Fréttablaðið - 13.07.2017, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 13.07.2017, Blaðsíða 12
Marshallhúsið – Grandagarður 20, 101 Reykjavík . Með strætó, leið 14 (Listabraut) Bantið borð í síma 519 7766 eða á www.marshallrestaurant.is BLEIKJUTARTAR, SÍTRUS, RADÍSUR, CROUTONS MAR DE FRADES – RIAS BAIXAS — CANNELONI, RICOTTA, VALHNETUR, GRÁÐOSTUR RAMÓN BILBAO EDICION LIMITADA – RIOJA — GRILLAÐUR LAMBAHRYGGUR, BOK CHOY, HVÍTLAUKSKARTÖFLUMÚS RAMÓN BILBAO GRAN RESERVA – RIOJA — MASCARPONE, JARÐABER, PISTASÍUR ASTI GANCIA SPUMANTE – PIEDMONT MATSEÐILL 7900 MEÐ VÍNPÖRUN 13300 RAMÓN BILBAO MATSEÐILL 13.-16. JÚLÍ Bandaríkin Rannsókn á og umfjöll- un um tengsl rússneska ríkisins við forsetaframboð Donalds Trump Bandaríkjaforseta eru mestu norna- veiðar í stjórnmálasögu Bandaríkj- anna. Þessu tísti forsetinn í gær. Donald Trump yngri er mikið til umfjöllunar í Bandaríkjunum, sem og víðar, vegna fundar sem hann sótti í júní á síðasta ári með lög- fræðingi er hefur tengsl við rúss- nesku ríkisstjórnina. Var boðað til fundarins á þeim forsendum að lög- fræðingurinn byggi yfir skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton, mótframbjóðanda Trumps eldri. The New York Times upplýsti Trump yngri um að blaðið ætlaði að birta tölvupóstsamskipti hans við Rob Goldstone, upplýsingafull- trúann sem kom fundinum á. Birti Trump yngri tölvupóstana sjálfur á Twitter. Í þeim sagði forsetasonur- inn að hann yrði hæstánægður með að fá téðar upplýsingar. Jafnframt upplýsti Goldstone Trump yngri um að upplýsingarnar væru „liður í stuðningi Rússlands og ríkisstjórnar þess við framboð Donalds Trump“. Fyrrnefnt tíst Bandaríkjaforseta var sent út í kjölfar viðtals sonarins á sjónvarpsstöðinni Fox News. „Sonur minn, Donald, stóð sig vel í gær- kvöldi. Hann var opinskár, gagnsær og saklaus. Þetta eru mestu norna- veiðar í stjórnmálasögunni. Sorg- legt!“ tísti forseti Bandaríkjanna. „Af hverju eru Demókratar ekki meðhöndlaðir á sama hátt? Sjáið hvað Hillary Clinton virðist hafa komist upp með. Skammarlegt!“ tísti Trump síðar um daginn. Sagði sonurinn í viðtalinu, sem Sean Hannity tók, að hann hefði aldrei sagt föður sínum frá fund- inum. „Þetta var svo mikið ekkert. Það var ekkert að segja. Ég meina, ég hefði ekki munað eftir þessu áður en fjölmiðlar fóru að garfa í málinu. Þetta var bara tuttugu mínútna tímasóun, sem er synd.“ Trump yngri sagði jafnframt að hann myndi standa á annan hátt að hlutunum, fengi hann einhverju um það ráðið. „Einhver sendi mér tölvupóst. Ég ræð ekki hvað einhver sendir mér. Ég les það og sendi við- eigandi svar,“ sagði Trump yngri. Dmítrí Peskov, talsmaður Rúss- landsstjórnar, hefur sjálfur neitað tengslum ríkisstjórnarinnar við lögfræðinginn sem sótti fundinn og það hefur lögfræðingurinn sjálfur einnig gert. Demókratar taka þessum nýju upplýsingum ekki af léttúð. Þannig hafa allnokkrir þeirra bendlað for- setasoninn við landráð. Meðal ann- ars öldungadeildarþingmaðurinn Tim Kaine, sem var varaforsetaefni Clinton. „Það er ekkert sannað enn. En þetta er orðið meira en bara spurn- ingin um að hindra framgang rétt- vísinnar. Þetta fer að nálgast mein- særi og jafnvel landráð,“ sagði Kaine. Fulltrúadeildarþingmaðurinn Seth Moulton tók í sama streng. „Ef þetta eru ekki landráð veit ég ekki hvað.“ Enn sem komið er hafa Repúbl- ikanar lítið viljað tjá sig um málið og vísa samkvæmt The Wall Street Journal frekar á þá er fara með rann- sókn á áhrifum Rússa á forsetakosn- ingarnar. thorgnyr@frettabladid.is Trump segir soninn opinn og saklausan Bandaríkjaforseti segir son sinn verða fyrir barðinu á nornaveiðum. Trump yngri sagði föður sínum ekki frá fundi sem er sagður hluti af stuðningi Rússlandsstjórnar við framboð föður hans. Demókratar saka Trump yngri um landráð á meðan Repúblikanar þegja. Donald Trump yngri hefur orðið fyrir barðinu á miklum nornaveiðum að sögn föður hans. NorDicphoTos/AFp Þetta eru mestu nornaveiðar í stjórnmálasögunni. Sorglegt! Donald Trump, for- seti Bandaríkjanna 1 3 . j ú l í 2 0 1 7 F i M M T U d a G U r12 F r é T T i r ∙ F r é T T a B l a ð i ð 1 3 -0 7 -2 0 1 7 0 4 :1 9 F B 0 5 6 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 4 F -3 7 4 8 1 D 4 F -3 6 0 C 1 D 4 F -3 4 D 0 1 D 4 F -3 3 9 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 5 6 s _ 1 2 _ 7 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.