Fréttablaðið - 13.07.2017, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 13.07.2017, Blaðsíða 52
Útlit verslunar- innar er eitthvað sem ekki hefur sést í reykjavík áður. Leikvellir og landakort Prentið út kort af ykkar bæjarfélagi og merkið inn leikvelli eða staði sem ykkur langar til þess að heimsækja. Útbúið nesti og leyfið börnunum að vera farar- stjórar. Sull og bull Að hoppa í pollum er stórskemmti- legt fyrir alla aldurshópa. Ef veðrið er gott er hægt að búa til polla eða fara í fjöruna og sulla. Það er aldrei of seint að læra að fleyta kerl- ingar og jafnvel er hægt að æfa sig í að kasta steinum með tánum, það þjálfar skynþroskann hjá börnum og kennir þeim á líkamann. Fjársjóðsleit Að fara út með krukku og og rannsaka lífríkið undir steinum og í moldinni er góð skemmtun. Heimapartí Það getur verið gaman að halda bara partí heima. Til dæmis er skemmti- legt að halda furðufatatísku- sýningu með fjöl- skyldunni, byggja hús úr púðum og teppum og elda svo saman þar sem allir geta lagt sitt af mörkum. Lestur Lestur er frábær samverustund og það er mjög mikilvægt að börnin haldi lestri við í sumarfríinu. Bókasöfn og söfn Flest bókasöfn hringinn í kringum landið eru með skemmtileg barnahorn. Norræna húsið er enn fremur með æðis- lega aðstöðu fyrir börn. Garðarnir hjá Listasafni Einars Jónssonar og Ásmundarsafni eru skemmtilegir fyrir alla. Snæfellsstofa við Skriðu- klaustur er með sérlega áhuga- verða og fallega sýningu, Veraldar- hjólið, sem fjallar um hringrás og mótun náttúrunnar. Garðar og leikvellir Lystigarðurinn á Akureyri og Hljómskála- garðurinn í Reykjavík bjóða upp á frábæra aðstöðu fyrir fjölskylduna. Bjössaróló í Borgarnesi, Kjarna- skógur við Akureyri og Ragga- garður í Súðavík eru líka þess virði að heimsækja og hreyfa litla kroppa. – gha fjölskylduvænar samverustundir í sumarfríinu Anna Lísa og Þórey ætla að nýta tímann vel með börnunum í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK tíminn nýttur vel Þær Þórey Einarsdóttir og Anna Lísa Björnsdóttir eignuðust báðar tvö börn með 20 mánaða millibili. Þegar þær fóru að bera saman bækur sínar uppgötvuðu þær að flest foreldranámskeið voru haldin á óheppilegum tíma fyrir barnafjölskyldur. Þess vegna stofnuðu þær vef- síðuna kurz.is, til þess að bjóða foreldrum að taka uppeldis- námskeið á netinu þegar þeim hentar og á þeirra forsendum. Þá er hægt að nýta tímann betur. Núna er hægt að hjálpa þeim að láta námskeiðið verða að veru- leika með því að kaupa það á Karolina Fund. Námskeiðið Að læra að skilja hegðun og líðan barnsins er kennt af Margréti Birnu og Hrund sálfræðingum og sérfræðingum í hegðun og líðan barna, unglinga og foreldra þeirra. Þær Þórey og Anna mæla með að nýta dagana vel í sumar með börnunum og settu saman lista yfir hugmyndir að gefandi og fjölskylduvænum samveru- stundum. Anna Lísa Björns- dóttir og Þórey Ein- arsdóttir, konurnar á bak við Kúrz, luma á góðum hugmyndum um hvað er hægt að gera í faðmi fjöl- skyldunnar í sumar. Þær settu þennan góða lista saman. Urðarhvarfi 4 / 203 Kópavogi Sími 557 4848 / www.nitro.is RAFMAGNSVESPUR Þarf ekki próf, tryggja eða skrá! 149.900,- Svört, rauð eða hvít Þarf ekki próf, tryggja eða skrá! Þetta er glæný og sjúklega spennandi sérverslun með fegurð á annarri hæð í Aðal- stræti 2. Við opnum á morgun, við hlið Hönnunarmiðstöðvar, fyrir ofan Akkúrat,“ segir fatahönnuður- inn Þórey Björk Halldórsdóttir um verslunina Ypsilon. „Við erum fimm hönn- uðir og einn mynd- og h j ó ð l i st a r m a ð u r sem komum að versluninni og við erum að selja okkar eigin hönn- un ásamt þ v í a ð kaupa inn vörur frá spennandi f ó l k i u m allan heim. V ö r u r n a r sem um ræðir spanna vítt svið, sem dæmi erum við með heimilisvörur, lampa, flíkur, tímarit, plötur, ilmvötn, skartgripi og fleira spenn- andi. Þess má geta að flestallar vörur sem seldar eru í Ypsilon fást hvergi annars staðar á landinu,“ útskýrir Þórey. „Heildarhugmynd og undirstaða verslunarinnar var unnin af öllu teyminu og verslunarrýmið sjálft er hannað af And Anti Matter og Usee Studio. Teymið hefur unnið að þessu í rúma þrjá mánuði og við höfum algjörlega umbreytt rýminu. Útlit verslunarinnar er eitthvað sem ekki hefur sést í Reykjavík áður. Ypsilon-teymið kemur einn- ig saman í hönnun á sérsniðnum vörum undir nafni verslunarinnar. Því er háttað þannig að vörurnar eru hannaðar ýmist af einu vöru- merki sem stendur að versluninni eða þá öllu teyminu sem heild,“ segir Þórey að lokum og hvetur alla fagurkera til að leggja leið sína á opnunina á morgun. – gha einstakt og spennandi Ypsilon- teymið heldur opnunarteiti í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON BRINK Ypsilon er einstaklega vel innréttuð. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK 1 3 . j ú l í 2 0 1 7 F I M M T U D A G U R44 l í F I ð ∙ F R É T T A B l A ð I ð Lífið 1 3 -0 7 -2 0 1 7 0 4 :1 9 F B 0 5 6 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D 4 F -3 7 4 8 1 D 4 F -3 6 0 C 1 D 4 F -3 4 D 0 1 D 4 F -3 3 9 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 5 6 s _ 1 2 _ 7 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.