Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.07.2017, Qupperneq 14

Fréttablaðið - 15.07.2017, Qupperneq 14
Skoða úrvalið í nýju hönnunarversluninni Ypsilon sem var opnuð í vikunni á annarri hæð í Aðalstræti 2. „Við erum fimm hönnuðir og einn mynd- og hljóðlistarmaður sem komum að versluninni og við erum að selja okkar eigin hönnun ásamt því að kaupa inn vörur frá spennandi fólki um allan heim,“ segir fatahönnuður- inn Þórey Björk Halldórsdóttir. Um helgina, af hverju ekki að … LeSa bókina Pínulítil kenopsía. Varúð, hér leynast krókódílar sem er fyrsta bók rithöfundarins Jóhönnu Maríu Einarsdóttur. „Ég held að Pínulítil kenopsía sé fyrir langflesta sem hafa gaman af því að lesa og/eða hlæja,“ segir Jóhanna spurð út í fyrir hvern bókin sé. „Textarnir eru mjög ólíkir og ætti því hver og einn að geta fundið sinn uppáhaldstexta. Mér hefur líka verið greint frá því að bókin sé svolítið eins og ég sjálf; svolítið skrítin, dálítið spes en mjög skemmtileg.“ Njóta ljúfra tóna á sunnudaginn á stofutónleikum Gljúfra- steins þar sem Dúó Atlan- tica spilar. Dúó Atlantica er skipað mezzósópran- söngkonunni Guðrúnu Jóhönnu Ólafsdóttur og spænska gítarleikar- anum Francisco Javier Jáuregui. Á tónleikunum Hvert örstutt spor munu þau flytja íslensk þjóðlög og sönglög eftir Jón Ásgeirsson, Jón Nordal, Sigvalda Kaldalóns, Hauk Tómasson og þau sjálf. Þess má geta að stofutónleikar Gljúfrasteins eru haldnir hvern sunnudag frá 4. júní til 27. ágúst og hefjast þeir kl. 16.00. Miðaverð er 2.000 krónur. DaNSa trylltan dans. Svanhildur Valsdóttir verður plötusnúður kvöldsins á Hressó á sunnudaginn og spilar dúndrandi gullaldartangótónlist. Hún mun einnig sjá um leiðsögn í argentínskum tangó fyrir dansþyrsta. Aðgangseyrir er 700 krónur. Dans- kvöldið hefst klukkan 17.30. Er ekki tilvalið að enda helgina á trylltum dansi? Myndlistarkonan Auður Ómars-dóttir opnar e i n k a sý n i n g u sína á laugar-daginn í Gallerý Hvítspóa, Óseyri 2, Akureyri. Auður er fyrst til að sýna í nýja sýningar- rýminu sem er rekið af Önnu Gunn- arsdóttur. Sýningin ber heitið Man! I Feel Like a Woman en verkin á sýning- unni eru unnin út frá innblæstri frá samnefndu lagi eftir tónlistarkonuna Shaniu Twain. Á sýningunni eru bæði teikningar og skúlptúrar. „Verkin eru að miklu leyti unnin í samtali við umhverfið, en Hvítspói stendur í iðnaðarhverfi á Akureyri sem er uppeldisbær minn. Ég vinn með fundna hluti sem ég umbreyti og færi í nýjan búning. Akureyri er frábær staður fyrir gullgrafara eins og mig, tala nú ekki um hvað fólkið er næs. Á sýningunni eru einnig teikn- ingar sem virka eins og birtingar- mynd innra lífs skúlptúranna.“ Spurð út í pælinguna á bak við titil sýningarinnar segir Auður texta lagsins Man I Feel Like a Woman eftir Shaniu Twain hafa veitt henni inn- blástur. „Ég gleymi stundum að ég sé kona og finnst ég mikið í stíl við karla og ýmsa karlaheima. Þessi texti vekur hrifningu mína því ég tengi við hann en skil hann samt ekki alveg. Texti Shaniu er frábær og minnir mann á að hafa gaman,“ segir Auður. Sýningin Man! I Feel Like a Woman, sem er sjötta einkasýning Auðar, stendur yfir til 15. ágúst í Gall- erýi Hvítspóa. – gha Akureyri er frábær staður fyrir gullgrafara Auður Ómarsdóttir opnar sína sjöttu einkasýningu um helgina. CINQUE TERRE Vinsæl gönguferð Bir t m eð fy rir va ra um pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé r r étt til le iðr étt ing a á sl íku . A th. að ve rð ge tur br ey st án fy rir va ra . Cinque Terre heitir eftir fimm þorpum sem virðast hanga utan í bröttum hlíðunum en svæðið er í raun einn þjóðgarður og er í heild sinni á heimsminjaskrá UNESCO. Þarna mynda fallegar hafnir, fullar af litskrúðugum fiskibátum og þröngum strætum mjög sérstaka stemmningu. Göngurnar er í um 4–6 klst. á dag og flokkast ferðirnar sem léttar til miðlungserfiðar og henta því flestum sem eru í nokkuð góðu formi. Frá kr. 215.500 m/morgunmverði & 3 kvöldverðum Gönguferðir um ströndina og þorpin í Cinque Terre á Ítalíu, á svæði sem býr yfir óviðjafnanlegri náttúru- fegurð, menningu og sögu. Fararstjóri: Þuríður Jónsdóttir 29. ágúst í 7 nætur Taktu þátt á frettabladid.is/sumarleikur Gunnar Ingólfur Arnarson og dóttir hans Rebekka Bettý eru fyrstu vinningshafar í Sumarleik Fréttablaðsins. Þau fengu afhentan glæsilegan Author Racer, árgerð 2017 að verðmæti 105 þús- und krónur. Feðginin sendu inn skemmti- lega mynd af Gunnari þar sem hann hefur komið sér vel fyrir með Fréttablaðið. „Þetta er minn fasti staður. Þarna sit ég alltaf og les blaðið á hverjum degi, oftast með kaffibolla. Ég rak augun í auglýsinguna í blaðinu og bað Rebekku í gamni að smella mynd,“ segir Gunnar. „Við vorum svo heppin að hann var uppáklæddur þennan dag og með bindi,“ bætir Rebekka við. „Hundurinn kom svo og stillti sér líka upp.“ Þau voru að vonum ánægð með hjólið. „Þetta er glæsilegt hjól og kemur sér afskaplega vel þar sem ég hef fram að þessu þurft að fá lánað hjól sonar míns,“ segir Gunnar. Fyrstu vinningshafar Sumarleiks Fréttablaðsins Feðginin Gunnar Ingólfur Arnarson og Rebekka Bettý eru fyrstu vinn- ingshafar Sumarleiks Fréttablaðsins. mynd/VIlhelm 1 5 . j ú l í 2 0 1 7 l A U G A R D A G U R14 H e l G i n ∙ F R É T T A B l A ð i ð helgin 1 5 -0 7 -2 0 1 7 0 4 :1 2 F B 1 0 4 s _ P 1 0 2 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 9 1 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 5 2 -B E D 8 1 D 5 2 -B D 9 C 1 D 5 2 -B C 6 0 1 D 5 2 -B B 2 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 1 0 4 s _ 1 4 _ 7 _ 2 0 1 7 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.