Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.07.2017, Qupperneq 26

Fréttablaðið - 13.07.2017, Qupperneq 26
Framhald af forsíðu ➛ Brynhildur Björnsdóttir brynhildur@365.is Barack og Michelle Obama en sá fyrrnefndi er þarna í einhneppuhyrnda smókingnum sínum. Hér má sjá dæmi um sjalkraga­ smóking (til vinstri) og smóking með tvíhneppuhyrndum kraga. Michelle Obama sagði eitt sinn að þegar hún var forsetafrú Bandríkjanna hefðu fjölmiðlar velt sér upp úr hverri örðu af klæðnaði hennar: efnum, sniði, hálsmáli, litum, fylgihlutum og skartgripum. Á meðan segir hún að maður hennar hefði komist upp með að eiga einn smóking sem hann klæddist við öll betri tilefni. Við nánari athugun reyndist þetta ekki vera alveg rétt hjá forsetafrúnni fyrrverandi þar sem Obama sást í tveimur smók­ ingum sem þekktust í sundur af því hvernig kraganum var háttað. Kragar eru mikilvægir á smóking og raunar öllum jakkafötum og jökkum. Á smóking eru þeir í þremur gerðum: sjalkragi sem er ekki með neinum hornum, kragi með einhneppuhorni sem kallast „notched“ á ensku og kragi með tvíhneppuhorni sem kallast „peaked“. Þess má geta að þessi lýs­ andi íslensku heiti koma frá Sævari Karli Ólafssyni klæðskerameistara. Tvíhneppukragarnir standa meira út í loftið og eru meira áberandi og oft með einu hnappagati á boðungnum. Þeir þykja einnig fínni þar sem meira efni og sauma­ skapur fer í að búa þá til en hina kragana. Tvíhnepptu kragarnir voru algengastir lengi framan af enda hundrað ára hefð að baki þeim og það er eiginlega ekki hægt að búa til afslappaða stemmingu kringum tvíhneppta kragann, ólíkt þeim einhneppta sem er til dæmis hægt að nota með bindi ef ætlunin er að vera ekki alveg eins form­ legur. Sjalkragarnir voru búnir til kringum 1970 í tilraun til að nútímavæða smókinginn og hinn eini sanni James Bond (Sean Conn­ ery) var alltaf í þessari kragagerð. Hvaða kragi er valinn fer eftir því hvaða ímynd hinn smókingklæddi vill varpa fram, einhneppti kraginn er öruggur við allar aðstæður á meðan sá tvíhneppti vekur meiri athygli og er hátíðlegri. Sjalkraginn þykir almennt klæða grannvaxna menn betur en þó er ekkert algilt í þeim efnum. En víkjum þá aftur sögunni að Obama. Smókingar hans voru sinn af hvorri hornskörpu gerðinni, annar einhneppu og hinn tví­ hneppu. Hann klæddist þeim sitt á hvað en virðist þó hafa valið þá eftir tilefnum. Þannig klæddist hann smókingnum með tví­ hneppukraganum þegar erlendir þjóðhöfðingjar sóttu hann heim en einhneppukraginn varð fyrir valinu þegar þau hjónin fóru í opinberar heimsóknir. Obama komst upp með það í átta ár að eiga tvo smókinga og vera í þeim til skiptis á meðan Michelle klædd­ ist tugum ef ekki hundruðum kjóla með tilheyrandi fylgihlutum, skartgripum, hárgreiðslum og umtali. Það má því kannski segja að konur þurfi bara að vera duglegri að vera í smóking. Einhneppu­ eða tvíhneppukragi Michelle Obama sagði á dögunum að maðurinn hennar hefði verið í sama smókingnum alla sína forsetatíð. Við at- hugun kom í ljós að þeir voru tveir, hvor með sínu kragasniði. Með Ragnheiði í RuGl er vinkona hennar Guðlaug Fríða Helgadóttir Folk­ mann, en báðar eru þær sextán ára gamlar. Hljómsveitin keppti í Músíktilraunum þar sem þær kom­ ust í úrslit og öðluðust talsverða athygli. Árið 2016 hituðu þær upp fyrir Risaeðluna í Gamla bíói og komu fram á Airwaves ásamt því að vera tilnefndar til Íslensku tón­ listarverðlaunanna. Ragnheiður segist spá töluvert í tísku. „Já, ég kemst nú ekki hjá því! Mér finnst líka mjög áhugavert og skemmtilegt að pæla í því sem hefur verið í tísku í gegnum árin, skoða mismunandi tímabil, bæði í fötum og tónlist,“ segir hún og lýsir eigin stíl sem þægilegum og stílhreinum. Hún segist reyndar ekki eyða miklu í föt. „Ég er dugleg að nýta flíkur sem mér áskotnast en ef hin fullkomna flík er dýr þá myndi ég samt alveg kaupa hana,“ segir Ragnheiður sem kaupir flest sín föt notuð, til dæmis í Rauða krossinum og Spúútnkik. „Við vin­ kona mín erum líka mikið í því að skiptast á fötum og svo á ég það til að laumast í skápinn hjá foreldrum mínum,“ segir hún glettin. Er einhver flík í uppáhaldi? „Svartar, víðar buxur ásamt belti. Þær passa vel við öll tækifæri.“ Skartgripi notar Ragnheiður sjaldan en helstu fylgihlutirnir eru belti, flottar töskur og stórir treflar á köldum dögum. Hvað með tískufyrirmyndir? „Ég fylgist mikið með fólki á sam­ félagsmiðlunum sem hefur áhrif á minn stíl en annars er Audrey Hepburn alltaf flottust.“ Á sunnudaginn heldur RuGl sína síðustu tónleika í bili. „Fríða er að flytja til Danmerkur eftir örfáar vikur og því fer að líða að okkar síðustu tónleikum í bili. Þeir verða haldnir á sunnudaginn klukkan 15 og eru hluti af Pikknikk tónleika­ röð Norræna hússins. Tónleikarnir eru í gróðurhúsi Norræna hússins og aðgangur er ókeypis.“ Þær vinkonur hafa einnig verið að taka upp lögin sín undanfarið hjá Orra Jónssyni, Orra analog, í Gufunesradíói. „Við stefnum á útgáfu EP­plötu og setjum bráðum í gang Karolina Fund söfnun ­ endilega fylgist með því á Facebook­síðunni okkar,“ segir hún glaðlega. Svartar víðar buxur ásamt belti eru í uppáhaldi hjá Ragnheiði Maríu. Mynd/ERniR Sólveig Gísladóttir solveig@365.is Við stefnum á útgáfu EP-plötu og setjum bráðum í gang Karolina Fund söfnun - endilega fylgist með því á Facebook-síðunni okkar. Fa rv i.i s // 0 71 7 KRINGLUNNI | 588 2300 BOLUR 1.995 KJÓLL 3.995 ÚTSALA - ÚTSALA ÚTSALA - ÚTSALA ÚTSALA - ÚTSALA ÚTSALA - ÚTSALA ÚTSALA - ÚTSALA ÚTSALA - ÚTSALA ÚTSALA - ÚTSALA ÚTSALA - ÚTSALA ÚTSALA - ÚTSALA ÚTSALA - ÚTSALA ÚTSALA - ÚTSALA ÚTSALA - ÚTSALA ÚTSALA - ÚTSALA ÚTSALA - ÚTSALA ÚTSALA - ÚTSALA ÚTSALA - ÚTSALA ÚTSALA - ÚTSALA ÚTSALA - ÚTSALA ÚTSALA - ÚTSALA ÚTSALA - ÚTSALA ÚTSALA - ÚTSALA ÚTSALA - ÚTSALA ÚTSALA - ÚTSALA ÚTSALA - ÚTSALA ÚTSALA - ÚTSALA ÚTSALA - ÚTSALA ÚTSALA - ÚTSALA ÚTSALA - ÚTSALA ÚTSALA - ÚTSALA ÚTSALA - ÚTSALA ÚTSALA - ÚTSALA ÚTSALA - ÚTSALA ÚTSALA - ÚTSALA ÚTSALA - ÚTSALA ÚTSALA - ÚTSALA ÚTSALA - ÚTSALA ÚTSALA - ÚTSALA ÚTSALA - ÚTSALA ÚTSALA - ÚTSALA Bæjarlind 6 • S. 554 7030 Við erum á Facebook 40 - 50% afsláttur Buxur, kjólar, skyrtur, bolir, toppar str. 36-56 T L N Í FULLUM GANGI Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is Verslunin Belladonna Nýjar vörur streyma inn Stærðir 38-58 2 KynninGARBLAÐ FÓLK 1 3 . j ú l í 2 0 1 7 F i M MT U dAG U R 1 3 -0 7 -2 0 1 7 0 4 :1 9 F B 0 5 6 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 4 F -4 1 2 8 1 D 4 F -3 F E C 1 D 4 F -3 E B 0 1 D 4 F -3 D 7 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 5 6 s _ 1 2 _ 7 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.