Fréttablaðið - 15.07.2017, Side 18

Fréttablaðið - 15.07.2017, Side 18
að það gerðist er enginn sem lýsir ábyrgð á árásinni.“ Una segir andrúmsloftið í höfuð- stöðvunum hafa orðið þrúgandi eftir árásina. „Það verður það. Maður er hvekktari.“ Þá segir hún að í kjölfar árásarinnar hafi öll umferð flutningabíla, en einn slíkur var sprengdur í árásinni, verið bönnuð tímabundið. „Við fundum fyrir því, það var ekki hægt að flytja út rusl eða flytja inn vatn og mat.“ Hins vegar er Una sjaldan í nágrenni slíkra árása. „Ég hef ekki verið í hættulegum aðstæðum þarna í sjálfu sér. Og það á ekki að gerast. Það á ekki að vera hluti af mínu starfi en það getur auðvitað alltaf eitthvað gerst.“ Einu sinni hafi hún hins vegar verið á sjúkrahúsi að taka viðtal, nánar tiltekið í marsmánuði. „Það sprakk sprengja í nágrenninu. Þá vorum við úti á opnu svæði og maður heyrði að hún var nálægt okkur en samt ekki það nálægt að okkur stafaði hætta af henni. Maður veit aldrei hvað kemur í kjöl- farið þannig að við drifum okkur að pakka saman og fara burt.“ Viku síðar var ráðist á sjúkrahúsið. Upplifir sig örugga Þrátt fyrir árásina í maí og þrátt fyrir að starfa á stríðshrjáðu svæði upplifir Una sig örugga. „Ég veit að það er allt gert til að tryggja öryggi, í svo miklum mæli að stundum finnst manni það fara yfir strikið. Það heftir starf okkar allra. Maður er endalaust að lenda í því að maður er að reyna að koma á verkefnum og viðtölum og það er alltaf verið að aflýsa þeim,“ segir hún. Þegar Una fer í slík verkefni þarf hún alltaf að hafa með sér hóp líf- varða og það er ekki sjálfgefið að hægt sé að veita slíkan stuðning. Stundum sé jafnvel öllum þyrlu- ferðum aflýst. Una segir afar erfitt, raunar ómögulegt, að lýsa tilfinningunni og aðstæðunum fyrir fólki sem hefur ekki upplifað þær. „Ég bjóst við því að þetta væri erfitt áður en ég fór en þetta er svo rosalega hamlandi. Það eru múrar alls staðar. Þetta er eins og völundarhús. Maður verður áttavilltur um leið og maður fer út fyrir beisið því þetta eru bara sand- pokaveggir, gaddavír og vegatálmar alls staðar. Þetta er eins langt frá íslenskri upplifun og ég gæti mögu- lega ímyndað mér. Það er engin leið að koma upplifuninni almennilega til skila, hvernig það er að fara þarna um. Mér líður stundum stanslaust eins og ég sé í bíómynd.“ Þá stendur Unu ekki til boða að fara út fyrir veggi borgarinnar til þess að upplifa mannlífið í Kabúl. „Það er eiginleg alveg búið að taka fyrir það, nánast að öllu leyti,“ segir hún og bætir við: „Þeir sem eru þarna fyrir alþjóða- stofnanir eða fyrir herlið, þeir mega eiginlega ekki fara inn í borgina til að versla eða fara á veitingastaði. Það tíðkast ekki lengur út af öryggis- ástæðum. Bæði út af okkar öryggi en líka af því að við erum þá að stofna öryggi þeirra sem eru í kringum okkur í hættu. Því miður.“ Þar af leiðandi hefur hún ekki kynnst almennum borgurum í Kabúl mikið. Hún hefur þó kynnst afgönskum blaðamönnum og segir hún þróun blaðamennsku ljósan punkt í stöðu mála í Afgan- istan. „Það er mjög blómleg afgönsk pressa, sem var ekki til undir talí- bönum. Það er fullt af sjálfstæðum fjölmiðlum þarna og mikill metnað- ur í því. Það er mjög jákvæð og góð þróun í lýðræðisátt enda fjölmiðlar ein af grunnstoðunum.“ Ástandið að versna Þótt fjölmiðlar séu að styrkjast í Afganistan telur Una að ástand mála í landinu sé að versna. „Allavega að því leyti að óvissan er orðin meiri og það hefur færst aukinn þungi í árásir sem eru gerðar. Það hefur ekki batnað nóg í of langan tíma núna þannig að fólk er að verða svartsýnna og það missir vonina svolítið,“ segir Una. „Á þessum tímapunkti hefði fólk viljað sjá fyrir endann á þessu og vegna þess að það sér ekki fyrir endann á þessu er það svolítið erfitt. Það er svolítið áfall,“ bætir hún við. Átökin eru fyrst og fremst við talíbana. „Al-Kaída er þarna ennþá en það fer ekki mikið fyrir þeim. Það eru aðallega talíbanar og svo eru ISIS-liðar að færa sig upp á skaftið. Þeir komu ekki þarna inn fyrr en seint árið 2015 og hafa ekki mjög mikil ítök þarna. Þeir eru ekki fjöl- mennir og eru á jaðrinum. En þeir eru að reyna og það er ekki góð þróun,“ segir Una. „Það vill enginn hafa þá, ekki talíbanar heldur. Það eru líka að brjótast út átök milli ISIS og talíb- ana. ISIS er alger hryllingur.“ Í apríl varpaði Bandaríkjaher svo- kallaðri MOAB-sprengju á neðan- jarðargangakerfi ISIS í Nangarhar í austurhluta Afganistans. Að sögn Unu höfðu liðsmenn ISIS þar meðal annars afhöfðað lögreglumenn, þvingað þorpshöfðingja til að setjast á sprengjur, skyldað konur í búrkur og karla til að vera með alskegg. „Fyrir vikið virðast almennir borg- arar þarna hafi verið sáttir við aðgerðir Bandaríkjamanna, þótt þessi sprengja hafi verið drastísk,“ segir Una. Allir þeir sem vinna á sömu skrifstofu og Una eru bandarískir hermenn og var stemningin á skrifstofunni skrítin í aðdraganda árásarinnar. „Þeir vissu af henni áður en sprengjunni var varpað og funduðu um það. Þá þurfti að gæta þess mjög vel að ég stæði algjörlega utan við slíka fundi því ég mátti ekki vita af þessu,“ segir Una og bætir því við að ekki sé um einsdæmi að ræða. Að sögn Unu virðist ætla að takast að koma í veg fyrir að ISIS nái fót- festu í Afganistan. Hins vegar sé óljóst hvernig átökin við talíbana fari. „Það er samhljómur um að það muni ekki vinnast fullnaðarsigur með hernaði í Afganistan. Ef það ætti að vera lokamarkmiðið þá myndi þetta stríð halda endalaust áfram. Það sem þarf að nást þarna er friðarsamkomulag og pólitískur stöðugleiki sem hugsanlega næst með samningum við talíbana. Bandaríkjamenn telja að til þess að ná því fram þurfi að draga vígtenn- urnar úr talíbönum. Þeim má ekki finnast þeir vera að sigra.“ Mikilvægt að fá innsýn „Eins og flestir Íslendingar er ég mjög mikill friðarsinni og allur hernaður stendur manni dálítið fjarri,“ segir Una. Að hennar mati er hægt að vera tvenns konar friðarsinni. Annars vegar er hægt að loka augunum algjörlega fyrir stríði. „Eða þú getur nálgast þetta á raunsærri hátt og gert þér grein fyrir að stríð séu í gangi í heiminum og að afleiðing- arnar snerti okkur. Við eigum líka aðild að þeim menningarheimi og þeirri pólitík sem liggur að baki. Mér finnst mikilvægt fyrir Ísland að eiga fulltrúa sem fá innsýn í hvernig stríðsmaskínan virkar og hvernig stórveldin vinna,“ segir Una. „Við getum kosið að vera ekki virkur þátttakandi í því, sem er jákvætt, en við ættum samt að hafa stofnanaþekkinguna á því hvað er að gerast þarna. Ég tel að það sé gagnlegt fyrir Ísland að gæta að því að vera meðvitað um ástandið og hafa þekkingu í kerfinu hjá sér um hvað sé að gerast á alþjóðavett- vangi. Þannig getum víð líka tekið upplýstar ákvarðanir um okkar friðarafstöðu,“ segir Una Sighvats- dóttir, upplýsingafulltrúi Atlants- hafsbandalagsins í Afganistan. „Yfir hátíðarnar fór ég með John Nicholson hershöfðingja, æðsta manni herafla NATO í Afganistan, í ferðir milli herstöðva um landið allt. Þennan daginn fórum við í Chinook-þyrl- unni sem sést þarna fyrir aftan mig,“ segir Una um þessa mynd. MYNd/RObeRT TRUJillO „Helmand er eitt af erfiðustu héröðum Afganistans þar sem bardagar eru harðastir milli talíbana og afganska hersins. Góð þjálfun hermanna þar þykir því mjög mikilvæg. Ég fór þangað í vikulanga vinnuferð þar sem ég fylgdist með margs konar þjálfun afganskra hermanna og er þarna á skotvellinum þar sem var verið að þjálfa leyniskyttur. Sjaldnast þarf ég að vera með slæðu við mín störf en geri það samt stundum í aðstæðum eins og þessum,“ segir Una. MYNd/KAY NiSSeN Ég bjóst við því að þetta væri erfitt áður en Ég fór en þetta er svo rosalega hamlandi. það eru múrar alls staðar. þetta er eins og völundarhús. ↣ Íslensk paprika, gúrkur, tómatar og jarðarber í miklu úrvali. -30% 1 5 . j ú l í 2 0 1 7 l A U G A R D A G U R18 H e l G i n ∙ F R É T T A B l A ð i ð 1 5 -0 7 -2 0 1 7 0 4 :1 2 F B 1 0 4 s _ P 0 8 7 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 7 4 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 5 2 -B 9 E 8 1 D 5 2 -B 8 A C 1 D 5 2 -B 7 7 0 1 D 5 2 -B 6 3 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 1 0 4 s _ 1 4 _ 7 _ 2 0 1 7 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.