Fréttablaðið - 13.07.2017, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 13.07.2017, Blaðsíða 2
Veður Hæg vestlæg eða breytileg átt og víða skúrir í dag, talsverðar skúra- dembur á Norðausturlandi síðdegis. Milt veður. sjá síðu 30 Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, hefur selt um 2.000 miða á hvern einasta leik Íslands í riðlakeppni EM kvenna sem hefst í næstu viku. Íslensku leikmennirnir voru í Laugardalnum í gær að hitta aðdáendur og gefa eiginhandaráritanir. Það féll í kramið hjá yngri kynslóðinni. Fréttablaðið/Vilhelm LögregLumáL  Það sem af er ári hafa átta innbrot verið framin í bústaði á Vesturlandi, samkvæmt upp- lýsingum frá Lögreglustjóranum á Vesturlandi. Um verulega fjölgun er að ræða milli ára en í fyrra var einungis framið eitt innbrot á svæðinu yfir allt árið. Árið 2015 voru innbrotin hins vegar 22. Á Vesturlandi eru vinsæl bústaða- hverfi, meðal annars í Skorradal og Munaðarnesi. Brotist hefur verið inn á nokkrum stöðum í Skorradal, Hval- firði og Munaðarnesi. Jón Sigurður Ólason, yfirlögreglu- þjónn hjá Lögreglunni á Vestur- landi, segist ekki leggja mat á hvort þetta sé mikið af innbrotum miðað við venjulega en þó að minnsta kosti meira en í fyrra. – sg Mikil fjölgun innbrota í sumarbústaði brotist hefur verið inn í bústaði í Skorradal, hvalfirði og munaðarnesi. Fréttablaðið/Pjetur íþróttir „Það er ekkert leyndarmál að miðasala fór hægt af stað,“ segir Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands, um hvernig gangi að selja miða á æfinga- leik Manchester City og West Ham 4. ágúst. Ensku úrvalsdeildarliðin munu mætast á Laugardalsvelli en þetta verður síðasti leikur beggja liða áður en deildin hefst í ágúst. Leikurinn var tilkynntur á stórum blaðamanna- fundi í höfuðstöðvum KSÍ í Laugar- dalnum. Um er að ræða leik sem kall- ast The Super Match en í sams konar leik mættust Man chester United og Galatasaray á síðasta ári í Noregi. Á fundinum var tilkynnt að stefnt væri að því að slá áhorfendametið á Laugardalsvelli. Miðamál og miðasala koma KSÍ ekkert við heldur fyrirtækinu Super Match en miðasala fer í gegnum miði.is. Þar eru einu teikningarnar sem til eru af Laugardalsvelli og sést vel að mörg sæti eru óseld. Miða- verð er frá 5.899 en dýrustu mið- arnir eru á 16.899 krónur. Flestir seldir miðar eru fyrir miðju á nýju stúkunni. Til að auka áhugann mun Super Match fara í heilmikla fjölmiðlaher- ferð og endurhugsa miðamálin og sem dæmi er nefnt að miðaeigendur munu fá að hitta leikmenn í svoköll- uðu „meet and greet“ og fá aðgang að æfingu eða jafnvel æfingum en margir af frægustu leik- mönnum heims spila með Manchester City og nægir að nefna Íslandsvininn Sergio Bregðast við dræmri miðasölu á ofurleikinn Viðureign ensku liðanna Manchester City og West Ham á föstudegi um verslun­ armannahelgi hefur ekki kveikt í áhugafólki um enska knattspyrnu. Brugðist verður við með fjölmiðlaherferð og að miðaeigendur fái að hitta leikmenn. Frá blaðamannafundinum þegar leikurinn var kynntur með pomp og prakt. laugardalsvöllurinn er minnsti völlurinn sem Super match hefur farið fram á en stefnan er enn að slá áhorfendametið sem nú er 20.200. Fréttablaðið/ernir Agüero, David Silva, Kevin De Bruyne og brasilíska undra- barnið Gabriel Jesus. West Ham á nokkuð traustan og góðan stuðningsmannahóp á Íslandi en liðið átti þrjá lykil- menn í enska landsliðinu sem hampaði heimsmeistaratitlin- um árið 1966, meðal annars fyrirliðann, Bobby Moore. Klara segir að hug- myndir Super Match séu áhugaverðar og hlakkar til ef þær verða að veruleika. „Kannski er eitthvað sem þeir gera sem KSÍ getur tileinkað sér í framtíðinni.“ benediktboas@365.is Pep Guardiola Kevin De bruyne Um 3.000 Íslendingar á hverjum leik BENIDORM 18. júlí í 7 nætur Bókaðu sól á Netverð á mann frá kr. 81.445 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í herb. Netverð á mann frá kr. 102.895 m.v. 2 fullorðna í herb. Hotel Deloix Bir t m eð fy rir va ra um pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé r r étt til le iðr étt ing a á sl íku . A th. að ve rð ge tur br ey st án fy rir va ra . Allt að 25.000 kr. afsl. á mann Frá kr. 102.895 m/morgunmat Frá kr. 81.445 m/morgunmat Viðskipti Verulegur viðsnúningur var í afkomu af vátryggingarekstri á öðrum ársfjórðungi 2017. Þetta kemur fram í afkomuviðvörun sem send var Kauphöllinni í gær. Þar  kemur fram að  fjórðungur- inn var óvenju tjónaléttur. Það eigi einnig við um ökutækjatrygg- ingar en afkoma af þeim hafi verið óviðunandi. Drög að árshlutareikningi fyrir fyrri helming ársins gera ráð fyrir að hagnaður samstæðu VÍS fyrir skatta á fyrri árshelmingi 2017 verði um 1,1 milljarður króna fyrir utan hlut- deild í afkomu hlutdeildarfélagsins Kviku banka. Afkoma Kviku banka getur haft endanleg áhrif á niður- stöðu tímabilsins. Í tilkynningunni segir að birting rekstrarniðurstöðu annars ársfjórð- ungs og fyrri árshelmings 2017 fari fram eftir lokun markaða fimmtu- daginn 24. ágúst. – jhh Viðsnúningur í rekstri VÍS DómsmáL Karlmaður á áttræðisaldri var í Héraðsdómi Norðurlands eystra í fyrradag dæmdur í fjögurra ára óskil- orðsbundið fangelsi fyrir kynferðis- brot gegn þremur barnabörnum sínum. Þá var honum gert að greiða tveimur brotaþolum alls 3,6 milljónir króna í miskabætur. Brot mannsins hófust árið 1997 og stóðu allt til ársins 2008. Þótti sannað að hann hefði fróað sér fyrir framan stúlkurnar en einnig fróað þeim. – jóe Sætir fangelsi til fjögurra ára 1 3 . j ú L í 2 0 1 7 F i m m t u D A g u r2 F r é t t i r ∙ F r é t t A B L A ð i ð 1 3 -0 7 -2 0 1 7 0 4 :1 9 F B 0 5 6 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 4 F -1 4 B 8 1 D 4 F -1 3 7 C 1 D 4 F -1 2 4 0 1 D 4 F -1 1 0 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 5 6 s _ 1 2 _ 7 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.