Fréttablaðið - 15.07.2017, Side 44
Þar sem íslenska sumarið er fremur kalt og blautt þessa dagana er tilvalið að njóta
heitra, suðrænna tóna í Björtu-
loftum í Hörpu annað kvöld
klukkan átta. Salsakommúnan
mun skemmta gestum með því að
leika kröftuga, dansvæna tónlist
undir áhrifum frá tónlistarhefðum
Suður-Ameríku og má búast við
miklu fjöri.
Símon Karl Sigurðarson, söngvari
Salsakommúnunnar, segir að
sveitin muni leika lög af sinni fyrstu
breiðskífu í bland við valinkunna
salsaslagara. „Við erum að leggja
lokahönd á plötuna en fyrirhugað
er að hún komi út síðla sumars.
Á henni verður eingöngu frum-
samið efni og allir textarnir eru
á íslensku en við viljum meina
að þannig færist tónlist af þessu
Suðrænir tónar í kuldanum
Pantaðu á www.curvy.is eða
kíktu við í verslun okkar að Fákafeni 9
Opið Alla virka daga frá kl. 11-18
og Laugardaga frá kl. 11-16
ENN MEIRI VERÐLÆKKUN !! 50-70%
Fákafeni 9, 108 RVK
Sími 581-1552 | www.curvy.is
SKOÐAÐU ÚRVALIÐ EÐA PANTAÐU Á WWW.CURVY.IS
Afgreiðslutímar í verslun okkar að Fákafeni 9
Alla virka daga frá kl.11-18
Laugardaga frá kl. 11-16
Salsakomm-
únan ætlar að
hleypa hita í ís-
lenska sumarið.
MYND/ANTON
BRINK
tagi nær íslenskum áheyrendum.
Textasmíðarnar eru undir áhrifum
töfraraunsæis, sem einkennir bók-
menntir Suður-Ameríku, í bland við
íslenskan raunveruleika. Með þessu
leitumst við í bandinu við að etja
saman þessum ólíku menningar-
heimum á nýstárlegan hátt,“ segir
hann.
Rætur í Menntaskólanum
við Hamrahlíð
Salsakommúnan á rætur sínar að
rekja til Hamrahlíðarkórsins og
Húsbandsins í Menntaskólanum
við Hamrahlíð. „Við Sölvi Rögn-
valdsson slagverksleikari vorum
saman í Húsbandinu en eitt helsta
hlutverk þess er að leika á böllum í
MH. Þegar við Sölvi vorum að stíga
okkar fyrstu skref í MH fórum við
saman á salsadansnámskeið og það
náði greinilega að sá einhverjum
fræjum því við fengum mikinn
áhuga á suðrænni tónlist. Hún snýst
mikið til um dans og rytma og því er
ekki verra að hafa lært einhver salsa-
spor þegar maður semur tónlistina
og flytur hana. Við höfðum því lengi
haft í bígerð að stofna hljómsveit
sem einbeitti sér að suður-amerískri
tónlist og gerðum loks alvöru úr því
síðasta haust.“
Í bandinu eru alls ellefu tónlistar-
menn á ýmsum aldri. „Sá yngsti er
nítján ára og sá elsti er 46 ára. Það er
hinn danski conga-meistari Helge
Haahr, sem er jafnframt húsvörður
í FÍH. Okkur bráðvantaði slag-
verksleikara og datt því í hug að fá
hann til liðs við okkur og hann tók
því strax vel,“ segir Símon. Hljóm-
sveitarmeðlimir eru allir tónlistar-
menntaðir og hafa margir þeirra
lokið prófi frá FÍH. „Sjálfur lauk ég
burtfararprófi í klassískum klarín-
ettuleik frá Tónlistarskólanum í
Reykjavík í vor,“ segir Símon.
Spenntir fyrir Hörpu
Salsakommúnan hefur gefið út
nokkrar smáskífur og leikið á
fáeinum tónleikum í sumar og
vonast Símon til að bandið muni
leika á Menningarnótt í ágúst. „Við
höfum einnig spilað fyrir Salsa
Iceland danshópinn og það var stór-
skemmtilegt, enda gaman að spila
fyrir fólk sem elskar að dansa,“ segir
Símon sem hlakkar mikið til að
spila í Hörpu. „Við í bandinu erum
ótrúlega spenntir. Okkur finnst
svo gaman að spila á tónleikum og
vonum að sem flestir mæti og gleðj-
ist með okkur í tónlist og dansi.”
Þess má geta að Ýlir tónlistarsjóð-
ur styrkir viðburðinn en hlutverk
hans er að styrkja ung fólk í tónlist í
formi tónleikahalds í Hörpu.
Hljómsveitin
Salsakommúnan
stígur á svið í
Hörpu annað
kvöld og mun
leika tónlist með
suðrænum blæ
sem fær fólk til
að dansa.
Sveitin mun leika
lög af sinni fyrstu
breiðskífu í bland við
valinkunna salsaslagara.
Símon Karl Sigurðarson
4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 5 . j ú l í 2 0 1 7 L AU G A R DAG U R
1
5
-0
7
-2
0
1
7
0
4
:1
2
F
B
1
0
4
s
_
P
0
6
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
4
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
D
5
3
-0
8
E
8
1
D
5
3
-0
7
A
C
1
D
5
3
-0
6
7
0
1
D
5
3
-0
5
3
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
B
F
B
1
0
4
s
_
1
4
_
7
_
2
0
1
7
C
M
Y
K