Fréttablaðið - 15.07.2017, Page 76
Hvort sem fólk ætlar að fylgjast með EM-kvenna í sjónvarpinu eða bara útbúa
eitthvað gott til að narta í á góðum
sumardögum þá eru ídýfur alltaf
frábærar. Það er hægt að gera þær
fyrirfram og hafa allt tilbúið þegar
leikurinn hefst.
Æðislegt ofan á brauð
Þessi blanda af fetaosti, sólþurrk-
uðum tómötum og svörtum ólífum
er afar ljúffeng. Hægt er að borða
hana ofan á snittubrauð eða ristað
pítubrauð. Best er að kljúfa pítu-
brauð í tvennt, skera það í minni
bita, leggja á ofnplötu og baka smá-
stund. Borða síðan með fetaosta-
blöndunni.
170 g fetaostur
2 msk. ólífuolía
1 msk. sítrónusafi
½ tsk. marið hvítlauksrif
1 krukka sólþurrkaðir tómatar,
takið olíuna frá
½ tsk. þurrkað óreganó
Um það bil 1 msk. smátt skornar
svartar ólífur
Setjið allt í matvinnsluvél fyrir utan
ólífurnar og blandið saman eins og
pestó. Látið vélina ganga á „pulse“.
Þegar blandan er orðin þétt og fín er
ólífunum blandað saman við. Setjið í
fallega skál og kælið þar til rétturinn
er borinn fram.
Heit ídýfa
Þetta er bragðmikil Mexíkó-ídýfa
sem passar sérstaklega vel með með
tortilla-nasli.
1 krukka salsa-sósa
1 poki spínat
2 bollar rifinn ostur, til dæmis
Mexíkó-ostur
250 g mjúkur rjómaostur
1 bolli heit mjólk
1 krukka svartar ólífur, smátt
skornar
1 msk. rauðvínsedik
Salt og pipar
Hitið ofninn í 200°C. Hrærið allt
létt saman sem á að fara í réttinn
og smyrjið blöndunni í eldfast
mót. Bakið í 15 mínútur eða þar til
blandan fer að krauma. Berið fram
með tortilla-nasli.
Sjö laga köld ídýfa
Þessi öfluga Mexíkó-ídýfa er ótrúlega
góð og vinsæl í partíum. Hún passar
einstaklega vel með tortilla-nasli.
2 lárperur vel þroskaðar
1 ½ msk. límónusafi
¼ bolli ferskt kóríander
¼ bolli salsa
Smávegis hvítlaukssalt
Nýmalaður pipar, eftir smekk
1 dós sýrður rjómi
1 poki taco-krydd
4 tómatar, smátt skornir
1 búnt vorlaukar, smátt skornir
1 dós Mexíkó-baunamauk (Refried
beans)
2 bollar rifinn Mexíkó-ostur
1 krukka svartar ólífur, smátt
skornar
Byrjið á að merja lárperur með
límónusafa. Síðan er kórí ander,
salsa, hvítlauk, salti og pipar bætt við
blönduna.
Í annarri skál er sýrðum rjóma og
taco-kryddi blandað saman.
Baunamauki er smurt yfir botn á
góðum glerdiski. Sýrði rjóminn fer
yfir baunirnar. Því næst fer lárperu-
blandan. Loks er tómötum, vorlauk
og rifnum Mexíkó-ostinum blandað
vel yfir ásamt svörtum ólífum.
Þessi réttur er ekki hitaður heldur
borinn fram kaldur og borinn fram
með tortilla-nasli.
Ídýfa með grillaðri
papriku
Hér kemur mjög góð ídýfa, til dæmis
með saltkexi eða tortilla-nasli. Bæði
börn og fullorðnir eru hrifin af þess-
ari uppskrift.
1 krukka grillaðar paprikur, þerraðar
og skornar smátt
340 g rifinn bragðmikill ostur
230 g mjúkur rjómaostur
1 bolli majónes
1 msk. mjög smátt skorinn laukur
1 hvítlauksrif, pressað
2 msk. Dijon-sinnep
Hitið ofninn í 175°C. Blandið öllu
saman og setjið í eldfastan disk.
Bakið í 20 mínútur og berið fram
strax.
Ef tortilla-nasl er á borðum er gott
að hafa heimagerðar ídýfur. Einnig
er gott að skera niður grænmeti með
ídýfunum.
Sjö laga Mexíkó-ídýfan er vinsæl um
allan heim. Hún er ekki bökuð.
Góðar ídýfur með EM-naslinu
Alls kyns ídýfur
og smáréttir geta
orðið að meiri-
háttar veislu-
borði. Slíkir
réttir henta vel á
meðan horft er á
boltann. Þeir eru
einfaldir og góðir.
HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is
Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæwww.volkswagen.is
Við látum framtíðina rætast.
Verð frá aðeins 3.150.000 kr.
Nýr Golf. Með magnaða
tilfinningu sem staðalbúnað.
Við kynnum nýjan Volkswagen Golf. Hann kemur í ótal útfærslum
og með eiginleika sem breyta akstrinum í hreint magnaða tilfinningu.
Komdu og prófaðu nýjan Golf.
Sara Björk Gunnarsdóttir
Fyrirliði kvennalandsliðsins og Þýskalandsmeistari í knattspyrnu
30 áfRaM ÍSlaND 1 5 . j ú l í 2 0 1 7 l aU G a R DaG U R
1
5
-0
7
-2
0
1
7
0
4
:1
2
F
B
1
0
4
s
_
P
0
8
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
7
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
2
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
D
5
2
-C
D
A
8
1
D
5
2
-C
C
6
C
1
D
5
2
-C
B
3
0
1
D
5
2
-C
9
F
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
1
0
4
s
_
1
4
_
7
_
2
0
1
7
C
M
Y
K