Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.07.2017, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 13.07.2017, Qupperneq 22
Þegar öllu er á botninn hvolft, þá snýst þetta um það hvers konar samfélagi við viljum búa í,“ voru orð Arnars Þórs Jónssonar, lektors við lagadeild Háskólans í Reykjavík, vegna þeirra viðbragða sem urðu hjá þjóðinni þegar Robert Downey (ensk beyging), fyrrum Róberti Árna Hreiðarssyni, var veitt uppreist æru og lögmannsréttindi í kjölfarið. Lekt- orinn var ekki að taka undir með rétt- lætiskennd þolenda kynferðisglæpa- manns, heldur gegn henni. Undirritaðir eru ósammála skoð- unum Arnars Þórs en ætla samt að gera orð hans hér að ofan að sínum. Kemst barnið þitt yfir tvítugt án þess að verða fyrir kynferðisofbeldi? Við sem skrifum þessa grein erum báðir í sömu starfsstétt, margra barna feður og á annar okkar dóttur sem Róbert Árni braut á kynferðislega þegar hún var barn að aldri. Þykir okkur lítið gert úr sársauka og raun- um allra þeirra sem orðið hafa fyrir kynferðisofbeldi þegar núverandi for sætis ráðherra tók þá ákvörðun að mannorð kynferðisglæpamanns skyldi nú óflekkað og fengi undirskrift forseta Íslands því til staðfestingar. Þannig er nefnilega mál með vexti að báðir eigum við tvær dætur sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi. Samtals fjórar stúlkur. Á ýmsan hátt hefur þeim verið nauðgað, þær beittar ofbeldi og misnotaðar kyn- ferðislega. Þeirri fimmtu var byrluð ólyfjan en henni komið undir læknis- hendur áður en frekari glæpir áttu sér stað. Fyrirfram héldum við að slík töl- fræði væri ómöguleg. Í ofanálag hefur öðrum okkar ekki enn tekist að koma dætrum sínum yfir tvítugsaldurinn án þess að þær hafi verið beittar kyn- ferðislegu ofbeldi. Í hvernig samfélagi viljum við búa? Nú getum við ekki lengur áfellst sjálfa okkur fyrir að hafa ekki verndað dætur okkar nógu vel. Við getum ekki annað en reynt að hafa eins hátt og okkur er unnt þar til menningarlegur umsnúningur verður hjá yfirvaldinu og þjóðinni hvað þessi mál varðar. Það verður nefnilega hvorki gert með því að setja límmiða yfir glösin þeirra né skipa þeim að fara í síðari pils. Nauðganir jafn sjálfsagðar og jólin Aldrei höfðu fleiri leitað á neyðar- móttöku Landspítalans vegna kyn- ferðisbrota en í fyrra, alls 169, og voru aðeins lagðar fram kærur í 68 tilfellum, ekki hefur komið fram hvað dæmt var í mörgum málum né hve margir aðilar ákváðu að fara ekki á móttökuna. Útlit er fyrir að þetta vafasama met verði slegið í ár. Ísland er í öðrum flokki hvað mansalsmál varðar. Verslunarmannahelgar fara ekki fram án nauðgana. Þetta er ólíð- andi ástand. Af fimm dætrum okkar sem brotið var á (við teljum eiturbyrlun vera brot) fékk ein réttlæti. Réttlæti sem læknaði ekki sálarsár hennar en rang- Í hvers konar samfélagi viljum við búa? indin sem hún var beitt voru viður- kennd af yfirvaldi þótt glæpamaður- inn hafi aldrei viðurkennt brot sín. Til varnar öðrum þegnum sem ekki geta borið hönd fyrir höfuð sér voru rétt- indi hans til yfirvalds í samfélaginu einnig dæmd af honum ásamt mjög vægri fangelsisvist miðað við þann skaða sem hann olli þjóðfélaginu og þeim einstaklingum sem hann braut á. Að liðinni fangelsisvistinni gekk lífið sinn vanagang. Flestir fengu sitt daglega brauð, margir fóru í sumar- frí, sumir héldu jól og mörgum var nauðgað án þess að réttlæti fengist. Rétt eins og venjulega. Yngri dætur okkar fengu meðal annars sinn skerf af þessu óréttlæti og ofbeldi. Í tilfelli vinkonu einnar þeirra fékkst ekki viður kenning á broti fyrir dómi á þeim forsendum að nauðgarinn hefði ekki gert sér grein fyrir því að hann væri að nauðga henni. Svona hefur þetta bara alltaf verið Svo gerðist það þann 16. september 2016 að forseti Íslands veitti þeim eina brotamanni sem hlotið hafði dóm fyrir níð á dætrum okkar upp- reist æru að tillögu Bjarna Benedikts- sonar forsætisráðherra sem varð for- senda þess að hinn dæmdi hlaut aftur stöðu yfirburða í samfélaginu. Ekki vitum við hversu hart fjölmiðlar hafa gengið að Bjarna um að rökstyðja þessa embættisgjörð sína en þau einu svör sem fengist hafa eru eitthvað á þá leið að svona hafi þetta nú bara alltaf verið. Rétt eins og páskar, jól og nauðganir. Þess vegna settu tveir æðstu menn þjóðarinnar nafn sitt við þessa gjörð líkt og drengir í hlutastarfi á bílaþvottastöð. „Svona hefur þetta bara alltaf verið.“ (Við biðjum drengi í bílaþvotti afsökunar á samjöfnuninni því við viljum ekki gera þeim upp því- líkt andleysi en ábyrgð þeirra er samt sem áður ekki jöfn við æðstu ráða- menn – sem þeir reyndar hafa ekki gengist við.) Ein af fimm dætrum okkar hlaut réttlæti sem var síðan sullað út í kæru- leysislegri en drambsamri embættis- færslu sitjandi forsætisráðherra. 20% réttlæti varð skyndilega að núlli. Það samkomulag sem dómurinn hafði gert við þolendurna var rofið. Brota- maðurinn hafði afplánað refsinguna og hefði einfaldlega getað bætt sig sem borgari án þess að krefjast í hroka sínum yfirburðastöðu í þjóðfélaginu og yfirvaldið þurfti ekki að ganga að henni. Ójöfn skipting frelsis og tækifæra John Rawls (1921-2002) er af mörgum álitinn merkasti stjórnamálaheim- spekingur síðari hluta 20. aldar. Höfuðrit hans er bókin Kenning um réttlæti (A Theory of Justice) sem kom út árið 1971. Bókin endurvakti hugmyndir um réttlæti og samfélags- sáttmála sem grundvöll stjórnmála. Í henni segir Rawls meðal annars: „Öll frumgæði mannlegs samfélags – frelsi og tækifæri, tekjur og auður og forsendur sjálfsvirðingar – eiga að skiptast jafnt á fólk nema því aðeins að ójöfn skipting einhverra eða allra þessara gæða sé þeim til hagsbóta sem verst eru settir.“ Segjum sem svo að engin þeirra kvenna sem Robert Downey braut á hafi lokið stúdentsprófi vegna baráttu sinnar við kvíða og áfallastreiturask- anir, þá á engin þeirra rétt á fram- haldsskólamenntun núna vegna þeirra illu og ranglátu laga sem Illugi Gunnarsson kom á í ráðuneytistíð sinni í ráðuneyti menntamála. Engin þeirra var heldur spurð álits á ó-flekk- un mannorðs þess sem níddist á þeim og beitti aflsmunum sínum og forrétt- indum til að brjóta á þeim. Réttlátt væri að tækifærin væru þeirra. Rétt- látt væri að þær þyrftu ekki að óttast að mæta í framtíðinni með svívirtum börnum sínum (sem tölfræðin sýnir að ansi miklar líkur séu á) í réttarsal þar sem hann gæti mögulega verið verjandi gerandans. En svona hefur þetta bara alltaf verið. Tækifærin eru þeirra sem valdinu beita. Rawls skrifar einnig: „Réttlæti er höfuðkostur á stofnun- um samfélags, eins og sannleikurinn er á kenningum. Það er sama hversu fögur og nýtileg kenning er: ef hún er ósönn verður að breyta henni eða hafna. Eins er um stjórnarskrár og stofnanir. Það er sama hversu hagan- lega þeim er fyrir komið, og hversu gagnlegar þær eru: ef þær eru ranglát- ar verður að breyta þeim eða bylta.“ Við höfum rekið okkur á að minnsta kosti í þrígang í máli Roberts Downey hingað til að ef Nýja stjórnar skráin hefði verið við lýði þá hefði atburðarásin verið önnur; sam- viska forsetans hefði ekki verið sett í vonda stöðu, upplýsingalögin hefðu verið opin en ekki lokuð og tillit tekið til verndar börnum hvað ákvarðanir varðar. Gamla stjórnarskráin stendur því í þessu samhengi fyrir viðhorfið: „Svona hefur þetta bara alltaf verið.“ Höfum hátt Hreyfum við hugsunarhætti okkar. Hættum að setja ábyrgðina á þol- endur. Krefjumst ábyrgðar af ráða- mönnum. Siðmenning er að hugsa fyrst um hag þeirra sem höllum fæti standa. Í hvernig samfélagi viljum við búa? Samfélagi sem verndar börnin okkar og þau sem minna mega sín eða sam- félagi þar sem þeir sem meira mega sín fara kæruleysislega sínu fram af hroka og yfirlæti? Samfélagi sem lokar á upplýsingagjöf eða samfélagi sem býður upp á upplýst gegnsæi? Við hvetjum feður og mæður þessa lands til að spyrna við fótum, hafa hátt og krefjast breytinga. Krefjumst réttláts þjóðfélags fyrir börnin okkar. Bergur Þór Ingólfsson leikari og leikstjóri Þröstur Leó Gunnarsson leikari og leikstjóri Nú getum við ekki lengur áfellst sjálfa okkur fyrir að hafa ekki verndað dætur okkar nógu vel. Við getum ekki annað en reynt að hafa eins hátt og okkur er unnt þar til menningarlegur um- snúningur verður hjá yfir- valdinu og þjóðinni hvað þessi mál varðar. Opið bréf til Benedikts Jóhannessonar, fjármála-ráðherra. Hæstvirtur ráðherra. Við sem þessi orð ritum rekum ferðaheildsölufyrirtæki í Þýska- landi sem sérhæfir sig í ferðum til Íslands og ferðaskrifstofu á Íslandi, sem skipuleggur bæði hóp- og einstaklingsferðir fyrir erlenda ferðamenn á Íslandi. Þessa dagana sitjum við við það verkefni að verðleggja þjónustu okkar fyrir árið 2018. Við erum frekar seint á ferðinni með þetta, höfum dregið þetta verkefni á langinn. Enda er það óvenju flókið og þó höfum við séð ýmislegt á þeim aldarfjórðungi sem við höfum starfað við þetta. Ástæðan fyrir því eru óvissuþættir í rekstrarumhverfinu sem við störfum í. Einkum og sér í lagi er þar um að ræða ofursterkt gengi krónunnar, sem þvingar okkur til að hækka verð á milli ára um tugi prósenta. En eins og það væri ekki nóg, þá hanga fyrirætlanir þínar og ríkisstjórnarinnar um að færa ferðaþjónustuna upp í efsta þrep virðisaukaskattsins þann 1. júlí 2018 eins og fallöxi yfir greininni. Hvað sem mönnum kann að finnast um þessa fyrirhuguðu hækkun, þá er það auðvitað óásættanlegt með öllu að ekki sé búið að útkljá þetta mál, nú þegar ferðaþjónustan þarf að ganga frá sínum samningum fyrir næsta ár. Við vitum ekki hvað þú þekkir vel til starfsumhverfis alþjóðlegrar ferðaþjónustu – en kaupin gerast þannig á eyrinni, að það þarf að fastsetja verð langt fram í tímann. Verðhækkunum vegna skattahækk- ana á einstökum áfangastöðum er samkvæmt evrópskum neytenda- verndarlögum EKKI hægt að velta út í verðlag á alferðum eftir á. Enginn þingmaður eða ráðherra í ríkisstjórninni hefur tekið undir þessa hugmynd þína að hækka virðisaukaskattinn á miðju árinu 2018, þú ert einn eftir sem ekki hefur dregið í land í þessu máli. Nú þarft þú að svara okkur, svara okkur skýrt og þannig að við getum treyst orðum þínum. Svaraðu nú Benedikt Sigurður Ingi Jóhannsson, for-maður Framsóknarflokksins, spyr í grein hér í blaðinu hvort flækjustigið í ferðamálum sé ekki nóg. Tilefnið eru orð mín um að efla þurfi rannsóknir í ferða- málum og koma upp eins konar „lítilli Hafró“. Sigurður telur að slík stofnun væri óþörf og myndi auka á flækjustigið. Ég hef ekki séð þetta verkefni fyrir mér sem nýja stofnun heldur fremur sem styrkingu á því sem fyrir er; vonandi nógu mikla styrk- ingu til að hægt verði að tala um gerbreytingu á rannsóknaumhverfi greinarinnar. Samanburðurinn við Hafrannsóknastofnun er til þess ætlaður að varpa skýru ljósi á þann reginmun sem er á stuðn- ingsumhverfi þessara tveggja stóru atvinnugreina, ferðaþjónustu og sjávarútvegs, og opna augu fólks fyrir þörfinni. Ég leyfi mér að vona að við Sig- urður Ingi séum sammála um að mikilvægt sé að efla þessa stoð- þjónustu greinarinnar. Ég tek undir með honum að samhliða því skulum við forðast eftir megni að flækja málin. Rannsóknir í ferðaþjónustu Bjarnheiður Hallsdóttir eigandi Katla Travel og Katla DMI Pétur Óskarsson eigandi Katla Travel og Katla DMI Við vitum ekki hvað þú þekkir vel til starfsumhverfis alþjóðlegrar ferðaþjónustu – en kaupin gerast þannig á eyrinni, að það þarf að fastsetja verð langt fram í tímann. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunar- ráðherra MAGNOLIA OFFICINALIS Fæst í apótekum, Heilsuhúsið, Hagkaup, Fjarðarkaup, Orkusetrið, Heilsuver, Heilsuhornið Blómaval, Heilsulausn.is, Heimkaup og Iceland Engilhjalla. Hrafnhildur Ólafsdóttir starfar við sjálboðavinnu í Rauða Kross búðinni „Ég vil alls ekki nota lyfseðilsskyld svefnlyf og ákvað því að prófa Magnolia. Ég tek 2 hylki á kvöldin um klukkustund fyrir svefn og hef ekki sofið betur í mörg ár.“ SVEFNVANDI – KVÍÐI – DEPURÐ balsam.is Bætt heilsa og betri líðan með Natural Health Labs 100% náttúruleg bætiefni Hefur verið notað við svefnvandamálum, kvíða og depurð í yfir 2000 ár í Asíu 1 3 . j ú l í 2 0 1 7 F I M M T U D A G U R22 s k o ð U n ∙ F R É T T A B l A ð I ð 1 3 -0 7 -2 0 1 7 0 4 :1 9 F B 0 5 6 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 2 _ N Ý. p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 4 F -5 9 D 8 1 D 4 F -5 8 9 C 1 D 4 F -5 7 6 0 1 D 4 F -5 6 2 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 0 5 6 s _ 1 2 _ 7 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.