Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.07.2017, Qupperneq 24

Fréttablaðið - 15.07.2017, Qupperneq 24
Útgefandi: 365 miðlar Veffang: Visir.isÁbyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson Sölumaður auglýsinga: Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.is, s. 512 5429 Það hjálpast allir að og allir eru með sama markmið, að gera allt fyrir stelpurnar. Þær gefa svo mikið af sér og þá vilja allir gera enn meira. Liðið hefur æft stíft fyrir keppnina og ætlar sér alla leið. Undirbúningur hefur staðið yfir frá því í haust þegar liðið tryggði sig í keppnina. Þá fór allt á fullt. En við höfðum auðvitað haft þetta bak við eyrað lengur, stefnan var alltaf að fara til Hollands,“ segir Guðrún Inga Sívertsen, varaformaður KSÍ og formaður landsliðsnefndar, en hún er fararstjóri íslenska landsliðs- hópsins á EM í Hollandi. Þetta er í þriðja sinn sem Guð- rún Inga heldur utan um íslenska hópinn í lokakeppni EM og segist hún reynslunni ríkari. Handtökin séu mörg og margt þurfi að ganga upp. Hún finni þó ekki fyrir stressi. „Ég vil frekar kalla þetta tilhlökk- un. Loksins er komið að þessu og við erum öll með fiðring í magan- um,“ segir Guðrún Inga. „Markmið okkar er að hafa aðbúnaðinn eins góðan og mögulegt er fyrir stelp- urnar. Þær eiga ekki að þurfa að bíða eftir neinu neins staðar. Við viljum hafa umgjörðina eins flotta og hægt er og þetta er heilmikið umstang. Liðsstjórar fóru út á undan liðinu með allan búnaðinn, meira en hundrað kassa af ýmiss konar dóti. Það fer einnig stór hópur af starfsfólki með liðinu út eða hátt í tuttugu manns. Það eru þjálfarar, sjúkraþjálfarar, læknir, fjölmiðlafulltrúi, liðsstjórar og „scouterar“ sem hafa það hlutverk að fara á milli og skoða hin liðin. Öryggisstjóri er einnig í hópnum og þá verður kokkur með okkur í nokkra daga til að brjóta upp mat- seðilinn og elda íslenskan fisk ofan í hópinn,“ segir Guðrún Inga. Starfsliðið kalli sig „Dökkbláa liðið“ þar sem það klæðist dökkbláum fötum en leikmenn- irnir ljósbláum. Það sé ekki síðri liðsandi hjá starfsliðinu og allir leggist á eitt. „Það er valinn maður í hverri stöðu og hrein unun að vinna með þessu fólki. Það hjálpast allir að og allir eru með sama markmið, að gera allt fyrir stelpurnar. Þær gefa svo mikið af sér og þá vilja allir gera enn meira. Það er mikil og jákvæð stemming í kringum liðið Heimferð ekki á dagskránni Guðrún Inga Sívertsen er fararstjóri íslenska liðsins á EM í Hollandi. Hún segir ótal hluti þurfa að ganga upp en finnur ekki fyrir stressi. Mikill hugur er í íslenska hópnum og á liðið ekki bókaða heimferð eftir riðilinn. og mikill stuðningur frá þjóðinni við stelpurnar. Þær finna það vel og eru þakklátar fyrir það,“ segir Guðrún Inga. Hvað má alls ekki klikka? „Æfingavöllurinn þarf að vera í lagi og hótelin, maturinn verður einnig að vera í lagi og allar ferðir milli staða. Við erum með hollenskan aðstoðarmann sem UEFA útvegar okkur og höfum verið í samskipt- um við hann síðustu vikur. Allir þurfa að vera á sömu blaðsíðunni og vita hvað hver er að gera og hvernig við viljum hafa hlutina. Í síðustu viku fór ég til Hollands og kíkti á öll hótelin sem við verðum á. Við verðum með „base camp“ eða heimastöð á hóteli í bænum Ermelo en degi fyrir leik förum við á hótel í þeim bæ þar sem leikirnir fara fram hverju sinni, það er í Tilburg, Doetinchem og Rotter- dam. Eftir leiki fer hópurinn aftur á heimastöðina. Ástæðan er sú að í reglum UEFA segir að það megi ekki vera meira en 60 kílómetrar frá dvalarstað á leikvöllinn,“ segir Guðrún Inga. Á hótelinu er gert ráð fyrir afþreyingu fyrir liðið, hægt verður að grípa í spil og bækur, spila billjard og pílu. Þá getur hópurinn farið út að hjóla um nágrennið sem er mjög fallegt. Dagskráin sé reyndar stíf, æfingar á hverjum degi, fundir og meðferðir hjá sjúkraþjálfara. „Það verður þó einhver frítími. Fjölskyldur leikmanna verða margar hverjar úti að styðja liðið og hægt að verja smá tíma með þeim. Það verður enginn lokaður inni á hóteli. Við spiluðum æfinga- leik við Holland í apríl og þá gisti allt liðið á hótelinu sem verður heimastöðin okkar. Við erum því aðeins búin að máta okkur við það og undirbúa okkur eins vel og við getum,“ segir Guðrún Inga og bætir við að liðið stefni á að komast áfram í keppni. „Auðvitað ætlum við áfram. Það er ekki gert ráð fyrir heimferð eftir riðilinn í dagskránni. Ef við dettum út þá verður það leyst þá og þegar.“ heida@365.is Askalind 3 • 201 Kópavogur • Sími: 562 1500 • friform.is Opið: Mán. - fimmt. kl. 09-18 / Föst. 09-17. Lokað á laugardögum í sumar. INNRÉTTINGAR DANSKAR Í ÖLL HERBERGI HEIMILISINS FJÖLBREYTT ÚRVAL AF HURÐUM, FRAMHLIÐUM, KLÆÐNINGUM OG EININGUM, GEFA ÞÉR ENDALAUSA MÖGULEIKA Á AÐ SETJA SAMAN ÞITT EIGIÐ RÝMI. STERKAR OG GLÆSILEGAR 365.is Sími 1817 333 krá dag* Tryggðu þér áskrift *9.990.- á mánuði. Guðrún Inga Sívertsen, varaformaður KSÍ og formaður landsliðsnefndar, er fararstjóri íslenska landsliðshópsins á EM í Hollandi. Hún segir einvalalið standa að öllum undirbúningi. Mynd/VILHELM 2 ÁfraM ÍSLand 1 5 . j ú l í 2 0 1 7 L aU G a r daG U r 1 5 -0 7 -2 0 1 7 0 4 :1 2 F B 1 0 4 s _ P 0 8 1 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 8 0 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 5 2 -F 5 2 8 1 D 5 2 -F 3 E C 1 D 5 2 -F 2 B 0 1 D 5 2 -F 1 7 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 1 0 4 s _ 1 4 _ 7 _ 2 0 1 7 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.