Fréttablaðið - 13.07.2017, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 13.07.2017, Blaðsíða 36
Okkar ástkæri stjúpfaðir, Margeir Benedikt Steinþórsson flutningabílstjóri, frá Hólmavík, (síðar Hólagötu 25, Njarðvík) lést á Hlévangi Reykjanesbæ 10. júlí. Útför hans fer fram í kyrrþey. Magnús Steingrímsson Bjarni Steingrímsson Kristín Steingrímsdóttir Loftur Hilmar Steingrímsson og fjölskyldur. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Guðmundur Þórhallsson bókbindari, lést á Hrafnistu í Reykjavík 8. júlí. Útför hans fer fram frá Garðakirkju föstudaginn 21. júlí kl. 13. Magnea Guðmundsdóttir Kjartan Ólafsson Guðjón Guðmundsson Elísabet Sigurðardóttir Rannveig S. Guðmundsdóttir Þorgrímur Guðmundsson Þórhallur Guðmundsson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, systir og mágkona, Jóna Haraldsdóttir sem lést á hjúkrunarheimilinu Mörk mánudaginn 3. júlí, verður jarðsungin frá Vídalínskirkju í Garðabæ miðvikudaginn 19. júlí kl. 13. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á minningarkort Markar, hjúkrunarheimilis. Margrét Gunnlaugsdóttir Sigurhans Vignir Halldór Gunnlaugsson Hildur Sveinsdóttir Erla Haraldsdóttir Sigurður Einarsson Jóna Rut, Tómas, María, Óttar, Rúrik og Grímur Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar elskuðu Drífu Vermundsdóttur Elías Björn Angantýsson Sara Elíasdóttir Valgeir Bergmann Magnússon Sigrún Edda Elíasdóttir Baldur Snorrason Margrét Elíasdóttir Helgi Már Björnsson og barnabörn. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Brynhildur Olgeirsdóttir Hátúni 17, Reykjavík, andaðist sunnudaginn 9. júlí á hjúkrunarheimilinu Hömrum, 96 ára að aldri. Hún verður jarðsungin frá Háteigskirkju, miðvikudaginn 19. júlí klukkan 11. Ástríður Hauksdóttir Georg Tryggvason Trausti Hauksson Alda Björk Marinósdóttir Kjartan Hauksson Ásgerður Jónsdóttir Ísak Sverrir Hauksson Guðrún Bryndís Karlsdóttir Olga Stefánsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Elsku mamma okkar, tengdamamma, amma og langamma, Sigríður Ingibjörg Ólafsdóttir lést þann 5. júlí sl. á líknardeild Landspítalans. Útförin fer fram þann 18. júlí kl. 11.00 í Bústaðakirkju. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknardeild Landspítalans. Ólafur J. Kolbeinsson Ósk Laufdal Sjöfn S. Kolbeinsdóttir Sigurður Jensson Guðborg H. Kolbeinsdóttir Tómas Sveinbjörnsson Júlíus Kolbeinsson tengdabörn, barnabörn og langömmubörn. Okkar ástkæra Guðrún Kristjánsdóttir dvalarheimilinu Lögmannshlíð, lést miðvikudaginn 5. júlí. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 14. júlí kl. 13.30. Angantýr Einarsson Auður Ásgrímsdóttir Bergþóra Einarsdóttir Eyjólfur Friðgeirsson barnabörn og fjölskyldur. Það er stórafmæli en ég ætla bara að vera með pulsupartí í garð-inum. Það er búið að redda tjaldi. Mér sýnist samt á spánni að það verði ágætis veður, að minnsta kosti þurrt,“ segir Sóley Elíasdóttir, leik- kona og húðsnyrtivöruframleiðandi, um fimmtugsafmælið í dag. Hún kveðst búin að fara í eina afmælisferð með æskuvin- konum. „Hluti af hópnum varð fimm- tugur í fyrra, við fórum til Ítalíu í vor og tókum mennina okkar með. Svo ætlum við fjölskyldan að fara á skíði um ára- mótin til Frakklands, átta eða níu saman. Erum fyrir löngu byrjuð að safna fyrir þeirri ferð. Ég hlakka rosalega til.“ Sóley kveðst ekki hafa ætlað að vera með neitt boð í dag. „Bæði var ég svo brennd af því að reyna sem barn að halda upp á afmæli á þessum tíma þegar allir voru úti um allt og svo líka út af þessum ferðum. En mér snerist hugur og ég ákvað að rigga upp einföldu partíi sem yrði ekki of kostnaðarsamt.“ Sumarið er tíminn sem Sóley safnar íslenskum jurtum í framleiðslu sína á húðvörum. „Ég tíni frá júní og út ágúst, já, reyndar lengra fram á haust, eftir því hverju ég er að sækjast eftir. „Við notum birkið mikið, laufin eru virk um mið- sumarið en ef maður vill ná eiginleikum úr berkinum, þá er það betra á haustin. Laufin eru græðandi en börkurinn eykur teygjanleika húðarinnar. Sortulyngið tíni ég líka á haustin, í því eru efni sem gefa húðinni ljóma.“ Þetta er greinilega mikil stúdía en Sóley kveðst samt enginn sér- fræðingur vera. „Ég hef einkum leitað í fróðleik frá forfeðrum og -mæðrum sem kunnu að nota grös á góðan hátt.“ gun@frettabladid.is Það er búið að redda tjaldi Sóley Elíasdóttir leikkona fagnar fimmtugsafmæli sínu í dag með garðpartíi. Tvær utanlandsferðir eru tileinkaðar afmælinu en um þetta leyti árs tínir hún íslensk grös. „Ég hef bara leitað í fróðleik frá forfeðrum og -mæðrum sem kunnu að nota grös á góðan hátt,“ segir Sóley um jurtanotkun sína. FrÉttablaðið/SteFán Svo ætlum við fjöl- skyldan að fara á skíði um áramótin til Frakklands, átta eða níu saman. Erum fyrir löngu byrjuð að safna fyrir þeirri ferð. Ég hlakka rosalega til. Merkisatburðir 1837 Viktoría breta- drottning flytur inn í Buckinghamhöll, fyrst enskra þjóð- höfðingja. 1864 Fjór- tán manns drukkna í lendingu við Péturseyjarmel í Mýrdal. Á skipinu eru 27 manns frá Vest- mannaeyjum. 1878 Serbía fær sjálf- stæði frá Tyrkjaveldi með Berlínarsáttmálanum. 1959 Eyjólfur Jónsson syndir frá Vestmannaeyjum til lands á fimm og hálfri klukkustund en leiðin er um tíu og hálfur kílómetri. 1973 Nýja eldfjallið sem varð til í Heimaeyjargosinu er hófst 23. janúar 1973 hlýtur nafnið Eldfell, að tillögu örnefnanefndar. 1985 LiveAid tónleikar fara fram á nokkrum stöðum í heiminum. Þeir eiga að vera mikilvægur liður í að styrkja stöðu bágstaddra í Afríku. 1 3 . j ú l í 2 0 1 7 F I M M T U D A G U R28 T í M A M ó T ∙ F R É T T A B l A ð I ð tímamót Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@365.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. 1 3 -0 7 -2 0 1 7 0 4 :1 9 F B 0 5 6 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D 4 F -5 4 E 8 1 D 4 F -5 3 A C 1 D 4 F -5 2 7 0 1 D 4 F -5 1 3 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 5 6 s _ 1 2 _ 7 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.