Fréttablaðið - 15.07.2017, Page 26
Öll liðin eiga sinn ás í ermi
Ísland
Sara Björk Gunnarsdóttir
Aldur: 26 ára
Staða: Miðjumaður
Félagslið: WfL Wolfsburg
Besti leikmaður íslenska liðsins
er einnig einn af betri miðju
mönnum mótsins. Sara var á
meðal bestu miðjumanna Evrópu
í stórri kosningu á meðal 3.000
atvinnumanna um alla álfuna
sem segir okkur hve mikils hún er
metin. Hafnfirðingurinn er annar
af tveimur leikmönnum í íslenska
hópnum með yfir 100 leiki að baki
en hún er að mæta á sitt þriðja
stór mót. Sara Björk er langbesti
leikmaður Íslands og algjör mótor
á miðjunni sem þarf að vera á fullu
allan tímann ætli stelpurnar okkar
að ná markmiðum sínum. Það er
gaman að mæta á stórmót með
einn af bestu leikmönnunum á því
í sínum röðum.
Frakkland
Camille Abily
Aldur: 32 ára
Staða: Miðjumaður
Félagslið: Lyon
Þegar kemur að því að velja ás í
ermi franska liðsins má nánast
loka augunum og benda á eitthvert
nafn í 23 manna hópnum. Þvílík
og önnur eins gæði sjást kannski
í tveimur til þremur liðum á mót
inu. Fréttablaðið tekur út heilann
í liðinu sem er miðjumaðurinn
Camille Abily. Þessi þrautreyndi
leikmaður sem spilar með stórliði
Lyon í Frakklandi hefur ævintýra
lega yfirsýn, er algjör leikstjórn
andi inni á miðjunni auk þess
sem hún skorar og leggur upp
mörk. Abily er næstelst í franska
liðinu, 32 ára gömul, og á að baki
174 landsleiki og 33 mörk. Til að
stöðva spil Frakka þarf að stöðva
hana.
Sviss
Ramona Bachmann
Aldur: 26 ára
Staða: Framherji
Félagslið: Chelsea
Stelpurnar okkar fá kuldahroll frá
hvirfli til ilja þegar þær heyra þetta
nafn. Fyrsti leikur Freys Alexand
erssonar sem landsliðsþjálfari var
á móti Sviss í september 2013 og
þá tók þessi magnaði framherji
íslenska liðið í nefið. Bachmann
er ótrúlega fljót og einn besti leik
maður Evrópu í stöðunni maður á
mann. Hún skorar eins og enginn
sé morgundagurinn og hefur á
skömmum tíma farið frá Rosen
gård í Svíþjóð, þar sem hún spilaði
með Söru Björk Gunnarsdóttur, til
Wolfsburg í Þýskalandi og svo til
Chelsea á Englandi. Bachmann er
aðeins 162 cm á hæð en hún spilar
eins og risi.
Austurríki
Manuela Zinsberger
Aldur: 21 árs
Staða: Markvörður
Félagslið: Bayern München
Leggið nafnið á minnið er það eina
sem hægt er að segja. Þó hún eigi
aðeins ellefu landsleiki að baki og
sé í raun rétt að hefja sinn feril er
Zinsberger einn af betri markvörð
um mótsins og þessi hæfileikaríka
stúlka getur hæglega orðið sú besta
í heimi á komandi árum. Þetta er
alveg ótrúlega góður alhliða mark
vörður sem er magnaður á milli
stanganna og er af nýja skólanum
þannig að Zinsberger er einnig
mjög góð að spila boltanum. Hún
var fyrst kölluð inn í austurríska
landsliðshópinn 17 ára gömul og
spilaði þá sinn fyrsta leik. Fjór
faldur meistari í Austurríki sem
verður erfitt að skora hjá.
Ísland er í mjög
erfiðum riðli á EM
2017 í Hollandi
ásamt stórliði
Frakklands, Sviss
og Austurríki.
Franska liðið er
fullt af frábærum
leikmönnum en
í liðum Sviss og
Austurríkis leyn-
ast líka stjörnur
sem verða stelp-
unum okkar erf-
iðar. Ásinn í ermi
Sviss hefur áður
reynst Íslandi
erfiður.
Betri árangur
með snerpu og krafti
4 áFrAm ÍSlAnd 1 5 . j ú L Í 2 0 1 7 l AU G A r dAG U r
1
5
-0
7
-2
0
1
7
0
4
:1
2
F
B
1
0
4
s
_
P
0
8
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
7
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
D
5
2
-F
0
3
8
1
D
5
2
-E
E
F
C
1
D
5
2
-E
D
C
0
1
D
5
2
-E
C
8
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
8
A
F
B
1
0
4
s
_
1
4
_
7
_
2
0
1
7
C
M
Y
K