Fréttablaðið - 15.07.2017, Side 42

Fréttablaðið - 15.07.2017, Side 42
Framhald af forsíðu ➛ Á svæðinu, sem Kristín hyggst setja upp í samstarfi við aðra RIE-foreldra, verður alls konar spennandi efniviður sem börnin fá að leika með og rannsaka á eigin forsendum. Má þar nefna pappakassa, efnisbúta, vatnsker, potta, pönnur, reipi og teip, en allt er þetta opinn efniviður sem hefur engan fyrirfram ákveðinn tilgang. Það er því undir börnunum komið að nota ímyndunaraflið,“ útskýrir Kristín. Í RIE, sem á íslensku kallast virðingarríkt tengslauppeldi eða einfaldlega „ræ“, er meðal annars borin mikil virðing fyrir leik barna. „Við reynum virkilega að setja okkur í þær stellingar að vera ekki að stýra eða stjórna leiknum heldur að leyfa börnunum að kanna hlutina sjálf,“ útskýrir Kristín. Hún segir foreldrum oft finnast óþægilegt ef börn leika sér ekki rétt að leikföngum eins og t.d. ef barn skoðar bók á hvolfi eða kubbar ekki turn heldur raðar kubbum í röð á gólfið, en með því að leiðbeina sé verið að klippa á sjálfsprottinn áhuga og stöðva flæði leiks. „Við hvetjum því þá foreldra sem mæta á leikvöllinn til að taka skref til baka og fylgjast með börnum sínum finna út úr hlutunum sjálf.“ Með því að bjóða aðeins upp á opin leikföng segir Kristín börnin fá að vera í aðalhlutverki ólíkt því þegar þau eru með boltann sem talar, blikkar og syngur fyrir framan sig. „Það er líkara því að horfa á sjónvarp. Þá er verið að skemmta þeim en þau þurfa enga skemmtun. Þau eru snillingar í að skemmta sér sjálf ef þau fá einfald- lega tækifæri til þess.“ Víðtæk nálgun En út á hvað gengur þessi upp- eldisnálgun? „Hún er mjög víðtæk en byggist aðallega á þremur grunnhugtökum; virðingu, trausti og tengingu. Fyrir utan opinn leik er meðal annars lögð áhersla á að vera ekki alltaf að stressa sig á því að kenna börnum allt strax. Börn læra að rúlla sér, sitja og labba þegar þau eru tilbúin svo dæmi séu nefnd. Þá er lögð áhersla á að viðurkenna tilfinningar barna. Að leyfa þeim að gráta og fara í gegnum erfiðar tilfinningar þegar þau þurfa þess. Þau fá að tjá sig og vera ósátt í öruggu umhverfi sem foreldrar styðja við en sýnt hefur verið fram á að þannig þróa þau með sér góða tilfinningagreind. Öll viðbrögð eru leyfð en börnum eru engu að síður sett skýr mörk,“ segir Kristín og tekur dæmi: „Ef barnið er ósátt við að fá ekki ís má til að mynda segja: Ég sé að þú ert ósátt. Þig langaði í ís og finnst hann góður en ég ætla ekki að leyfa þér að fá ís í dag.“ Samkvæmt stefnunni er heldur ekki lagt upp með að hrósa börn- um í tíma og ótíma, enda segir Kristín að sýnt hafi verið fram á að það dragi úr áhugahvöt barna. „Með því færum við líka fókusinn frá þeim yfir á okkar viðbrögð í stað þess að þau njóti þess sem þau eru að gera fyrir sig sjálf. Eins getur það orðið eins og innantómt hjal ef þau fá sífellt að heyra hvað þau séu frábær og allt sé flott sem þau gera. Í staðinn reynum við að veita því fulla athygli sem þau gera og tala frekar um vinnuna sem liggur að baki verkefninu sem um ræðir,“ segir Kristín og tekur annað dæmi. „Dóttir mín heldur til dæmis regluleg dans- partí í stofunni og biður mig oft að sjá. Ég reyni þá að mæta augum hennar og segja brosandi: Ég sé að þú snýrð þér hring eftir hring, hoppar og lyftir öðrum fætinum hátt upp í loft.“ Breytti lífinu Kristín kynntist aðferðinni þegar dóttir hennar, sem nú er þriggja og hálfs árs, var sex mánaða. „Þá rambaði ég inn á heimasíðu Janet Landsbury, janetlansbury. com, sem er ein helsta talskona stefnunnar í dag og tengdi strax. Aðferðafræðin höfðaði sterkt til mín og breytti í raun lífi mínu og fjölskyldunnar. Þetta er heildræn nálgun sem tekur tíma að tileinka sér en breytti sýn minni á sam- skipti yfirhöfuð.“ Kristín er búsett í Singapor og hefur setið fjögur RIE-námskeið þar í landi. Í lok árs mun hún svo öðlast formleg RIE-réttindi. Hún segir íslenska foreldra sýna aðferðinni mikinn áhuga. „Ég er stofnandi hópsins Mæðra tips á Facebook sem er með um fjórtán þúsund fylgjendur og var farin að viðra þessar hugmyndir þar. Áhug- inn var það mikill að ég ákvað að stofna sértakan RIE / Mindful Parenting á Íslandi hóp. Hann var opnaður í febrúar og nú þegar eru fylgjendur orðnir 6.000 talsins. Á sama tíma opnaði ég snappið mitt „kmariella“ þar sem ég deili uppeldisráðum og fróðleik og því hefur verið svakalega vel tekið.“ Kristín hélt nokkur RIE-nám- skeið hér á landi um síðustu jól. Hún er hér í stuttri sumardvöl og hefur ekki undan að bæta við námskeiðum. „Ég er alveg hissa. Mér datt ekki í hug að upp- eldisnámskeið gætu orðið svona vinsæl. Þau seljast upp á sólar- hring og augljóst að margir vilja leiðsögn.“ Kristín heldur líka úti vefsíðunni respectfulmom.com þar sem hún er með bloggfærslur tengdar aðferðinni og myndbönd en þar er að finna allar upplýs- ingar um námskeiðin. Pop-up ævintýraleikvöllurinn á sunnudag verður opinn milli kl. 14 og 17. Aðalleiksvæði leik- vallarins er á planinu við Hafnar- borg, menningar- og listamiðstöð Hafnarfjarðar, og er það hugsað fyrir börn eldri en tveggja ára. Innandyra verður svo sérstakt innisvæði fyrir yngstu börnin. „Þar verðum við með típísk RIE-leik- föng eins og mæliskeiðar, plast- sigti og efnisbúta svo dæmi séu nefnd.“ Aðspurð segir Kristín von á öðrum pop-up velli í lok sumars og hvetur áhugasama til að fylgjast með. MARAÞON Í þessu blaði verður bæði hægt að kaupa kynningar og auglýsingarpláss. Föstudaginn 28. júlí gefur Fréttablaðið út aukablaðið Áhugasamir auglýsendur hafið samband við: Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is Sími 512 5429 Vera Einarsdóttir vera@365.is Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og um- fjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnar- efni. Blaðið fylgir fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@365.is, s. 512 5349 | Ragnheiður Tryggvadóttir, heida@365.is, s. 512 5367 | Sólveig Gísladóttir, solveig@365.is, s. 512 5351 Sigríður Inga Sigurðardóttir, sigriduringa@365.is, s. 512 5372 | Starri Freyr Jónsson, starri@365.is, s. 512 5358 | Vera Einarsdóttir, vera@365.is, s. 512 5357 Útgefandi: 365 miðlar Ábyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson Sölumenn: Atli Bergmann, atlib@365.Is, s. 512 5457 | Jóhann Waage, johannwaage@365.Is, s. 512 5439 | Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.Is, s. 512 5429 | Ólafur H. Hákonarson, olafurh@365.Is, s. 512 5433 Við reynum virki- lega að setja okkur í þær stellingar að vera ekki að stýra eða stjórna leiknum heldur að leyfa börnunum að kanna hlutina sjálf. Kristín Maríella Friðjónsdóttir Kristín er með opinn Snapchat-reikning þar sem hún deilir uppeldisráðum og fróðleik í anda RIE. MYND/ANTON BRINK 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 5 . j ú l Í 2 0 1 7 L AU G A R DAG U R 1 5 -0 7 -2 0 1 7 0 4 :1 2 F B 1 0 4 s _ P 0 7 0 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 6 3 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 5 3 -0 D D 8 1 D 5 3 -0 C 9 C 1 D 5 3 -0 B 6 0 1 D 5 3 -0 A 2 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 1 0 4 s _ 1 4 _ 7 _ 2 0 1 7 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.