Fréttablaðið - 15.07.2017, Page 86

Fréttablaðið - 15.07.2017, Page 86
bæja og húsa, þar sem þær voru lesnar af konum og körlum og voru víða til upplestrar á heimilum áður en sjónvarpið kom. „Á tímum Guð- rúnar var ekkert komm entakerfi og aðdáendur höfðu enga rödd. Ekkert nema sölutölur og útlán úr bókasöfn- um og lestrarfélögum er til vitnis um þær en að vera þar á toppnum í tvo áratugi er ótrúlegt afrek. Á þessum tíma skrifa þeir mikið Guðmundur Hagalín, Guðmundur Kamban, Hall- dór Laxness og Gunnar Gunnarsson. Þetta eru nöfnin sem maður lærði um í bókmenntasögunni í mennta- skóla en Guðrún sem var langtum meira lesin fór aldrei á blað af því að þeir sem skrifuðu bókmenntasöguna alveg til 2006 flokkuðu hennar sögur ekki sem bókmenntir, heldur afþrey- ingu. Það voru skýr skil þar á milli. Þegar Guðrún er hvað vinsælust eru margar konur að skrifa, Snjó- laug Bragadóttir, Elínborg Lárus- dóttir, Þórunn Elfa Magnúsdóttir og Ragnheiður Jónsdóttir til dæmis, en kerlingabókaumræðan festist dálítið við Guðrúnu því vinsældir hennar fóru fyrir brjóstið á þeim sem vildu að þjóðin læsi eitthvað innihalds- ríkara og uppbyggilegra. Í gang fór háðsádeila á verk hennar með það fyrir augum hreinlega að kenna þjóð- inni að skammast sín fyrir að lesa hana og það má segja að heilli kyn- slóð hafi verið kennt að líta niður á verk hennar jafnvel án þess að hafa lesið þau. Höfundarnafn hennar er svo sterkt vörumerki að þótt fólk á miðjum aldri og upp úr hafi engan áhuga á bókmenntum þá hefur það skoðun á Guðrúnu frá Lundi. Það man eftir umræðunni og skopmynd- unum af henni.“ Hvernig leið henni svo og fólkinu hennar meðan á þessu gekk? „Pabbi var í miklu uppáhaldi hjá ömmu sinni og hefur alltaf talað vel um verk hennar. Ég ólst ekki upp við neikvætt umtal um hana en ég held að börnin hennar og barnabörnin hafi tekið orðræðuna nær sér en hún sjálf. Þó langamma Guðrún hafi verið æðrulaus með eindæmum og alltaf viljað sjá það góða í fari allra þá hefur umræðan án efa haft áhrif á hana. En allra síðustu árin var talað um hana sem mikilsvirta skáldkonu. Þá var farið að bera virðingu fyrir þessari miklu elju og því að hún skyldi enn vera lesin og njóta vinsælda. Það breyttist tónninn þegar hún var orðin háöldruð.“ Man eftir langömmu Ein síða á fésbók heitir Guðrún frá Lundi. Marín heldur utan um hana, hún er sérfræðingur í langömmu sinni og man hana. „Ég var sjö ára þegar langamma dó og síðustu árin var hún á veturna í Reykjavík hjá Marín ömmu minni sem var dóttir hennar, fór svo norður á sumrin, „á kontórinn“! Ég man eftir henni sem gamalli, lasinni konu sem var hlý og góð við okkur krakkana. Hún vildi ekki að það væri sussað á okkur þó að við létum í okkur heyra. Vildi hafa líf. Hún leitaðist alltaf við að sjá það jákvæða í fari fólks. Pabbi man eftir að þegar foreldrar hans voru eitthvað að skammast í honum, eins og geng- ur á uppvaxtarárunum, þá sagði hún: „Látið þið ekki svona við drenginn. Maður verður að fá að vera ungur.“ Það var ekki eins og hún væri gamla konan á heimilinu.“ Margir ímynda sér Guðrúnu frá Lundi stórgerða konu en Marín segir að því hafi farið fjarri. „Langamma var lágvaxin kona, líklega 155-6 senti- metrar og beinasmá. En hún var búst- in og myndin sem þjóðin þekkir er af barmmikilli konu með stórt peysu- fataslifsi og mikla undirhöku. Það eru þó til myndir af henni ungri því mágur hennar, Daníel Davíðsson, var með fyrstu ljósmyndurum á Íslandi. Hún og maður hennar, Jón Þorfinns- son, eignuðust þrjú börn, það þótti lítill systkinahópur á þeim tíma. Angantýr er elstur, svo Freysteinn og Marín amma yngst, fædd 1920. Ég held að hún hafi verið hamingjusöm í einkalífinu því hún leitaðist við að sjá það góða út úr aðstæðum, en fyrstu búskaparárin voru erfið enda bjuggu þau á erfiðum jörðum og Jón vann að heiman við smíðar.“ Sem heimasæta í foreldrahúsum fékk Guðrún svolítið næði til að skrifa, að sögn Marínar. „Pabbi hennar, Árni, hvatti hana til lesturs og skrifta. Í skagfirskum æviskrám er honum lýst sem bókhneigðum manni, eins og það sé lyndiseinkunn, og sagt að hann hafi unnað bókum sínum eigi minna en búsmala. En um Baldvinu konu hans er sagt að hún hafi verið frábitin öllu lestrarstússi. Því hlýtur að hafa verið núningur á þessu heimili milli þess hvort börnin mættu eyða tímanum í lestur eða ekki og hvað þá skriftir, sem var enn sérstakara. Langamma virðist hafa fengið að æfa sig sem unglingur, þau ár hljóta að hafa verið henni gefandi og dýrmæt fyrir það sem á eftir kom.“ Marín heldur áfram að rifja upp ævi langömmu sinnar. „Tvítug ger- ist hún vinnukona, kynnist Jóni, eignast börn og fer að búa. Þau hjón eru fyrst í vinnumennsku og fara svo að búa sjálfstætt en á örreyt- iskotum. Þegar hún síðar rifjar upp búskapinn á Valabjörgum, skammt frá Vatnsskarði, þar sem þau voru í sjö ár, segir hún að þau hafi rétt haft til hnífs og skeiðar og ekkert fram yfir það. Þar fæðist amma Marín 1920. Þegar langamma var kasólétt að henni var fengin stúlka til að vera hjá henni, og eftir henni er haft að hvert bréfsnifsi í húsinu hafi verið þéttskrifað á allar hliðar. Öllum þessum sneplum var ábyggi- lega hent en þetta eru samt klárlega æfingar í skrifum og nú þegar ritlist er kennd er lögð gríðarleg áhersla á að æfingin skapi meistarann. Þótt fyrsta bókin hafi ekki komið út fyrr en langamma var 59 ára byrjaði hún að skrifa miklu fyrr og æfði sig lengi. Hvort það var draumur hjá henni að gefa út, skal ég ekki segja en vel má ímynda sér það. Hún dáðist það mikið að konum eins og Torfhildi Hólm og öðrum kvenrithöfundum. En hún sagði í einhverju viðtali að systkinum hennar hefði þótt mjög skrítið að hún væri að skrifa, þannig að hindranir komu úr öllum áttum.“ Kennarinn hvetjandi Guðrún frá Lundi naut hefðbund- innar barnaskólagöngu Íslendinga þess tíma. „Alls staðar þar sem fjallað er um lang- ömmu stendur að hún hafi verið ómenntuð enda var hún bara níu vikur í skóla þegar fenginn var kennari á heimilið, þrjár vikur í senn í þrjá vetur. Kennarinn hét Ástvaldur og hafði gríðarleg áhrif á ævistarf hennar því hann hvatti hana til að skrifa. Hún var mjög feimin og vildi ekki að hann flíkaði hæfileikum hennar. En sonur hennar númer tvö heitir Freysteinn Ástvaldur, þannig heiðrar hún kennarann sem hvatti hana áfram. Svo þegar talað er um menntun lang- ömmu er vert að geta þess að hún var gríðarlega vel lesin. Árni sá til þess að börnin læsu allt sem hann náði í og hún las alla tíð mjög mikið þar til slæm sjón var farin að hamla því.“ Guðrún var fædd 1887 og Marín vekur athygli á að þó að hún gefi ekki út bækur fyrr en á fimmta áratugnum þá mótast hún sjálf sem persónuleiki og býr til sína heimsmynd upp úr aldamótunum 1900. „Þá voru það menntaðir karl- menn sem skrifuðu bókmenntir en mjög fáar konur. Hún tekur dálítið mið af 19. öldinni þótt hún sé að skrifa á þeirri 20. og margt í hennar sögum finnst mér einkennast af því,“ segir Marín. „Hún skrifar mikið um vinnu- konur og þeirra drauma, hvað það skipti þær miklu máli að giftast vel, það er gegnumgangandi þema. Auðvitað hafði það mest að segja fyrir almúga stúlkur á þessum tíma. Stundum er spurt hvort Guðrún hafi verið femínisti. Ég held hún hafi verið það miðað við sinn tíma. Hún dregur fram að kjör kvenna séu verri en karla en sögur hennar eru þó svo rótfastar í stöðnuðu bændasamfélagi að það er ekki oft sem verkaskipting og kjör kynja eru vefengd. Kannski er réttara að segja að hún hafi verið mannvinur, hún bendir á óréttlætið í því að vinnutími kvenna var lengri en karlanna og líka illa meðferð smælingja.“ Spurð hvort bókum langömmu hafi verið haldið að Marín svarar hún: „Ég fór að lesa þær svona upp úr fermingu. Dalalíf fyrst og mér finnst það besta sagan. En það leið langur tími þar til ég kláraði allt höfundar- verkið, enda er það ekkert áhlaupa- verk, þetta eru 27 bækur í nokkrum skáldsögum. Tengdadóttirin er líka í uppáhaldi hjá mér og Þar sem brim- aldan brotnar og Römm er sú taug. Þar eru mjög skemmtilegar lýsingar. Svo er alltaf spennandi að velta fyrir sér hvað sé byggt á ævi lang- ömmu. Var hún sjálf Þóra í Hvammi í Dalalífi? Margir vildu meina það. Ég held það passi ekki nema að því leyti að báðar þurftu að vinna mikið því Þóra elskaði alltaf annan mann en sinn en langamma var held ég alltaf hrifin af honum Jóni sínum þó að þau væru ólík. Hann var frekar ör og vinnusamur og hún alla tíð hæg og feimin.“ Marín telur langömmu sína þó lítið hafa getað stýrt því á hvaða hraða hún vann að ritstörfunum. Krafan hafi verið um bók á hverju ári þótt hún væri farin að reskjast. Það hafi verið pressa. „Hún handskrif- aði allt, gekkst inn á að svara kalli markaðarins og fannst það allt í lagi. Var svo þakklát fyrir að hann Gunn- ar Einarsson, blessaður drengurinn, í Ísafoldarprentsmiðju skyldi hafa veðjað á hana og gefið hana út. Ég held hún hafi ekkert borið skarðan hlut frá borði enda taldi hún skrift- irnar alltaf vera aukavinnu því þær voru hennar áhugamál. En hún fékk þó úthlutað úr rithöfundasjóði tvisv- ar. Hún seldi handritin og auðvitað skiptu þær tekjur hana máli. Hún sagði það oft. En hún varð langt í frá rík á skrifunum og fékk ekki greitt í neinu samræmi við sölutölur. Amma Marín sagði stundum, löngu eftir að langamma dó: „Jæja, nú kemur jólagjöfin frá mömmu.“ Það var þegar verið var að borga fyrir útlánin úr bókasöfnunum. Börn höf- unda fá að halda greiðslunum en þær fara ekki lengra. Amma dó árið 2000 og í aldarfjórðung fékk hún smá- greiðslu í kringum jólin. “ Lesefni í skóla Lærdómsgildi bóka Guðrúnar frá Lundi er Marín hugleikið. „Það er búið að tala um að bækur hennar ættu að vera lesefni í efri bekkjum grunnskóla og í menntaskóla. Afdalabarn er þægi- lega stutt. Mér finnst það ætti nánast að taka það inn í sagnfræðikennslu, það lýsir svo vel daglegu lífi fólks um næstsíðustu aldamót. Ekkert mátti bregðast. Ef önnur kýrin var geld var allt í uppnámi. Þessi sífellda ógn um afkomu er hrópandi í bókunum hennar Guðrúnar. Hún birtir okkur þetta íslenska samfélag sem var svo lengi við lýði. Leiktjöldin eru önnur en við þekkjum í dag en tilfinningarn- ar og ástríðurnar eru þær sömu. Hún skrifar það vel að okkur langar að vita hvernig fer fyrir fólkinu. Ég held að það sé galdurinn. Hún er meistari í að segja sögur og persónusköpunin er sterk en hún hefði víða mátt stytta mál sitt. Hún handskrifar allt í stíla- bækur og verður að halda utan um söguþráðinn, kannski búin að senda helminginn til útgefanda og svo þarf hún að halda utan um hinn. Í dag skrifar maður ekki bréf nema leið- rétta það fimm sinnum í tölvunni.“ Sýningin Kona á skjön stendur út júlí í Skagafirði og er opin alla daga frá 13-17 en síðan er vonast til að hún komi til Reykjavíkur og eru sýningar- höfundar að leita að hentugu hús- næði. Marín Guðrún klæddist upp- hlut við opnun sýningarinnar um langömmu. Ein myndanna á sýning- unni. Guðrún frá Lundi ung að árum. Nöfn- urnar Guðrún frá Lundi og Marín Guðrún. ↣ 1 5 . j ú l í 2 0 1 7 l A U G A R D A G U R26 H e l G i n ∙ F R É T T A B l A ð i ð 1 5 -0 7 -2 0 1 7 0 4 :1 2 F B 1 0 4 s _ P 0 8 6 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 7 5 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D 5 2 -C 8 B 8 1 D 5 2 -C 7 7 C 1 D 5 2 -C 6 4 0 1 D 5 2 -C 5 0 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 1 0 4 s _ 1 4 _ 7 _ 2 0 1 7 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.