Fréttablaðið - 15.07.2017, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 15.07.2017, Blaðsíða 16
Oft fer ég til baka í huganum til fyrstu a u g n a b l i k a n n a þegar ég kom til Kabúl rétt fyrir jól. Það var svo ofboðs- lega súrrealísk upplifun að koma inn í þessar aðstæður í fyrsta skipti. Ég held ég muni aldrei gleyma því,“ segir Una Sighvatsdóttir, upplýs- ingafulltrúi Atlantshafsbandalags- ins í Afganistan. „Ég lenti á flugvellinum og var sótt af Black Hawk-þyrlu. Það var myrkur yfir Kabúl þannig að ég sá ekki neitt. Svo lentum við á stórum fótboltavelli sem er líka þyrlulend- ingarpallur við höfuðstöðvar NATO í Kabúl. Ég lenti þar í þyrlu í kol- niðamyrkri og gerði mér enga grein fyrir umhverfi mínu. Þar var einhver hermaður í fullum herklæðum sem stóð með blys til að sýna mér hvert ég átti að hlaupa. Ég þurfti að grípa töskuna mína, þyrlan enn í gangi, og fara í átt að blysinu. Þetta var bara svo ógleymanleg sena,“ heldur Una áfram. Hún segir atburðarásina hafa verið magnaða en síðan þá kveðst hún orðin vön hasarnum. Una hafði oft áður verið í framandi aðstæðum en hún segir að þetta hafi slegið öllu við. „Ég var fegin að það var myrkur því ég var hlæjandi, ekki af því mér fannst þetta fyndið heldur voru það mín viðbrögð við hvað þetta stuðaði mig. Mér fannst þetta svo súrrealískt.“ Þurfti manneskju með sjónvarpsreynslu „Ég var búin að vera að óska eftir því við utanríkisráðuneytið að komast að hjá friðargæslunni. Ekki endi- lega með Afganistan eða þannig aðstæður í huga en ég var samt til í framandi aðstæður,“ segir Una. Svo kom að því að ráðuneytið spurði hana hvort hún vildi fara til Afganistans. Þörf væri á manneskju með sjónvarpsreynslu og reynslu af framandi aðstæðum og hentaði Una því vel, hefur enda ferðast um heiminn og gegnt starfi fréttamanns á Stöð 2. „Ég vissi það um leið að þetta væri lífsreynsla sem ég gæti ekki sagt nei við.“ Daglegt starf Unu felst að miklu leyti í því að framleiða myndefni fyrir NATO. „Ég er að filma fyrst og fremst. Það er svolítið nýtt fyrir mér. Þótt ég hafi verið að vinna með sjónvarpsefni þá þurfti ég svolítið að tileinka mér að vera sjálf á bak við myndavélina og að klippa og gera allt sem eins manns teymi.“ Herstöðin suðupottur Höfuðstöðvar Atlantshafsbanda- lagsins í Kabúl eru afar fjölmennar þótt svæðið sé ekki stórt. Þar starfar fólk frá 39 ríkjum og eru höfuð- stöðvarnar einnig bandarísk her- stöð. Því getur stemningin á vinnu- staðnum orðið skrautleg. „Þetta er bókstaflega tvíklofið því Bandaríkjamenn eru fjölmennastir þarna. Þeir eru þarna bæði sem hluti af NATO og líka sem hluti af Banda- ríkjaher og eru því með tvö aðskilin verkefni í gangi. Maður sér mikinn mun á milli Evrópuþjóðanna og Bandaríkjamanna í nálgun og sýn á verkefnið. Það verða stundum árekstrar sem eru aðallega á milli Bandaríkjanna og Evrópulandanna sem heildar. Þar er bara ákveðinn áherslumunur,“ segir Una. Una segir að aðrir fulltrúar Norður landaþjóðanna hafi boðið hana hjartanlega velkomna og tekið vel á móti henni. Norðurlandaþjóð- irnar reki félagsmiðstöð sem er meðal annars nýtt í að baka vöfflur alla föstudaga og bjóða öðrum þjóðum í veislu. „Það er skemmtilegt svona á alþjóðavettvangi hvernig þetta gerist sjálfkrafa. Ég var nýkomin út og þekkti engan og Norðurlandabú- arnir koma að mér með opinn faðminn og segja: „Auðvitað ert þú með okkur um jólin. Þú ert ein af okkur.“ Það er voða notalegt að finna það,“ segir Una. Hún umgengst þó ekki einungis aðra Norðurlandabúa. „Ég fer alltaf reglulega á kaffifundi með nokkrum hermönnum þarna sem eru frá Alb- aníu, Tyrklandi, Rúmeníu og Spáni. Það er nokkuð tilviljanakennt hvernig þetta velst saman. Það er þannig að það eru helst Bandaríkja- mennirnir sem halda sig dálítið út af fyrir sig og svo eru Evrópubúarnir allir í einum hrærigraut.“ Hvekktari eftir árás Afganistan er stríðshrjáð svæði og kljást þar hermenn ríkisstjórnarinn- ar og Bandaríkjamenn við hryðju- verkasamtök, einkum talíbana. Í maí síðastliðnum var gerð sprengju- árás nærri vinnustað Unu þar sem rúmlega 150 fórust. Að sögn Unu voru almennir borg- arar líklega ekki skotmarkið. „Við, alþjóðaliðið, vorum skotmarkið. Tilhugsunin um að svona geti gerst, að þau gætu náð markmiði sínu, er mjög slæm en það er mjög ólíklegt að þetta gerist aftur. Þessi tilraun misheppnaðist. Hún var náttúru- lega hörmuleg, það var rosalegt mannfall þarna, en það var líklega ekki markmiðið hjá þeim að drepa almenna borgara og vegna þess Eins og í völundarhúsi í Kabúl „Ég vissi það um leið að þetta væri lífsreynsla sem ég gæti ekki sagt nei við,“ segir Una Sighvatsdóttir um starf sitt sem upplýsingafulltrúi NATO í Afganistan. FrÉTTAblAðið/ANTON briNk „Ég ákvað að klæða mig í sparifötin á aðfangadagskvöld þótt norrænu her- mennirnir sem ég hélt jólin með væru allir í herklæðum. Þarna er ég að deila út möndlugraut í eftirrétt ásamt danska hershöfðingjanum Torben Möller,“ segir Una um þessa sjálfsmynd. MyNd/UNA Una Sighvatsdóttir er upplýsingafulltrúi Atlantshafsbandalagsins í Afganistan. Hún upplifir sig örugga þrátt fyrir að starfa á stríðs- hrjáðu svæði. Vinnustaðurinn er suðupottur þar sem fólk frá 39 ríkjum starfar saman og er öryggisgæsla þar afar ströng. Hún efast um að fullnaðarsigur vinnist með hernaði gegn talíbönum. Þórgnýr Einar Albertsson thorgnyr@frettabladid.is ↣ 1 5 . j ú l í 2 0 1 7 l A U G A R D A G U R16 H e l G i n ∙ F R É T T A B l A ð i ð 1 5 -0 7 -2 0 1 7 0 4 :1 2 F B 1 0 4 s _ P 1 0 4 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 8 9 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 5 2 -A B 1 8 1 D 5 2 -A 9 D C 1 D 5 2 -A 8 A 0 1 D 5 2 -A 7 6 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 1 0 4 s _ 1 4 _ 7 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.