Fréttablaðið - 13.07.2017, Blaðsíða 4
Samfélag Á annan tug fyrrverandi og
núverandi starfsmanna Hríms
hafa rætt saman um óánægju
sína er varðar launakjör og
framgöngu eigenda samkvæmt
heimildum Fréttablaðsins. Að
minnsta kosti tveir þeirra ætla að
leita til stéttarfélagsins VR vegna
ógreiddrar yfirvinnu. Nú þegar
hefur einn starfsmaður kvartað. Fjár
málastjóri Hríms telur að fyrirtækið
sé með allt á þurru í launamálum
starfsmanna. Enginn hafi kvartað við
hann varðandi álag.
Eins og Fréttablaðið greindi frá í
gær braut Hrím hönnunarhús gegn
ákvæðum jafnréttislaga með því að
borga kvenkyns starfsmanni lægri
laun en starfsbróður hennar. Fram
kemur í úrskurðinum að kærandi
hafi heyrt frá öðrum starfsmönnum
að launamisrétti hafi viðgengist hjá
Hrími um langa hríð. Þannig hafi
fleiri starfsmenn sagt starfi sínu lausu
vegna óréttlátra launakjara og mis
mununar.
Fyrrverandi verslunarstjóri í Hrími
sem starfaði skamma hríð þar til í
byrjun þessa árs segir sína launa
reynslu hafa verið jákvæða vegna
þess að hún samdi um eigin laun.
Hún segir þó hafa komið í ljós að
byrjunarlaun hennar voru hærri en
verslunarstjórans sem var að hætta.
Auk þess hafi sá maður, sem um var
að ræða í jafnréttisúrskurðinum,
verið með hærri byrjunar laun sem
venjulegur starfsmaður en verslunar
stjórinn fyrrverandi.
Hún segir starfsmenn aldrei hafa
mátt ræða laun sín á milli. Hún hafi
verið skömmuð fyrir að ræða um þau
vegna þess að þau væru trúnaðar mál,
sem hún telur að sé ekki rétt.
Verslunarstjórinn segir að síðan
hún lét af störfum hafi margir gengið
út, fólk sé miður sín yfir að hafa unnið
þarna. Það sé óánægja með launamál
og framkomu eigenda í garð starfs
manna það sé ekkert grín að starfs
mannaveltan þarna sé svona hröð.
Annar starfsmaður sem vildi ekki
koma fram undir nafni segir að í
desember hafi stundum gleymst
að borga yfirvinnutíma. Hún segist
alltaf hafa þurft að fara yfir launa
seðilinn sinn í byrjun mánaðar og
fá einhverjar lagfæringar á meðan
hún vann þarna. Einnig bendir hún
á að starfsmönnum hafi verið mis
munað er kom að jólagjöfum. Ein
hverjir uppáhaldsstarfsmenn fengu
miklu stærri gjafir og það hafi ekki
farið eftir því hvort þeir væru fastir
starfsmenn eða ekki.
Þriðji starfsmaður bendir á að haft
hafi verið eftirlit með starfsmönnum
með öryggismyndavél í versluninni
og þyki mörgum það óþægilegt.
Samkvæmt upplýsingum frá Per
sónuvernd getur þetta verið heimilt
en það er alltaf mælst til þess að
vöktun fari fram með vægustu
úrræðum á hverjum tíma.
Fjórði starfsmaður greindi frá
samskiptum vegna launahækkunar
og sagði að illa hefði gengið að fá
umrædda launahækkun greidda
að fullu. Einnig hefði verið ætlast
til mikils af starfsmanni sem var oft
einn á vakt í versluninni.
„Ég held að við séum með allt á
þurru í þessum efnum. Varðandi
launamál eru allir hjá okkur á svip
uðum launum. Fólk hækkar ef það
stendur sig vel,“ segir Einar Örn Ein
arsson, fjármálastjóri Hríms.
„Ég hef ekki heyrt neinn kvarta
yfir einhverjum álagsgreiðslum, það
hefur allavega enginn starfsmaður
kvartað við mig varðandi eitthvað
slíkt. Ef hafa verið gerð einhver mis
tök hvað það varðar þyrfti ég að
skoða það. Við erum með bókara
sem sér um launin hjá okkur. Við
gerum okkar besta í því og erum
alltaf tilbúin til að skoða ef einhver
misbrestur hefur orðið.“
saeunn@frettabladid.is
Fleiri hjá Hrími telja brotið á sér
Núverandi og fyrrverandi starfsmenn hönnunarverslunarinnar Hríms eru ósáttir við launamál og fram-
komu eigenda í garð starfsmanna. Óánægja er með launaálag og vinnuálag starfsmanna. Fjármálastjóri
Hríms telur að launamálin séu í lagi, honum hafi ekki borist kvartanir frá starfsmönnum um álagsgreiðslur.
Hrím rekur þrjár verslanir í Reykjavík. FRéttablaðið/PjetuR
laNDBÚNaÐUR Ólíklegt er að niður
staða Héraðsdóms Vesturlands,
þess efnis að eigandi fjárlausrar
jarðar án upprekstrarréttar þurfi
ekki að greiða fjallskilagjöld, komi
til með að hafa mikil áhrif á fjallskil
sveitarfélaga landsins.
Dómur héraðsdóms var kveðinn
upp fyrir rúmri viku en í honum
segir að ástæða þess að jörðin sé
ekki fjallskilagjaldsskyld sé sú að
gjaldið renni meðal annars til við
halds á girðingum og réttum.
„Lögin eru skýr. Fjallskil eru til
þess að jafna út kostnað við leitun
og hreinsun afrétta eða heimalanda
sem nýtt eru sem afréttur,“ segir
Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri Blá
skógabyggðar og maður fróður um
fjallskil.
Fjallskilanefnd í hverju umdæmi
fyrir sig getur ákveðið með hvaða
móti fjallskilin eru greidd. Sums
staðar er það gert með peninga
greiðslu en annars staðar uppfylla
jarðeigendur skyldur sínar með því
að skaffa menn í leitir.
„Þegar maður eignast land þá
tekur maður bæði við hlunn
indum og skyldum sem því fylgja.
Þú getur ekki skilið þetta tvennt
í sundur. Það myndi aldrei ganga
upp. Hlunnindunum fylgja kvaðir,
meðal annars til greiðslu fjallskila,“
segir Valtýr. – jóe
Ólíklegt að fjallskiladómur hafi mikil áhrif
Ég hef ekki heyrt
neinn kvarta yfir
einhverjum álagsgreiðslum,
það hefur allavega enginn
starfsmaður kvartað við mig.
Einar Örn Einarsson,
fjármálastjóri Hríms
ViÐSkipti Aron Einar Gunnarsson,
fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í
knattspyrnu, hefur eignast 10 pró
senta hlut í Bjórböðunum. Bjór
böðin voru opnuð í júní og eru
rekin við hlið Bruggsmiðjunnar
Kalda á Árskógssandi á Norður
landi. Þar er einnig rekinn veitinga
staður.
Við innkomu Arons Einars er
skipting hluthafa eftirfarandi:
Agnes Anna Sigurðardóttir og
Ólafur Þröstur Ólafsson eiga 22,24
prósent, Sigurður Bragi Ólafsson og
Ragnheiður Guðjónsdóttir 14,82
prósent, Bruggsmiðjan Kaldi 25,33
prósent, Birgir Guðmundsson 23,29
prósent, Þórarinn Kristjánsson 2,65
prósent, Sigurður Konráðsson 1,67
prósent og Aron Einar 10 prósent.
Bruggsmiðjan Kaldi var stofnuð
árið 2006 af hjónunum Agnesi og
Ólafi. Agnes er framkvæmdastjóri
fyrirtækisins. Fyrir nokkrum árum
var hafist handa við þróun bjór
baða við hlið verksmiðju Kalda.
Myndband um Bjórböðin sem
Business Insider setti á Face
booksíðu sína fyrir sjö dögum
hefur hlotið vinsældir en tæplega
22 milljónir hafa horft á það. Ekki
náðist í Aron Einar við vinnslu
fréttarinnar. – sg
Aron Einar kaupir í Bjórböðunum
aron einar hefur eignast 10 prósenta hlut í bjórböðunum. Mynd/Kaldi
FLORIDA INSTITUTE OF
TECHNOLOGY ANNOUNCEMENT
President, Dr. Dwayne McCay, invites all FIT
ALUMNI and students to join him and VP Alumni, Bino
Campanini, for a special cocktail reception.
Come reminisce with alumni and hear the latest news
from FIT. July 20th, Petersen Svitan at Gamba bio, 5-7pm.
For more information: alumni.fit.edu/Iceland
VíSiNDi „Svona viðurkenningar
eru bara svipað og þegar maður
fær stjörnu í bókina í barnaskóla.
Þetta er heil stjarna í bókina, ekki
hálf,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri
Íslenskrar erfðagreiningar.
Bandaríska mannerfðafræði
félagið hefur sæmt Kára æðstu
viðurkenningu sinni, William
Allanverðlaununum, sem bera
nafn bandarísks læknis, sem var
brautryðjandi í rannsóknum á
erfðafræði mannsins og arfgengum
sjúkdómum. Verðlaunin hlýtur vís
indamaður, sem þykir hafa skilað
stóru og yfirgripsmiklu framlagi til
rannsókna í mannerfðafræði.
Kári mun veita verðlaununum
viðtöku á ársþingi samtakanna í
Orlando í Flórída þann 18. október
næstkomandi og flytja fyrirlestur.
– jhh
Svipað og að fá
stjörnu í bókina
Kári Stefáns-
son, forstjóri
Íslenskrar erfða-
greiningar
SamgÖNgUR Á döfinni er að fjölga
atvinnuleyfum til leigubifreiðaakst
urs um alls hundrað. Fjöldinn hefur
nánast verið óbreyttur í sextán ár.
Drög að breytingum á reglu
gerð um leigubifreiðar eru nú í
umsagnar ferli hjá samgöngu og
sveitar stjórnar ráðuneytinu. Í til
lögunum kemur fram að stefnt sé að
því að fjölga leyfum á höfuðborgar
svæðinu um níutíu og yrðu þau 650
eftir breytinguna. Leyfum á Akureyri
verður fjölgað um sjö, upp í 28, og í
Árborg á að fjölga þeim upp í ellefu.
Ástæðurnar fyrir fjölguninni eru
aukinn fjöldi ferðamanna og íbúa
fjölgun á umræddum svæðum. Hægt
er að senda umsagnir til ráðuneytis
ins til 3. ágúst næstkomandi. – jóe
Ætla að fjölga
leigubílaleyfum
Valtýr segir að þegar maður eignist
land þá taki maður bæði við hlunn-
indum og skyldum sem því fylgja.
FRéttablaðið/SteFán
Valtýr Valtýsson,
sveitarstjóri í blá-
skógabyggð
1 3 . j Ú l í 2 0 1 7 f i m m t U D a g U R4 f R é t t i R ∙ f R é t t a B l a Ð i Ð
1
3
-0
7
-2
0
1
7
0
4
:1
9
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
D
4
F
-2
8
7
8
1
D
4
F
-2
7
3
C
1
D
4
F
-2
6
0
0
1
D
4
F
-2
4
C
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
5
6
s
_
1
2
_
7
_
2
0
1
7
C
M
Y
K