Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.07.2017, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 13.07.2017, Qupperneq 6
Sundlaugargarður- inn er enn í hönnun og því getum við ekki gefið nákvæma tölu yfir heildar- kostnað. Ingibjörg Ísaksen, formaður umhverfis- og mannvirkjaráðs AkureyrarbæjarVolvo Penta á Íslandi | Brimborg • Bíldshöfða 6 • Sími 515 7070 • volvopenta.is ÞÚ ERT Í ÖRUGGUM HÖNDUM hjá volvo penta á íslandi Öflug Volvo Penta þjónusta Hjá Volvo Penta á Íslandi | Brimborg starfar framúrskarandi teymi sem samanstendur af öflugum fagmönnum Brimborgar og samstarfsaðilum um land allt. Komdu í dag og ræddu við ráðgjafa. HAFÐU SAMBAND Í DAG • Sími: 515 7067 | 869 7537 Guðmundur Gísli • Netfang: volvopenta@brimborg.is • Heimasíða: volvopenta.is Kauptu bestu varahlutina Volvo Penta á Íslandi | Brimborg er með gott úrval varahluta á lager og á mjög hagstæðu verði. Varahlutasérfræðingar okkar veita þér fyrirtaksþjónustu og ráðgjöf við kaup. Volvo Penta Kubbur_10x10_20170615_Draft1.indd 1 20.6.2017 13:47:16 Taumlaus gleði Mikil gleði ríkti á strætum Kampala, höfuðborgar Úganda, eftir að Robert Kyagulani skrifaði undir drengskaparheit að stjórnarskrá landsins og tók sæti á þingi. Kyagulani er þekktari undir nafninu Bobi Wine og er hann þekktur tónlistarmaður í heimalandinu fyrir smelli á borð við Sunda og Carolyn. Hefur hann gagnrýnt Museveni forseta harðlega og vann yfirburðasigur í kosningum í Austur-Kyadondo-héraði. Nordicphotos/AFp Akureyri Nýju rennibrautirnar þrjár í Sundlaug Akureyrar verða vígðar í dag og stendur heildar- kostnaður við endurbætur þar nú í um 405 milljónum króna. Líklegt er að sú tala hækki en upphaflega áttu framkvæmdir á svæðinu að kosta 270 milljónir. „Verkefnið hefur breyst mikið á þessum tíma og um mikið uppsafn- að viðhald til margra ára að ræða. Við erum búin að setja rennibraut- irnar þrjár upp, sem áttu upphaf- lega einungis að vera tvær, skipta um yfirborðsefni á öllum bökkum laugarinnar og erum komin með nýja lendingarlaug. Þá eru einn- ig ný leiktæki, skipt var um yfir- borðsefni í vaðlaug og á bökkum og steyptur kaldur pottur,“ segir Ingibjörg Ólöf Isaksen, formaður umhverfis- og mannvirkjaráðs Akureyrarbæjar. „Við biðum aftur á móti með nýjan heitan pott og svo á eftir að ganga frá garðinum og sólbaðsað- stöðunni þar. Það verður gert með haustinu og auk þess ætlum við að taka í notkun fjölnotaklefa fyrir fatlaða og aðra hópa með sér- þarfir. Svo grófum við upp garðinn og ætlum að hafa allt svæðið í svip- aðri hæð og auka þannig aðgengi allra. Sundlaugargarðurinn er enn í hönnun og því getum við ekki gefið nákvæma tölu yfir heildarkostnað verkefnisins.“ Framkvæmdir við sundlaugina hófust í október í fyrra eða einu ári eftir að bæjaryfirvöld höfðu kynnt að áætlaður kostnaður væri 270 milljónir króna. Kom þá fram að þær væru vissulega dýrar en hins vegar nauðsynlegt aðdráttarafl fyrir íbúa og ferðamenn. Gengið var frá fyrsta samningi vegna kaupa á nýrri rennibraut árið 2013 og í árslok 2016 stóð framkvæmda- kostnaðurinn í 297 milljónum. „Athöfnin í dag verður stór áfangi og margir búnir að bíða eftir þessu og þetta verður frábært,“ segir Ingi- björg Ólöf. Rennibrautirnar verða vígðar klukkan 14.00 og þá tilkynnt um sigurvegara í samkeppni um nöfn á nýju brautirnar. haraldur@frettabladid.is Rennibrautir vígðar í milljóna framúrkeyrslu Heildarkostnaður við endurbætur á Sundlaug Akureyrar stendur í 405 milljón- um króna og útlit er fyrir að talan hækki. Áttu upphaflega að kosta 270 milljónir en verkið er nú mun umfangsmeira. Rennibrautirnar verða opnaðar í dag. sundlaug Akureyrar státar nú af lengstu rennibraut landsins sem er 86 metrar að lengd. hún kostaði aftur á móti sitt. FréttAblAðið/AuðuNN umhverfismál Aðgerðahópur um loftslagsmál og Náttúruverndarsam- tök Íslands standa fyrir áskorun til Alþjóða siglingamálastofnunarinnar um að banna notkun svartolíu á skip sem sigla um norðurhöf. Þetta kemur fram í erindi frá Faxaflóahöfnum sem tekið var til umfjöllunar í borgarráði Reykjavíkurborgar í síðustu viku. Erindinu var vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs. Í erind- inu kemur fram að rannsóknir sýna að sýrustig sjávar eykst stöðugt vegna síaukinnar losunar koltvísýrings út í andrúmsloftið. Á norðlægum slóðum eykst súrnunin hraðar en í heitari sjó. Þessi þróun ógnar nú þegar vistkerfi hafsins og því ber öllum þeim sem spornað geta við þessari þróun að leggja sitt af mörkum. Íslenskur fiskiskipafloti hefur að mestu brennt skipaolíu af gerðinni MDO en þó eru einhver skip sem brenna svartolíu. Talið er að þau gætu auðveldlega skipt yfir í MDO- olíu. – bb Vilja banna svartolíu innan lögsögunnar skip menga gríðarlega við hafnarbakka landsins. FréttAblAðið/Vilhelm viðskipti Skráning móðurfélags sam- félagsmiðilsins Snapchat á markað var ein stærsta hlutabréfafrétt í Bandaríkjunum á þessu ári. Síðan þá hefur gengi hlutabréfanna í Snap þó tekið dýfu og var um eftirmiðdaginn í gær 15,3 dollarar, töluvert undir 17 dollara skráningargenginu. CNN greinir frá því að fjárfestar hafi áhyggjur af slæmu gengi fyrirtæk- isins á markaði. Notendum fjölgar nú hægar en áður og hefur helsti keppi- nautur miðilsins, Facebook, bætt við fleiri tólum sem líkjast töluvert Snapchat. Snap hefur enn ekki náð að sýna fram á hagnað en á fyrsta árs- fjórðungi sem félagið var skráð tapaði það 2 milljörðum dollara. Á sama tíma hefur hagnaður Facebook aukist og gengi bréfa í fyrirtækinu hækkað töluvert undanfarið. Fjárfestar óttast að næg nýsköpun eigi sér ekki stað innan Snap, sem geri það að verkum að Facebook geti stolið notendum frá samfélagsmiðl- inum með því að bjóða upp á svipaða þjónustu á sínum miðli. – sg Fjárfestar óttast slæmt gengi Snapchat evan spiegel, forstjóri snap, þykir reynslulítill stjórnandi. Nordicphotos/AFp 1 3 . j ú l í 2 0 1 7 f i m m t u D A G u r6 f r é t t i r ∙ f r é t t A B l A ð i ð 1 3 -0 7 -2 0 1 7 0 4 :1 9 F B 0 5 6 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 4 F -3 C 3 8 1 D 4 F -3 A F C 1 D 4 F -3 9 C 0 1 D 4 F -3 8 8 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 5 6 s _ 1 2 _ 7 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.