Fréttablaðið - 13.07.2017, Síða 42
TónlisT
söngtónleikar
HHHHH
Tónlist eftir Jórunni Viðar, Leonard
Bernstein, Claudio Monteverdi, Leo
Delibes og fleiri. Flytjendur: Guðrún
Jóhanna Ólafsdóttir, Dísella Lárus-
dóttir. Guja Sandholt, Francisco
Javier Jáuregui, Hrönn Þráinsdóttir
og börn undir stjórn Þórdísar H.
Kristjánsdóttur og Hildar G. Þór-
hallsdóttur.
Hafnarborg
Sunnudaginn 9. júlí
Ein fyndnasta aría óperubók
menntanna er Glitter and be Gay
eftir Leonard Bernstein. Þar er gert
grín að nokkrum þekktum aríum,
sérstaklega þeirri sem kennd er
við næturdrottninguna úr Töfra
flautunni eftir Mozart. Arían er
gríðarlega erfið og flokkast undir
svokallaðan koloratúr, sem ein
kennist af hröðum tónahlaupum,
trillum og stökkum upp eða niður
tónstigann. Á lokatónleikum Söng
hátíðar í Hafnarborg á sunnudaginn
söng Dísella Lárusdóttir m.a. þessa
aríu og gerði það prýðilega. Einn og
einn tónn hefði að vísu mátt vera
nákvæmari, en í heild var arían
kröftug og glæsileg, þétt og hnitmið
uð. Tónlistin krefst ýktra leikrænna
tilburða, og Dísella náði þeim með
afburðum vel, geiflaði sig og gretti,
sem skilaði sér í mikilli kátínu tón
leikagesta.
Önnur söngkona, Guðrún
Jóhanna Ólafsdóttir mezzósópran,
var listrænn stjórnandi hátíðarinn
ar. Þetta var í fyrsta sinn sem hátíðin
var haldin. Áður hefur Guðrún
Jóhanna stjórnað Kammerhátíðinni
á Kirkjubæjarklaustri og gert það af
röggsemi og fagmennsku. Hátíðin
nú samanstóð af tónleikum þekktra
söngvara, en einnig fóru fram söng
námskeið fyrir leikmenn og líka
fyrir börn. Námskeiðin fyrir börnin
voru haldin af Þórdísi Heiðu Krist
jánsdóttur og Hildi Guðnýju Guð
mundsdóttur og var afraksturinn
sýndur á tónleikunum.
Börnin sungu Óðinn til gleðinnar
úr níundu sinfóníu Beethovens auk
annarra laga. Þau munu upphaflega
hafa haldið að Óðurinn væri þjóð
söngur Íslendinga. Sá misskilningur
varð vegna þess að alþekkt stefið var
leikið aftur og aftur í tengslum við
EM í sjónvarpinu í fyrra. Söngur
barnanna var bjartur og fallegur,
þrunginn lífi og einlægni.
Guðrún Jóhanna kom fram í
nokkrum atriðum á tónleikunum.
Hún söng fyrst nokkur íslensk
þjóðlög, og gerði það af viðeigandi
tilfinningu. Önnur íslensk lög
fylgdu í kjölfarið, en útlensk tón
list eftir hlé var enn öflugri í með
förum hennar, bæði Pur ti miro úr
Krýningu Poppeu eftir Monteverdi
og Blómadúettinn frægi úr Lakmé
eftir Delibes. Þar naut falleg röddin
sín til fulls.
Dísella söng með Guðrúnu
Jóhönnu síðarnefnda dúettinn en
Guja Sandholt þann fyrri. Guja
söng líka af aðdáunarverðum krafti
og tæknilegu öryggi nokkur lög eftir
Jórunni Viðar. Síðasta lagið, Vökuró,
sem Björk Guðmundsdóttir gerði
heimsfrægt, var einkar hrífandi í
meðförum Guju. Það var innilegt,
brothætt og angurvært; yfir því var
draumkennd, nostalgísk stemning
sem var afar sannfærandi.
Hrönn Þráinsdóttir lék skýrt og
af yfirvegun á píanóið. Eiginmaður
Guðrúnar Jóhönnu, Francisco Jav
ier Jáuregui, spilaði líka ágætlega á
gítar, m.a. í íslensku þjóðlögunum.
Þau voru einmitt útsett af honum af
miklu næmi og smekkvísi. Þetta var
skemmtileg stund.
Jónas Sen
niðursTaða: Glæsilegir tónleikar með
mögnuðum söng og flottri tónlist.
Söngkonan geiflaði sig og gretti
Guðrún Jóhanna var listrænn stjórn-
andi tónleikanna og kom líka fram í
nokkrum atriðum.
Fréttablaðið/anton brink
365.ISSÍMI 1817
MÁNUDAGUR 17. JÚLÍ 2017
KL. 19:15
EXTRA VÖLLURINN
MÁNUDAGUR 17. JÚLÍ 2017
KL. 19:15
ÓLAFSVÍKURVÖLLUR
SUNNUDAGUR 16. JÚLÍ 2017
KL. 19:15
SAMSUNG VÖLLURINN
*miðað við 12 mánaða bindingu
Tryggðu þér
áskrift á aðeins
399 kr. á dag
11.990 kr. á mánuð
i
*
VINNUR ÞÚ MIÐA Á LEIKINN?
ÁSKRIFENDUR SPORTPAKKANS
EIGA NÚ MÖGULEIKA Á ÞVÍ AÐ
FARA FRÍTT Á VÖLLINN!
VERÐUR ÞÚ Í HÓPI ÞEIRRA
HEPPNU Í NÆSTU UMFERÐ?
„Það sem verður spilað eftir mig í
kvöld eru lag og eftirmáli úr leikriti
sem verður frumsýnt hér á landi
í október í haust undir heitinu
Annarleikur,“ segir Atli Ingólfsson
tónskáld um framlag sitt til tónleika
Caput tríós í Iðnó í kvöld sem hefj
ast klukkan 20.30. Hann segir lögin
litlar kaldhæðnar melódíur og mjög
leikhúslegar. „Ég vona að fólk hafi
gaman af að heyra þær, sjálfur verð
ég ekki viðstaddur því ég er fyrir
norðan.“ Í ljós kemur að hann er
leiðsögumaður ítalsks ferðahóps
og staddur við Mývatn þegar hann
svarar símanum. „Ég tek tvo hringi
um landið á sumri. Það er ágætt,
samt er skemmtilegra að semja,“
viðurkennir hann. Segir þó tímann
til tónsmíða hafa minnkað eftir að
hann gerðist prófessor við Lista
háskólann.
Lögin tvö sem Atli nefndi í upp
hafi eru úr leiksýningu sem frum
flutt var úti í Svíþjóð 2012. Hann
kveðst hafa samið þrjú tónleikhús
verk sem sett hafi verið upp í Sví
þjóð, Annarleikur verði það fyrsta
hér á landi. „En ég er nýbúinn að
útsetja lögin fyrir þá hljóðfæra
skipan sem félagarnir eru með,“
segir hann og á þar við Daníel
Þorsteinsson píanóleikara, Sigurð
Halldórsson sellóleikara og Guðna
Franzson klarínettuleikara sem
koma fram í Iðnó í kvöld og lofa
að leika áheyrilega og sumarlega
efnisskrá. Þessi sama þrenning hélt
tónleika í Katuaq, listamiðstöðinni
í Nuuk á Grænlandi, í nóvember
síðastliðnum. Aðgangseyrir er 2.500
krónur. gun@frettabladid.is
Litlar kaldhæðnar melódíur
Caput tríó frumflytur á Íslandi tvö lög eftir Atla Ingólfsson
tónskáld í kvöld, á Arctic Concerts tónleikaröðinni í Iðnó.
Það er ágætt
að leiðsegja en
skemmtilegra
að semja, segir
tónskáldið
atli.
Fréttablaðið/
PJetur
1 3 . j ú l í 2 0 1 7 F i M M T u D a G u r34 M e n n i n G ∙ F r É T T a B l a ð i ð
1
3
-0
7
-2
0
1
7
0
4
:1
9
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
D
4
F
-1
9
A
8
1
D
4
F
-1
8
6
C
1
D
4
F
-1
7
3
0
1
D
4
F
-1
5
F
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
A
F
B
0
5
6
s
_
1
2
_
7
_
2
0
1
7
C
M
Y
K