Fréttablaðið - 15.07.2017, Side 102

Fréttablaðið - 15.07.2017, Side 102
SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Svanur Valgeirsson svanur@365.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 512-5401: Gústaf Bjarnason gustaf@365.is, Hafsteinn Hafsteinsson hafsteinn@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@365.is, Sigfús Örn Einarsson sigfus@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Jóhann Waage johannwaage@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Ólafur H. Hákonarson olafurh@365.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is Lífið í vikunni 09.07.17- 15.07.17 Tók LífssTíLinn í gegn Bloggarinn Inga Kristjáns­ dóttir sagði í vikunni frá lífsstílsáskorun sem hún tekst á við þessa dagana. Hún setti sér markmið um að taka lífsstílinn í gegn þegar hún var komin langt niður eftir áföll og erfið­ leika. „Árið 2015 var alveg gríðarlega erfitt ár fyrir mig. Ég missti pabba minn úr krabbameini og tókst á við alls konar þrekraunir sem ég kunni ekki á. Ég þyngdist um 15 kíló og hugurinn var í al­ gerum hrærigraut,“ sagði Inga. ÁTTu skiLið bjór? Bjórinn er betri ef maður á skilið að drekka hann að sögn Jóns Páls Leifssonar, hugmyndasmiðs smá­ forritsins Beer Converter. Smáfor­ ritið reiknar út hversu mikinn bjór þú vinnur þér inn með réttu matar­ æði, hreyfingu og góðverkum. „Ef þú ert búinn að vinna almennilega fyrir honum [bjórnum] þá verður hann miklu betri.“ My bubba í sTúdíó jacks WhiTe Sænsk­íslenski dú­ ettinn My Bubba var að senda frá sér smáskífuna Gone í samstarfi við bandaríska tónlistarmanninn Jack White sem margir kannast við úr hljómsveitinni The White Stripes. „Við My mættum í Stúdíóið til Jacks í Nashville með hljóðfæri og perubrauð, sem naut mikilla vin­ sælda, og við byrjuðum að ræða lögin og hvað við vildum gera saman,“ sagði Guðbjörg Tómas­ dóttir, annar meðlimur My Bubba. fengu hjÁLp frÁ sTaðgönguMóður Nýverið var greint frá því að raun­ veruleikastjarnan Kim Kardashian og tónlistarmaðurinn Kanye West ætluðu að eignast sitt þriðja barn með hjálp staðgöngumóður. Af því tilefni gerði Lífið í Fréttablaðinu samantekt yfir nokkrar stjörnur sem hafa eignast börn með hjálp staðgöngumóður. Lucy Liu, Elton John og hjónin Nicole Kidman og Keith Urban eru meðal þeirra. Það var mjög mikið sjokk,“ segir þríburamamman Anna Lísa Rikharðsdótt-ir spurð út í hvernig var að komast að því að hún ætti von á þríburum. Anna Lísa er í sambúð með kærasta sínum til fimm ára, Hólmari Frey Sig- fússyni, og búa þau í Hafnarfirði. Hún segir þau Hólmar hafa hlegið þegar þau fengu staðfest að Anna Lísa væri ólétt og að fleira en eitt barn væri á leiðinni. „Við fórum í snemmsónar þegar ég var komin sjö vikur á leið. Kven- sjúkdómalæknirinn sem skoðaði mig varð svolítið skrítin á svipinn þegar hún var að skoða mig. Hún sagði svo: „Búið ykkur undir smá sjokk.“ Svo segir hún okkur að hún sjái tvo fóstursekki og heyri tvo hjartslætti. Og við fórum bara að hlæja. Svo sneri hún skjánum að okkur og leyfði okkur að sjá. Það er þá sem við Hólmar Freyr sjáum einhverja skuggamynd aðeins ofar. Þá spyr Hólmar hvort þetta sé nokkuð þriðja barnið. Læknirinn skoðar þetta betur og verður hálforðlaus. Svo staðfestir hún við okkur að þau séu jú, þrjú. Það var smá sjokk að heyra að þetta væru tvíburar, og svo þríburar. Þá var eiginlega bara skellihlegið.“ Anna Lísa segir það hafa tekið nokkra daga að átta sig á fréttunum. „Það var eiginlega bara nokkrum dögum seinna sem maður áttaði sig á þessu, þeir dagar eru hálfpartinn í móðu.“ Anna Lísa segir fréttirnar um þrí- burana hafa verið sjokk en að þau Hólmar hafi verið nokkuð fljót að setja sig í stellingar. „Við vorum strax frá upphafi tilbúin til að takast á við þetta, eftir þessa daga sem við vorum að melta fréttirnar. Svo fórum við bara í undirbúningsgír og fórum að lesa okkur til,“ útskýrir Anna Lísa. Auðveldara en þau þorðu að vona Anna Lísa segir meðgönguna hafa gengið vel og að börnin braggist vel. „Við erum búin að vera mjög heppin. Fyrir það fyrsta þá gekk meðgangan alveg rosalega vel en þríburameð- ganga flokkast sem hááhættumeð- ganga. Ég gat ekki kvartað. Ég ældi aldrei á meðgöngunni og mér leið vel. Svo komu börnin í heiminn og við vorum í átta daga inni á vöku- deild, því þau fæddust snemma, eða eftir 34 vikna meðgöngu. Inni á vöku- deild komumst við strax inn í rútínu með börnin og við höfum náð að halda henni alveg síðan.“ Anna Lísa segir þessa átta mánuði hafa verið auðveldari en hún þorði að vona áður en börnin komu í heim- inn. „Já, algjörlega. En ég finn það samt núna, eftir því sem þau eldast, þá er þetta að verða aðeins þyngra. Þetta er að breytast en samt bara á skemmtilegan hátt.“ Heppin með sína nánustu Anna Lísa og Hólmar hafa fengið mikla aðstoð frá sínum nánustu. „Við erum alveg gríðarlega heppin með okkar nánustu. Við höfum fengið mikla hjálp frá foreldrum okkar, fjölskyldu og vinum. Það hafa allir reynst okkur vel og við höfum líka fengið gjafir úr ótrúlegustu áttum. Margt fólk hefur sett sig í samband við okkur og vill aðstoða. Það hafa allir stutt vel við bakið á okkur.“ Aðspurð hvort hún sé byrjuð að hugsa mikið um framtíðina segir hún: „Alveg smá. Það er aðallega leik- skólinn og skólinn sem maður er að hugsa um. Okkur líður vel í hverfinu sem við búum í og við sjáum fyrir okkur að vera hérna áfram.“ gudnyhronn@365.is fengu sjokk við þríburafréttirnar Fyrir átta mánuðum urðu þau Anna Lísa og Hólmar Freyr foreldrar í fyrsta sinn þegar þríburar þeirra fæddust. Anna Lísa segir það hafa verið sjokk að komast að því að þau ættu von á þremur börnum. Læknirinn skoðar þeTTa beTur og verður hÁLforðLaus. svo sTaðfesTir hún við okkur að þau séu jú, þrjú.TAMPA 2ja & 3ja sæta Ljós- eða dökkgrátt áklæði. 2ja sæta: 172 x 89 x 85 cm Fullt verð: 89.900 kr. 3ja sæta: 242 x 89 x 85 cm. Fullt verð: 99.900 kr. Aðeins 67.425 kr. 74.925 kr. 25% AFSLÁTTUR ÚTSALA Aukahlutur á mynd: Hnakkapúði Frá aðeins 4.893 kr. Margar gerðir. Fullt verð 140x200 cm frá: 6.900 kr. NORDIC FORM sængurföt 30% AFSLÁTTUR ÚTSALA Afgreiðslutími Rvk Mánudaga til föstudaga kl. 10–18 Laugardaga kl. 11–17 Sunnudaga kl. 13–17 (Smáratorgi) www.dorma.is Holtagörðum, Reykjavík Smáratorgi, Kópavogi Dalsbraut 1, Akureyri Skeiði 1, Ísafirði Sumar útsalan ALLT AÐ 60% AFSLÁTTUR Anna Lísa og Hólmar Freyr ásamt þríburunum Aroni Erni, Helgu Jóneyju og Markúsi Mána sem eru þríeggja þríburar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANDRI MARINÓ 1 5 . j ú l í 2 0 1 7 l A U G A R D A G U R42 l í f i ð ∙ f R É T T A B l A ð i ð 1 5 -0 7 -2 0 1 7 0 4 :1 2 F B 1 0 4 s _ P 1 0 2 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 9 1 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D 5 2 -B E D 8 1 D 5 2 -B D 9 C 1 D 5 2 -B C 6 0 1 D 5 2 -B B 2 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 1 0 4 s _ 1 4 _ 7 _ 2 0 1 7 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.