Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.07.2017, Qupperneq 32

Fréttablaðið - 15.07.2017, Qupperneq 32
Mennta- og menningar-málaráðuneytið stendur fyrir viðburðinum sem skipulagður er með viðburðadeild Tilburgar í Hollandi. „Mennta- og menningarmálaráðuneyti í samstarfi við utanríkisráðuneyti, atvinnuvega- og nýsköpunarráðu- neyti, sendiráð Íslands í Frakklandi og Íslandsstofu stóð fyrir menn- ingarviðburðum í kringum EM í Frakklandi í fyrra sem mæltust mjög vel fyrir og ráðherra þótti mikilvægt að jafnræði ríkti milli karla- og kvennaliðsins. Því var ákveðið að blása til tónleika með íslenskum sveitum til að hita upp fyrir fyrsta leikinn,“ segir Arnfríður Sólrún Valdimarsdóttir, sérfræð- ingur hjá mennta- og menningar- málaráðuneytinu. Haft var samband við við- burðadeild Tilburgar þar sem fyrsti leikur Íslands á EM fer fram þriðjudaginn 18. júlí. Búist er við hörkuslag enda mæta stelpurnar heimsmeisturum Frakka. „Í miðborg Tilburg verður útbúið sérstakt stuðningsmanna- svæði eða svokallað Fanzone, í aðeins tveggja og hálfs km fjarlægð frá vellinum. Þar verður skipu- lögð dagskrá frá klukkan 13 til 19. Svæðið er á lokuðu torgi, Pieter Vreedeplein, þar sem öryggis- gæsla er mjög góð en aðgangur að svæðinu er ókeypis og öllum opinn,“ lýsir Arnfríður en meðal þess sem boðið er upp á eru litlir fótboltavellir, fótboltaborð, plötu- snúðar og fleiri fótboltatengd og fjölskylduvæn skemmtiatriði. „Við vorum svo heppin að fá úthlutaðan tímann frá 17.30 til 19 og því verður hægt að peppa vel upp stemninguna fyrir leikinn með íslenskri tónlist,“ segir Arn- fríður en þeir íslensku tónlistar- menn sem koma fram eru hljóm- sveitin Ambadama, söngkonan Glowie og rapparinn Emmsjé Gauti. „Flytjendur voru valdir í samvinnu við skipuleggjendur á staðnum. Þeir fengu lista yfir íslenskar hljómsveitir og völdu úr það sem þeim líkaði.“ Arnfríður telur að góð stemning geti myndast á stuðningsmanna- svæðinu enda vitað af fjölda Íslendinga sem ætla á leikinn. Leikurinn byrjar klukkan 20.45 að staðartíma. Stuðningsmanna- ganga, eða fanwalk, fer af stað frá stuðningsmannatorginu klukkan 19 og að vellinum Koning Willem II Stadium. Hollenskt brass- band fer fyrir göngunni. Eftir leikinn flytja rútur fólkið aftur inn í bæinn. Nánari upplýsingar um dagskrána á stuðn- ingsmannasvæðinu er að finna á weuro2017.nl/ tilburg. Okkur langaði að gera eitt-hvað skemmtilegt í Hol-landi á sama tíma og EM kvenna væri í gangi. Þá datt okkur í hug að bjóða upp á fótboltaskóla fyrir stelpur á aldrinum 13 til 16 ára,“ segir Þór Bæring Ólafsson hjá Gaman Ferðum. „Við fengum til liðs við okkur Daða Rafnsson sem skipulagði námskeiðin sem eru tvö, hvort um sig vikulangt.“ Áhuginn var mun meiri en Gaman Ferðir höfðu gert ráð fyrir. „Í upphafi átti þetta aðeins að vera eitt námskeið með fjöru- tíu stelpum að hámarki. En við þurftum að bæta við námskeiði og stelpurnar eru í heild um áttatíu eða níutíu,“ segir Þór og lýsir fyrir- komulaginu nánar: „Þær æfa tvisvar á dag og fá einn- ig fyrirlestra. Við fáum þjálfara frá þýsku kvennaliði í Frankfurt til að sýna hvernig æfingar fara fram þar og erum einnig í samstarfi við hollenska knattspyrnusambandið sem sendir þjálfara. Auk þess erum við með mjög færa íslenska þjálfara á staðnum.“ Námskeiðið byggist þó ekki aðeins á þjálfun og vinnu heldur einnig skemmtun. „Við förum með þær í verslunarferð og í skemmtigarð en hápunkturinn er án efa ferð á landsleik Íslands á EM,“ segir Þór en í fyrri vikunni fara stelpurnar á einn landsleik en tvo í þeirri seinni. Íslendingar á EM Gaman Ferðir verða því með stóran hóp fótboltastelpna á hverjum landsleik en auk þess hefur ferða- skrifstofan skipulagt hópferð Íslendinga á leikina. „Í heildina eru það fjörutíu manns og flestir fara á alla þrjá leikina,“ segir Þór en mikill viðsnúningur er á áhuga fólks á slíkri ferð. „Við reyndum að setja saman slíkan hóp fyrir EM kvenna í Svíþjóð fyrir fjórum árum og náðum ekki lágmarksþátttöku. Þetta er því allt annað í ár og meiri spenningur fyrir viðburðinum,“ segir Þór og bendir á að fjölmargir Íslendingar fari út á eigin vegum en gert er ráð fyrir um tvö þúsund Íslendingum á hvern leik Íslands. Fótboltaferðir allt árið Í september eru Gaman Ferðir búnar að skipuleggja skemmtilega ferð fyrir boltaáhugafólk. „Þá verð- um við með ferð til Finnlands þar sem verður farið á tvo landsleiki. Annars vegar á landsleik íslenska karlalandsliðsins í fótbolta sem keppir við Finna og á leik íslenska körfuboltaliðsins okkar sem keppir við Pólverja í EM í körfubolta. Leik- irnir eru sama daginn en skipulagð- ir þannig að Íslendingarnir komast á þá báða,“ lýsir Þór en til viðbótar leikur körfuboltalandsliðið gegn Frökkum á sunnudeginum. Hann segir annars fótboltaferðir verða æ vinsælli og bendir á að á vef Gaman Ferða sé hægt að velja um 150 fótboltaferðir. Í boði eru leikir í enska, spænska og þýska boltanum. „Fólki þykir þetta ótrúleg upplifun og sumir fara reglulega. Þá er einnig skemmtileg þróun að slíkar ferðir eru að verða vinsælli meðal fjöl- skyldna.“ Nánari upplýsingar á vefsíðunni www.gaman.is Amabadama, Glowie og Emmsjé Gauti peppa upp stemninguna fyrir fyrsta leik Íslands á EM. Við reyndum að setja saman slíkan hóp fyrir EM kvenna í Svíþjóð fyrir fjórum árum og náðum ekki lágmarksþátttöku. Þetta er því allt annað í ár og meiri spenningur fyrir viðburðinum. Þór Bæring Ólafsson Þór Bæring á góðri stund með fjölskyldunni á EM í Frakklandi í fyrra. Þessar tvær fótboltastúlkur, Lára Karen Arnardóttir og Tinna Sól Þórsdóttir, munu taka þátt í fótboltaskóla Gaman Ferða í Hollandi. Upplifun að fara á landsleik Gaman Ferðir kynna: Rúmlega 80 stúlkur verða á fótboltanámskeiðum í Hollandi á vegum Gaman Ferða meðan á EM stendur. Allar fá að upplifa að sjá íslenska landsliðið keppa á stórmóti. Þríeykið í Amabadama peppar upp stemninguna fyrir fyrsta landsleik Íslands. Mynd/Ernir Íslenskar hljómsveitir hita upp Amabadama, Glowie og Emmsjé Gauti munu stíga á svið á sérstöku stuðningsmannasvæði í borginni Tilburg fyrir fyrsta leik Íslands á EM í knattspyrnu en þar mæta stelpurnar Frökkum. 10 áFrAM ÍSLAnd 1 5 . j ú l Í 2 0 1 7 L AU G A r dAG U r 1 5 -0 7 -2 0 1 7 0 4 :1 2 F B 1 0 4 s _ P 0 8 8 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 7 3 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 5 2 -B 4 F 8 1 D 5 2 -B 3 B C 1 D 5 2 -B 2 8 0 1 D 5 2 -B 1 4 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 1 0 4 s _ 1 4 _ 7 _ 2 0 1 7 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.