Fréttablaðið - 13.07.2017, Page 28

Fréttablaðið - 13.07.2017, Page 28
Andlitsmaskinn sem kallast „sheet mask“ kemur upp-haflega frá Suður-Kóreu. Kóreskar konur hugsa einstaklega vel um húðina og suðurkóreskar snyrtivörur hafa náð miklum vin- sældum á bandarískum markaði. Svo þekktar eru kóreskar snyrti- vörur orðnar að þær hafa fengið nafnið K-fegurð. Snyrtivörur eru orðnar helsta útflutningsgreinin í Suður-Kóreu. Erna Hrund Hermannsdóttir, förðunarfræðingur og vörumerkja- stjóri hjá Ölgerðinni, segir að helsta þróunin í snyrtivöruiðnað- inum komi yfirleitt frá Suður- Kóreu. „Kóreskar konur hafa alla tíð hugsað sérstaklega vel um húðina. Vísindin þar í landi hafa fylgt því eftir og eru mjög framar- lega á þessu sviði. Maskagrímur eru þægileg leið til að venja konur við að nota maska. Það er hægt að kaupa einn skammt í einu en gríman er mikið orkubúst fyrir húðina. Grímurnar eru til í miklu úrvali, fyrir alls kyns húðgerðir og aldur. Þær eru rakagefandi og hafa mjög mýkjandi og góð áhrif. Maskinn er til núna frá fjölmörg- um snyrtivörumerkjum þótt hann hafi upphaflega verið eingöngu í vörum frá Suður-Kóreu. Menn eru fljótir að tileinka sér góða hluti,“ segir Erna. Hún segir ekki þörf á að hafa grímuna lengi á sér. „Það fer svo- lítið eftir hvaða maski þetta er en yfirleitt þarf gríman að vera á andlitinu í 10-15 mínútur. Síðan er hægt að nota afganginn í henni til að nudda aðra hluta líkamans. Gríman er þunn eins og bréfþurrka og einföld í notkun. Það eru til rakamaskar, næringarmaskar, collagen-maskar, hreinsimaskar og allt mögulegt fleira. Það er meira að segja til gullmaski en þá er gull sett í formúlana sem gefur frískt yfirbragð. Gullið á að vera gott fyrir eldri húð.“ Erna segir að það sé ekkert mál að setja maskann á sig heima. „Það eru margar tegundir til hér á landi og um að gera að prófa. Þessir maskar hafa verið vinsælir í nokk- urn tíma og það hefur aukist frekar en hitt. Snyrtivörusýningar eru tvisvar á ári í Seúl í Suður-Kóreu og þangað flykkjast framleiðendur um allan heim til að skoða hvað er nýtt. Það nýjasta er leir fyrir húð og hár sem er að verða mjög vin- sæll. Það er mikil þróun í andlits- möskum.“ Með grímu í flugvél Erna segir að andlitsgríman sé vinsæl hjá flugfreyjum og fólki sem fljúgi mikið en þeir sem hafa verið á ferðinni hafa hugsanlega séð fólk með hvíta grímu í flugi. „Það er mælt með þessum maska fyrir flug- fólk vegna þess hversu þurrt loftið er í vélunum. Ég er mjög ánægð með hversu vinsælir þessir maskar hafa verið. Íslenskar konur hugsa greinilega vel um húðina. Heil- brigð húð skiptir máli,“ segir Erna. Í stað þess að kaupa alls kyns krem og skrúbba er hægt að fá maskagrímuna með flestum lausnum. Þær eru til frá mörgum merkjum og á mismunandi verði. New York Magazine hefur fjallað um andlitsmaskann og skrifar að fegurðarvörur auk rafeindatækja og bíla séu orðnar helstu útflutn- ingsvörur í Suður-Kóreu. Landið er ekki ríkt af auðlindum en er stöðugt að finna nýjar leiðir og vörur til útflutnings. Kóreskar konur hafa alla tíð hugsað sérstaklega vel um húð- ina. Vísindin þar í landi hafa fylgt því eftir og eru mjög framarlega á þessu sviði. Erna Hrund Hermannsdóttir Elín Albertsdóttir elin@365.is Erna Hrund förðunarfræðingur segir að andlitsgríman sé mjög góð fyrir húðina. MYND/ANTON BRINK Leikkonan Kate Hudson og Stella McCartney tískuhönnuður sýndu mynd á Instagram þar sem þær eru með gullmaska. Hann á að vera sér- lega góður fyrir húðina. Andlitsmaskinn er eins og þunnur pappír sem leggst á andlitið. Andlitsmaskinn sem sló í gegn Andlitsmaski sem hylur andlitið eins og gríma er eitt helsta tískuæðið núna. Fræga fólkið hefur einnig sýnt sig á Instagram með alls kyns maskagrímur fyrir andlitinu. Laugavegi 178 | Sími 555 1516 Kíkið á myndir og verð á Facebook Peysa á 9.900 kr. - einn litur - stærð S - XXL Bolur á 7.900 kr. Buxur á 7.900 kr. Opið virka daga kl . 11–18 Opið laugardaga k l. 11-15 Netverslun á tiskuhus.is Holtasmára 1 201 Kópavogur (Hjartaverndarhúsið) Sími 571 5464 Stærðir 38-52 Smart sumarföt, fyrir smart konur ÁSKRIFTIN FYLGIR ÞÉR 365ASKRIFT.is Með sjónvarpsáskrift hjá 365 getur þú horft á uppáhaldssjónvarpsefnið þitt, hvar og hvenær sem er – því áskriftin fylgir þér. Kynntu þér málið á 365askrift.is 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 3 . j ú l í 2 0 1 7 F I M MT U DAG U R 1 3 -0 7 -2 0 1 7 0 4 :1 9 F B 0 5 6 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 4 F -2 D 6 8 1 D 4 F -2 C 2 C 1 D 4 F -2 A F 0 1 D 4 F -2 9 B 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 5 6 s _ 1 2 _ 7 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.