Fréttablaðið - 13.07.2017, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 13.07.2017, Blaðsíða 28
Andlitsmaskinn sem kallast „sheet mask“ kemur upp-haflega frá Suður-Kóreu. Kóreskar konur hugsa einstaklega vel um húðina og suðurkóreskar snyrtivörur hafa náð miklum vin- sældum á bandarískum markaði. Svo þekktar eru kóreskar snyrti- vörur orðnar að þær hafa fengið nafnið K-fegurð. Snyrtivörur eru orðnar helsta útflutningsgreinin í Suður-Kóreu. Erna Hrund Hermannsdóttir, förðunarfræðingur og vörumerkja- stjóri hjá Ölgerðinni, segir að helsta þróunin í snyrtivöruiðnað- inum komi yfirleitt frá Suður- Kóreu. „Kóreskar konur hafa alla tíð hugsað sérstaklega vel um húðina. Vísindin þar í landi hafa fylgt því eftir og eru mjög framar- lega á þessu sviði. Maskagrímur eru þægileg leið til að venja konur við að nota maska. Það er hægt að kaupa einn skammt í einu en gríman er mikið orkubúst fyrir húðina. Grímurnar eru til í miklu úrvali, fyrir alls kyns húðgerðir og aldur. Þær eru rakagefandi og hafa mjög mýkjandi og góð áhrif. Maskinn er til núna frá fjölmörg- um snyrtivörumerkjum þótt hann hafi upphaflega verið eingöngu í vörum frá Suður-Kóreu. Menn eru fljótir að tileinka sér góða hluti,“ segir Erna. Hún segir ekki þörf á að hafa grímuna lengi á sér. „Það fer svo- lítið eftir hvaða maski þetta er en yfirleitt þarf gríman að vera á andlitinu í 10-15 mínútur. Síðan er hægt að nota afganginn í henni til að nudda aðra hluta líkamans. Gríman er þunn eins og bréfþurrka og einföld í notkun. Það eru til rakamaskar, næringarmaskar, collagen-maskar, hreinsimaskar og allt mögulegt fleira. Það er meira að segja til gullmaski en þá er gull sett í formúlana sem gefur frískt yfirbragð. Gullið á að vera gott fyrir eldri húð.“ Erna segir að það sé ekkert mál að setja maskann á sig heima. „Það eru margar tegundir til hér á landi og um að gera að prófa. Þessir maskar hafa verið vinsælir í nokk- urn tíma og það hefur aukist frekar en hitt. Snyrtivörusýningar eru tvisvar á ári í Seúl í Suður-Kóreu og þangað flykkjast framleiðendur um allan heim til að skoða hvað er nýtt. Það nýjasta er leir fyrir húð og hár sem er að verða mjög vin- sæll. Það er mikil þróun í andlits- möskum.“ Með grímu í flugvél Erna segir að andlitsgríman sé vinsæl hjá flugfreyjum og fólki sem fljúgi mikið en þeir sem hafa verið á ferðinni hafa hugsanlega séð fólk með hvíta grímu í flugi. „Það er mælt með þessum maska fyrir flug- fólk vegna þess hversu þurrt loftið er í vélunum. Ég er mjög ánægð með hversu vinsælir þessir maskar hafa verið. Íslenskar konur hugsa greinilega vel um húðina. Heil- brigð húð skiptir máli,“ segir Erna. Í stað þess að kaupa alls kyns krem og skrúbba er hægt að fá maskagrímuna með flestum lausnum. Þær eru til frá mörgum merkjum og á mismunandi verði. New York Magazine hefur fjallað um andlitsmaskann og skrifar að fegurðarvörur auk rafeindatækja og bíla séu orðnar helstu útflutn- ingsvörur í Suður-Kóreu. Landið er ekki ríkt af auðlindum en er stöðugt að finna nýjar leiðir og vörur til útflutnings. Kóreskar konur hafa alla tíð hugsað sérstaklega vel um húð- ina. Vísindin þar í landi hafa fylgt því eftir og eru mjög framarlega á þessu sviði. Erna Hrund Hermannsdóttir Elín Albertsdóttir elin@365.is Erna Hrund förðunarfræðingur segir að andlitsgríman sé mjög góð fyrir húðina. MYND/ANTON BRINK Leikkonan Kate Hudson og Stella McCartney tískuhönnuður sýndu mynd á Instagram þar sem þær eru með gullmaska. Hann á að vera sér- lega góður fyrir húðina. Andlitsmaskinn er eins og þunnur pappír sem leggst á andlitið. Andlitsmaskinn sem sló í gegn Andlitsmaski sem hylur andlitið eins og gríma er eitt helsta tískuæðið núna. Fræga fólkið hefur einnig sýnt sig á Instagram með alls kyns maskagrímur fyrir andlitinu. Laugavegi 178 | Sími 555 1516 Kíkið á myndir og verð á Facebook Peysa á 9.900 kr. - einn litur - stærð S - XXL Bolur á 7.900 kr. Buxur á 7.900 kr. Opið virka daga kl . 11–18 Opið laugardaga k l. 11-15 Netverslun á tiskuhus.is Holtasmára 1 201 Kópavogur (Hjartaverndarhúsið) Sími 571 5464 Stærðir 38-52 Smart sumarföt, fyrir smart konur ÁSKRIFTIN FYLGIR ÞÉR 365ASKRIFT.is Með sjónvarpsáskrift hjá 365 getur þú horft á uppáhaldssjónvarpsefnið þitt, hvar og hvenær sem er – því áskriftin fylgir þér. Kynntu þér málið á 365askrift.is 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 3 . j ú l í 2 0 1 7 F I M MT U DAG U R 1 3 -0 7 -2 0 1 7 0 4 :1 9 F B 0 5 6 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 4 F -2 D 6 8 1 D 4 F -2 C 2 C 1 D 4 F -2 A F 0 1 D 4 F -2 9 B 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 5 6 s _ 1 2 _ 7 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.