Fréttablaðið - 15.07.2017, Page 76

Fréttablaðið - 15.07.2017, Page 76
Hvort sem fólk ætlar að fylgjast með EM-kvenna í sjónvarpinu eða bara útbúa eitthvað gott til að narta í á góðum sumardögum þá eru ídýfur alltaf frábærar. Það er hægt að gera þær fyrirfram og hafa allt tilbúið þegar leikurinn hefst. Æðislegt ofan á brauð Þessi blanda af fetaosti, sólþurrk- uðum tómötum og svörtum ólífum er afar ljúffeng. Hægt er að borða hana ofan á snittubrauð eða ristað pítubrauð. Best er að kljúfa pítu- brauð í tvennt, skera það í minni bita, leggja á ofnplötu og baka smá- stund. Borða síðan með fetaosta- blöndunni. 170 g fetaostur 2 msk. ólífuolía 1 msk. sítrónusafi ½ tsk. marið hvítlauksrif 1 krukka sólþurrkaðir tómatar, takið olíuna frá ½ tsk. þurrkað óreganó Um það bil 1 msk. smátt skornar svartar ólífur Setjið allt í matvinnsluvél fyrir utan ólífurnar og blandið saman eins og pestó. Látið vélina ganga á „pulse“. Þegar blandan er orðin þétt og fín er ólífunum blandað saman við. Setjið í fallega skál og kælið þar til rétturinn er borinn fram. Heit ídýfa Þetta er bragðmikil Mexíkó-ídýfa sem passar sérstaklega vel með með tortilla-nasli. 1 krukka salsa-sósa 1 poki spínat 2 bollar rifinn ostur, til dæmis Mexíkó-ostur 250 g mjúkur rjómaostur 1 bolli heit mjólk 1 krukka svartar ólífur, smátt skornar 1 msk. rauðvínsedik Salt og pipar Hitið ofninn í 200°C. Hrærið allt létt saman sem á að fara í réttinn og smyrjið blöndunni í eldfast mót. Bakið í 15 mínútur eða þar til blandan fer að krauma. Berið fram með tortilla-nasli. Sjö laga köld ídýfa Þessi öfluga Mexíkó-ídýfa er ótrúlega góð og vinsæl í partíum. Hún passar einstaklega vel með tortilla-nasli. 2 lárperur vel þroskaðar 1 ½ msk. límónusafi ¼ bolli ferskt kóríander ¼ bolli salsa Smávegis hvítlaukssalt Nýmalaður pipar, eftir smekk 1 dós sýrður rjómi 1 poki taco-krydd 4 tómatar, smátt skornir 1 búnt vorlaukar, smátt skornir 1 dós Mexíkó-baunamauk (Refried beans) 2 bollar rifinn Mexíkó-ostur 1 krukka svartar ólífur, smátt skornar Byrjið á að merja lárperur með límónusafa. Síðan er kórí ander, salsa, hvítlauk, salti og pipar bætt við blönduna. Í annarri skál er sýrðum rjóma og taco-kryddi blandað saman. Baunamauki er smurt yfir botn á góðum glerdiski. Sýrði rjóminn fer yfir baunirnar. Því næst fer lárperu- blandan. Loks er tómötum, vorlauk og rifnum Mexíkó-ostinum blandað vel yfir ásamt svörtum ólífum. Þessi réttur er ekki hitaður heldur borinn fram kaldur og borinn fram með tortilla-nasli. Ídýfa með grillaðri papriku Hér kemur mjög góð ídýfa, til dæmis með saltkexi eða tortilla-nasli. Bæði börn og fullorðnir eru hrifin af þess- ari uppskrift. 1 krukka grillaðar paprikur, þerraðar og skornar smátt 340 g rifinn bragðmikill ostur 230 g mjúkur rjómaostur 1 bolli majónes 1 msk. mjög smátt skorinn laukur 1 hvítlauksrif, pressað 2 msk. Dijon-sinnep Hitið ofninn í 175°C. Blandið öllu saman og setjið í eldfastan disk. Bakið í 20 mínútur og berið fram strax. Ef tortilla-nasl er á borðum er gott að hafa heimagerðar ídýfur. Einnig er gott að skera niður grænmeti með ídýfunum. Sjö laga Mexíkó-ídýfan er vinsæl um allan heim. Hún er ekki bökuð. Góðar ídýfur með EM-naslinu Alls kyns ídýfur og smáréttir geta orðið að meiri- háttar veislu- borði. Slíkir réttir henta vel á meðan horft er á boltann. Þeir eru einfaldir og góðir. HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæwww.volkswagen.is Við látum framtíðina rætast. Verð frá aðeins 3.150.000 kr. Nýr Golf. Með magnaða tilfinningu sem staðalbúnað. Við kynnum nýjan Volkswagen Golf. Hann kemur í ótal útfærslum og með eiginleika sem breyta akstrinum í hreint magnaða tilfinningu. Komdu og prófaðu nýjan Golf. Sara Björk Gunnarsdóttir Fyrirliði kvennalandsliðsins og Þýskalandsmeistari í knattspyrnu 30 áfRaM ÍSlaND 1 5 . j ú l í 2 0 1 7 l aU G a R DaG U R 1 5 -0 7 -2 0 1 7 0 4 :1 2 F B 1 0 4 s _ P 0 8 5 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 7 6 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D 5 2 -C D A 8 1 D 5 2 -C C 6 C 1 D 5 2 -C B 3 0 1 D 5 2 -C 9 F 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 1 0 4 s _ 1 4 _ 7 _ 2 0 1 7 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.