Fréttablaðið - 15.07.2017, Síða 4

Fréttablaðið - 15.07.2017, Síða 4
WWW.GÁP.IS FAXAFENI 7 · SÍMI 5 200 200 FULLUR GÁMUR AF NÝJUM HJÓLUM SEM VIÐ ÞURFUM AÐ LOSNA VIÐ - STRAX! LOKADAGUR · OPIÐ 1 0 - 16 Í DAG! GÁMASALAN 13. - 15. JÚLÍ Í FAXA FENI ALLT AÐ 50% AFSLÁTTUR Ragnheiður Stefánsdóttir fyrrverandi starfsmaður Hríms sagði málið ekki snúast um pen- inga heldur að það hefði verið brotið á sér eftir að kærunefnd jafnréttismála úrskurðaði að Hrím hönnunarhús hefði brotið gegn ákvæðum jafnréttislaga með því að borga henni lægri laun en starfsbróður hennar. Hörður Ragnarsson hjólreiðakappi sagðist strax farinn að huga að næsta móti þrátt fyrir alvarlegt slys um síðustu helgi í Kia Gullhringn- um á Laugar vatni. Hörður var útskrif- aður af sjúkrahúsi á þriðjudag og er alveg skýr í þeirri skoðun sinni að engum sé um að kenna. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi utanríkisráðherra verður skipuð for- stjóri Lýðræðis- og mannréttinda- skrifstofu Öryggis- og samvinnustofn- unar Evrópu (ODIHR) í næstu viku. Skipun hennar er liður í sáttatillögu sem binda á enda á mánaðalangar deilur innan Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) um hvaða ríki skuli hljóta fjórar háar stöður innan stofnunarinnar. Tölur vikunnar 09.07.2017 – 15.07.2017 Þrjú í fréttum Réttlæti, þrautseigja og starf hjá ÖSE 13 milljónir króna kostaði ný auglýsingaherferð ÁTVR er nefnist Röðin. Er Vínbúðin sökuð um að bruðla með almannafé. 2.242 metrar eru frá yfirborði sjávar og niður að þýska flutningaskipinu Minden. Félagið Advanced Marine Services vill starfsleyfi til að ná í kassa með góð- málmum sem það kveðst hafa fundið í póstherbergi skipsins. hlut hefur Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði karlalandsliðsins í knattspyrnu, eignast í Bjórböðunum. Eru þau rekin við hlið Bruggsmiðjunnar Kalda á Árskógssandi. 135 milljónir króna fram úr áætlun fara framkvæmdir við endurbætur á Sundlaug Akureyrar. Áttu þær að kosta 270 milljónir en munu kosta 405 milljónir hið minnsta. 9,1 milljarð króna rukkaði Bláa lónið viðskiptavini um á síðasta ári. Þá námu tekjur Jarðbað- anna við Mývatn 725 milljónum króna og Fontana 372 milljónum. 58 manna hópur eldri borgara og annarra safn- aðarmeðlima Áskirkju þurfti að horfa á eftir Herjólfi í gegnum móðugler eftir að rútufyrirtæki týndi bókun þeirra. 10% Samfélag „Ég er mjög ánægður með að hún sé að skoða þetta ferli. Það er byrjunin. Við höfum sagt að þetta sé undarlegt ferli. Þegar tilfelli Róberts Árna kemur upp, þar sem maður sem hefur aldrei játað en er dæmdur fær uppreist æru í gegnum ráðuneytið, þá finnst mér frábært að hún ætli að endurskoða þetta,“ segir Bergur Þór Ingólfsson, leikari og leikstjóri, um þá ákvörðum Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra að leggja fram frumvarp í haust um fyrirhugaðar breytingar sem varða uppreist æru. Vinna við gerð frumvarpsins er þegar hafin. Bergur Þór er faðir stúlku sem Robert Downey, áður Róbert Árni Hreiðarsson, braut á. Róbert fékk uppreist æru sem hefur vakið gremju margra og enn hafa engar upplýsing- ar fengist um hver það var sem mælti með að hann fengi óflekkað mann- orð. Morgunblaðið greindi frá því í gær að til greina kæmi að afnema heimild stjórnvalda í hegningar- lögum til að veita einstaklingum uppreist æru. Bergur og Þröstur Leó Gunnarsson skrifuðu pistil í Fréttablaðið sem fór víða. Bergur segir að viðbrögðin hafi verið mjög jákvæð og fjölmörg á ýmsum miðlum og virkað sem hvatning á þá félaga. „Þetta hefur rétt aðeins við bakið á þolendum Róberts Árna. Það er vakning um þessi mál- efni því þetta er ekki rétt. Við þurfum að leiðrétta menningu okkar,“ segir Bergur. Hann segir að það eigi ekki að vera nauðganir um hverja verslunar- mannahelgi. „Þessi mál eiga ekki að fara í gegnum dómskerfið eins og þau gera og ég finn fyrir mikilli þörf fólks fyrir að leiðrétta og ræða þessi mál. Þetta gerist orðið svo oft, er svo mikið og almennt og næstum því viðtekin venja. Ég skil þetta ekki.“ Bergur segir þörf á að ræða þessi mál áfram og komast að niðurstöðu. benediktboas@365.is Viðbrögðin hafa rétt við bakið á þolendum Róberts Downey Vinna er hafin við frumvarp sem dómsmálaráðherra ætlar að leggja fram í haust, um breytingar á uppreist æru. Faðir stelpu sem hefur orðið fyrir ofbeldi fagnar frumvarpinu og vill halda áfram að ræða þessi mál. Enn fást engin svör frá ráðuneyti um hver það var sem veitti umsögn vegna óskar Róberts um uppreist æru, Almenningur hefur haft mikinn áhuga á breytingum á kynferðisbrotum undanfarin ár. Hér frá mótmælum við lögreglu- stöðina á Hverfisgötu þar sem mönnum hafði verið sleppt eftir rannsókn lögreglu. FréttAblAðið/VilHelm Þetta hefur rétt aðeins við bakið á þolendum Róberts Árna. Það er vakning um þessi málefni því þetta er ekki rétt. Við þurfum að leiðrétta menningu okkar. Bergur Þór Ingólfsson 1 5 . j ú l í 2 0 1 7 l a u g a r D a g u r4 f r é T T i r ∙ f r é T T a B l a ð i ð 1 5 -0 7 -2 0 1 7 0 4 :1 2 F B 1 0 4 s _ P 1 0 1 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 9 2 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 5 2 -C 3 C 8 1 D 5 2 -C 2 8 C 1 D 5 2 -C 1 5 0 1 D 5 2 -C 0 1 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 1 0 4 s _ 1 4 _ 7 _ 2 0 1 7 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.