitarnir eru svo snar þáttur í sögu okkar. Til þeirra má rekja upphaf iðnbylt- ingarinnar hér á landi,“ segir Sigurbjörg Árnadóttir, formað- ur Íslenska vitafélagsins – félags um íslenska strandmenningu en hún kemur að gerð myndar- innar. Verkefnið nýtur meðal annars stuðnings Kvikmynda- sjóðs Íslands en enn vantar 5 milljónir króna til að ná endum saman í gerð myndarinnar og vonast Sigurbjörg til að aðilar í íslenskum sjávarútvegi sjái sér fært að styðja verkefnið, enda hafi vitarnir leikið mjög mikil- vægt hlutverk í útgerðarsögu landsmanna. Hér á landi eru 104 vitar og þótt þeim sé vitanlega ekki öll- um gerð skil í myndinni er fjallað um ýmsa áhugaverða þætti þessara bygginga. Það var árið 1878 sem fyrsti vitinn var reistur hér á landi en þá höfðu vitar logað á ströndum annarra Evrópulanda svo öld- um skipti. Íslenskir vitar hafa því sérstöðu í alþjóðlegu samhengi sökum þess hversu ungir þeir eru og bera því annað svipmót en margar slíkar byggingar í öðrum löndum. „Við fjöllum í myndinni um þennan unga aldur íslensku vit- anna í alþjóðlegum saman- burði en sér í lagi vörpum við ljósi á það hvað tilkoma vitanna þýddi fyrir þessa einangruðu þjóð úti í ballarhafi. Áður en vit- arnir komu hafði ekki verið siglt hingað að vetrarlagi og landið var einangrað svo mánuðum skipti hvert ár. Vitarnir eru merkur þáttur í framfara- og sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar, sögu hafnamála, útgerðar og fiskveiða og síðast en ekki síst höfðu þeir mikla þýðingu fyrir öryggismál sjómanna. Loks má nefna áhrif bygginga vitanna á tækniþróun í landinu, t.d. í málmsuðu og ýmsu öðru. Það fylgdi því ýmislegt með þegar vitavæðingin hófst og þeir eru því ekki bara áhrifavaldar hvað öryggismál og siglingar snertir,“ segir Sigurbjörg. Vitamynd sýnd á næsta ári Eldri vitinn á Garðskaga. F réttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.