Fréttablaðið - 15.07.2017, Side 44

Fréttablaðið - 15.07.2017, Side 44
Þar sem íslenska sumarið er fremur kalt og blautt þessa dagana er tilvalið að njóta heitra, suðrænna tóna í Björtu- loftum í Hörpu annað kvöld klukkan átta. Salsakommúnan mun skemmta gestum með því að leika kröftuga, dansvæna tónlist undir áhrifum frá tónlistarhefðum Suður-Ameríku og má búast við miklu fjöri. Símon Karl Sigurðarson, söngvari Salsakommúnunnar, segir að sveitin muni leika lög af sinni fyrstu breiðskífu í bland við valinkunna salsaslagara. „Við erum að leggja lokahönd á plötuna en fyrirhugað er að hún komi út síðla sumars. Á henni verður eingöngu frum- samið efni og allir textarnir eru á íslensku en við viljum meina að þannig færist tónlist af þessu Suðrænir tónar í kuldanum Pantaðu á www.curvy.is eða kíktu við í verslun okkar að Fákafeni 9 Opið Alla virka daga frá kl. 11-18 og Laugardaga frá kl. 11-16 ENN MEIRI VERÐLÆKKUN !! 50-70% Fákafeni 9, 108 RVK Sími 581-1552 | www.curvy.is SKOÐAÐU ÚRVALIÐ EÐA PANTAÐU Á WWW.CURVY.IS Afgreiðslutímar í verslun okkar að Fákafeni 9 Alla virka daga frá kl.11-18 Laugardaga frá kl. 11-16 Salsakomm- únan ætlar að hleypa hita í ís- lenska sumarið. MYND/ANTON BRINK tagi nær íslenskum áheyrendum. Textasmíðarnar eru undir áhrifum töfraraunsæis, sem einkennir bók- menntir Suður-Ameríku, í bland við íslenskan raunveruleika. Með þessu leitumst við í bandinu við að etja saman þessum ólíku menningar- heimum á nýstárlegan hátt,“ segir hann. Rætur í Menntaskólanum við Hamrahlíð Salsakommúnan á rætur sínar að rekja til Hamrahlíðarkórsins og Húsbandsins í Menntaskólanum við Hamrahlíð. „Við Sölvi Rögn- valdsson slagverksleikari vorum saman í Húsbandinu en eitt helsta hlutverk þess er að leika á böllum í MH. Þegar við Sölvi vorum að stíga okkar fyrstu skref í MH fórum við saman á salsadansnámskeið og það náði greinilega að sá einhverjum fræjum því við fengum mikinn áhuga á suðrænni tónlist. Hún snýst mikið til um dans og rytma og því er ekki verra að hafa lært einhver salsa- spor þegar maður semur tónlistina og flytur hana. Við höfðum því lengi haft í bígerð að stofna hljómsveit sem einbeitti sér að suður-amerískri tónlist og gerðum loks alvöru úr því síðasta haust.“ Í bandinu eru alls ellefu tónlistar- menn á ýmsum aldri. „Sá yngsti er nítján ára og sá elsti er 46 ára. Það er hinn danski conga-meistari Helge Haahr, sem er jafnframt húsvörður í FÍH. Okkur bráðvantaði slag- verksleikara og datt því í hug að fá hann til liðs við okkur og hann tók því strax vel,“ segir Símon. Hljóm- sveitarmeðlimir eru allir tónlistar- menntaðir og hafa margir þeirra lokið prófi frá FÍH. „Sjálfur lauk ég burtfararprófi í klassískum klarín- ettuleik frá Tónlistarskólanum í Reykjavík í vor,“ segir Símon. Spenntir fyrir Hörpu Salsakommúnan hefur gefið út nokkrar smáskífur og leikið á fáeinum tónleikum í sumar og vonast Símon til að bandið muni leika á Menningarnótt í ágúst. „Við höfum einnig spilað fyrir Salsa Iceland danshópinn og það var stór- skemmtilegt, enda gaman að spila fyrir fólk sem elskar að dansa,“ segir Símon sem hlakkar mikið til að spila í Hörpu. „Við í bandinu erum ótrúlega spenntir. Okkur finnst svo gaman að spila á tónleikum og vonum að sem flestir mæti og gleðj- ist með okkur í tónlist og dansi.” Þess má geta að Ýlir tónlistarsjóð- ur styrkir viðburðinn en hlutverk hans er að styrkja ung fólk í tónlist í formi tónleikahalds í Hörpu. Hljómsveitin Salsakommúnan stígur á svið í Hörpu annað kvöld og mun leika tónlist með suðrænum blæ sem fær fólk til að dansa. Sveitin mun leika lög af sinni fyrstu breiðskífu í bland við valinkunna salsaslagara. Símon Karl Sigurðarson 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 5 . j ú l í 2 0 1 7 L AU G A R DAG U R 1 5 -0 7 -2 0 1 7 0 4 :1 2 F B 1 0 4 s _ P 0 6 1 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 5 3 -0 8 E 8 1 D 5 3 -0 7 A C 1 D 5 3 -0 6 7 0 1 D 5 3 -0 5 3 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 1 0 4 s _ 1 4 _ 7 _ 2 0 1 7 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.