Fréttablaðið - 13.07.2017, Síða 24

Fréttablaðið - 13.07.2017, Síða 24
Vonbrigði gegn Götustrákunum Púðurskot í Krikanum Íslandsmeistarar FH fóru illa að ráði sínu þegar þeir gerðu 1-1 jafntefli við Víking Götu frá Færeyjum í fyrri leik liðanna í 2. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu í Kaplakrika í gær. FH-ingar komust yfir en fengu á sig jöfnunarmark sem gæti reynst dýrkeypt. Færeyska liðinu dugir markalaust jafntefli í seinni leiknum á heimavelli á miðvikudaginn í næstu viku til að komast áfram. Fréttablaðið/steFán 1 3 . j ú l í 2 0 1 7 F I M M T U D A G U R24 S p o R T ∙ F R É T T A B l A ð I ð sport Með þjálfara og íþróttasál- fræðing á golfvelli truMps atvinnukylfingurinn valdís þóra jónsdóttir hefur leik í dag á opna bandaríska meistaramótinu í golfi. Mótið fer fram á trump national golf Club, Bedminster, n.j. og stendur það yfir í fjóra daga. Mótið er eitt af fimm risamótum hvers árs á lpga-mótaröðinni og komst valdís inn í mótið með góðum árangri á úrtökumóti sem fram fór á englandi í júní. valdís þóra verð- ur í ráshóp með Yan liu frá Kína og áhugakylfingnum Dylan Kim fyrstu tvo dagana. þær hefja leik kl. 14.20 að staðartíma eða 18.20 að íslenskum tíma. Mótið fer fram á einum af mörgum golfvöllum sem eru í eigu Donalds trump Banda- ríkjaforseta. Búist er við því að hann mæti á svæðið og er öryggisgæslan á vellinum gríðarleg að sögn Hlyns geirs Hjartarsonar, þjálf- ara valdísar þóru. Hlynur verður kylfuberi hennar í mótinu. tómas freyr aðal- steinsson íþróttasál- fræðingur er einnig mættur til aðstoðar. Í dag 18.00 Us Women’s Open Sport4 20.00 John Deere Classic Golfst. 20.00 Valur - Domzale Valsvöllur Nýjast FH - Víkingur Götu 1-1 1-0 Emil Pálsson (49.), 1-1 Adeshina Lawal, víti (73.). Seinni leikurinn fer fram í Færeyjum 19. júlí. Forkeppni Meistaradeildar HalDa valsMenn Hreinu þriðja evrópuleiKinn í röð? valsmenn taka í kvöld á móti slóvenska liðinu Domzale í fyrri leik liðanna í 2. umferð forkeppni evrópudeildarinnar í fótbolta. leikurinn fer fram á valsvelli á Hlíðarenda og hefst klukkan 20.00. valsmenn slógu ventspils fK frá lettlandi út í fyrstu umferð og hélt valsliðið þá marki sínu hreinu í báðum leikjum. það er mikilvægt fyrir valsmenn að fá ekki á sig mark í kvöld. MMA „Ég er mjög stoltur og spenntur fyrir helginni. sunna á laugardag og gunni á sunnudag. þetta er risahelgi hjá okkur og sennilega sú stærsta sem við höfum tekið þátt í,“ segir Haraldur Dean nelson, faðir gunn- ars nelson og framkvæmdastjóri Ég er alltaf jafn stressaður Haraldur Dean Nelson er afar stoltur af syni sínum, Gunnari, sem er í aðalbardaga á UFC-kvöldi í Glasgow um helgina. Ef vel fer á þessu stóra kvöldi vonast faðirinn eftir því að Gunnar mæti næst manni á topp 5. Haraldur nelson er mættur til Glasgow. Fréttablaðið/sóllilJa baltasarsDóttir Mjölnis, en hann var þá nýlentur í glasgow í skotlandi þar sem mikið stendur til. ekki bara er sonur hans að keppa í glasgow heldur er fyrsta atvinnu- bardagakona landsins, sunna „tsun ami“ Davíðsdóttir, að keppa í Kansas og það verður vel fylgst með henni í glasgow þangað sem Har- aldur er mættur ásamt syni sínum og öðrum úr föruneyti Mjölnis. Öflugur argentínumaður andstæðingur gunnars er öflugur argentínumaður, santiago ponz- inibbio, en hann er búinn að vinna fjóra bardaga í röð og ætlar sér að verða stjarna hjá ufC með því að vinna gunnar. ef gunnar aftur á móti hefur betur þá hefur hann unnið sér inn réttinn til þess að berjast við þá bestu í veltivigt ufC. „það verður ekki hægt að hundsa gunnar þá og mér finnst heldur ekki hægt að gera það núna. þetta er öflugur „striker“ sem er löngu kominn með svart belti í brasilísku jiu jitsu. Mér finnst gunni hafa verið að berjast niður fyrir sig en ponzin - ibbio er samt talinn einn sá vanmet- nasti í þyngdarflokknum. gunni hefur sýnt að hann er óhræddur við að taka áhættubardaga. ef þetta fer eins og við vonumst eftir er það vonandi maður á topp fimm næst,“ segir Haraldur ákveðinn. það að gunnar sé aðalnúmerið á stóru bardagakvöldi í glasgow segir samt mikið um sterka stöðu hans innan ufC. það er mikið afrek að komast í slíka stöðu. „þeir sem eru ekki almennilega að sér í MMa fatta kannski ekki hversu stórt mál þetta er. það er mikill heiður að vera í aðalbardaga kvöldsins hjá ufC. þetta er risa- kvöld fyrir gunnar og okkur sem stöndum að honum. auðvitað er ég gríðarlega stoltur af honum,“ segir Haraldur og stoltið leynir sér ekki á andliti hans. aðeins meira aukastress núna Hvert einasta foreldri getur rétt ímyndað sér að það sé erfitt að horfa á eftir barninu sína inn í búrið hjá ufC í hörkubardaga. Haraldur hefur áður sagt frá því að hann sé venju- lega mjög stressaður og það er ekk- ert að lagast. „Ég er alltaf jafn stressaður og er ekkert að leyna því. nú er aðeins meira aukastress þar sem gunni er í aðalbardaganum. það setur reyndar aukastress á alla og ekki síst á gunna. það er auðvitað samt líka pressa á ponzinibbio þannig að það eru allir um borð í sama báti hérna,“ segir Haraldur en eðlilega er hann stressaðastur þar sem sonur hans er inni í búrinu. „það eykur aðeins hjartsláttinn hjá mér en ég þekki sportið vel. geri mér grein fyrir hættunni sem fylgir rétt eins og hestamaður veit hvaða hættu hann er í er hann fer á bak. spennan er líka kannski eitthvað sem maður sækir í.“ Henry B. Gunnarsson henry@frettabladid.is 1 3 -0 7 -2 0 1 7 0 4 :1 9 F B 0 5 6 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 4 F -5 4 E 8 1 D 4 F -5 3 A C 1 D 4 F -5 2 7 0 1 D 4 F -5 1 3 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 5 6 s _ 1 2 _ 7 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.