Fréttablaðið - 15.07.2017, Page 26

Fréttablaðið - 15.07.2017, Page 26
Öll liðin eiga sinn ás í ermi Ísland Sara Björk Gunnarsdóttir Aldur: 26 ára Staða: Miðjumaður Félagslið: WfL Wolfsburg Besti leikmaður íslenska liðsins er einnig einn af betri miðju­ mönnum mótsins. Sara var á meðal bestu miðjumanna Evrópu í stórri kosningu á meðal 3.000 atvinnumanna um alla álfuna sem segir okkur hve mikils hún er metin. Hafnfirðingurinn er annar af tveimur leikmönnum í íslenska hópnum með yfir 100 leiki að baki en hún er að mæta á sitt þriðja stór mót. Sara Björk er langbesti leikmaður Íslands og algjör mótor á miðjunni sem þarf að vera á fullu allan tímann ætli stelpurnar okkar að ná markmiðum sínum. Það er gaman að mæta á stórmót með einn af bestu leikmönnunum á því í sínum röðum. Frakkland Camille Abily Aldur: 32 ára Staða: Miðjumaður Félagslið: Lyon Þegar kemur að því að velja ás í ermi franska liðsins má nánast loka augunum og benda á eitthvert nafn í 23 manna hópnum. Þvílík og önnur eins gæði sjást kannski í tveimur til þremur liðum á mót­ inu. Fréttablaðið tekur út heilann í liðinu sem er miðjumaðurinn Camille Abily. Þessi þrautreyndi leikmaður sem spilar með stórliði Lyon í Frakklandi hefur ævintýra­ lega yfirsýn, er algjör leikstjórn­ andi inni á miðjunni auk þess sem hún skorar og leggur upp mörk. Abily er næstelst í franska liðinu, 32 ára gömul, og á að baki 174 landsleiki og 33 mörk. Til að stöðva spil Frakka þarf að stöðva hana. Sviss Ramona Bachmann Aldur: 26 ára Staða: Framherji Félagslið: Chelsea Stelpurnar okkar fá kuldahroll frá hvirfli til ilja þegar þær heyra þetta nafn. Fyrsti leikur Freys Alexand­ erssonar sem landsliðsþjálfari var á móti Sviss í september 2013 og þá tók þessi magnaði framherji íslenska liðið í nefið. Bachmann er ótrúlega fljót og einn besti leik­ maður Evrópu í stöðunni maður á mann. Hún skorar eins og enginn sé morgundagurinn og hefur á skömmum tíma farið frá Rosen­ gård í Svíþjóð, þar sem hún spilaði með Söru Björk Gunnarsdóttur, til Wolfsburg í Þýskalandi og svo til Chelsea á Englandi. Bachmann er aðeins 162 cm á hæð en hún spilar eins og risi. Austurríki Manuela Zinsberger Aldur: 21 árs Staða: Markvörður Félagslið: Bayern München Leggið nafnið á minnið er það eina sem hægt er að segja. Þó hún eigi aðeins ellefu landsleiki að baki og sé í raun rétt að hefja sinn feril er Zinsberger einn af betri markvörð­ um mótsins og þessi hæfileikaríka stúlka getur hæglega orðið sú besta í heimi á komandi árum. Þetta er alveg ótrúlega góður alhliða mark­ vörður sem er magnaður á milli stanganna og er af nýja skólanum þannig að Zinsberger er einnig mjög góð að spila boltanum. Hún var fyrst kölluð inn í austurríska landsliðshópinn 17 ára gömul og spilaði þá sinn fyrsta leik. Fjór­ faldur meistari í Austurríki sem verður erfitt að skora hjá. Ísland er í mjög erfiðum riðli á EM 2017 í Hollandi ásamt stórliði Frakklands, Sviss og Austurríki. Franska liðið er fullt af frábærum leikmönnum en í liðum Sviss og Austurríkis leyn- ast líka stjörnur sem verða stelp- unum okkar erf- iðar. Ásinn í ermi Sviss hefur áður reynst Íslandi erfiður. Betri árangur með snerpu og krafti 4 áFrAm ÍSlAnd 1 5 . j ú L Í 2 0 1 7 l AU G A r dAG U r 1 5 -0 7 -2 0 1 7 0 4 :1 2 F B 1 0 4 s _ P 0 8 2 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 7 9 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 5 2 -F 0 3 8 1 D 5 2 -E E F C 1 D 5 2 -E D C 0 1 D 5 2 -E C 8 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 1 0 4 s _ 1 4 _ 7 _ 2 0 1 7 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.