Fréttablaðið - 19.07.2017, Síða 2
Veður
Allhvöss austanátt með rigningu
um landið suðaustanvert í dag,
en hægari vindur og úrkomulítið
norðan og norðvestan til. Hiti 8 til
20 stig. sjá síðu 18
HÚH í rigningunni
UP!ÍLOFT
Við látum framtíðina rætast.
he
kl
a.
is
/u
p
Nýr up! frá aðeins
1.790.000 kr.
EM2017 „Maður hefur brotið allar
siðferðislegar reglur sem maður
hefur sett sér. Ég er búinn að hanga
með Bjarna Ben og taka húh-ið.
Ég veit ekki hvað er eftir,“ segir
rapparinn Emmsjé Gauti, einn lista-
mannanna sem tróðu upp í Tilburg
í Hollandi í gær fyrir viðureign okkar
kvenna gegn Frökkum á EM.
Amabadama lék einnig fyrir
Íslendinga sem voru á þriðja þús-
und er mest var. Sara Pétursdóttir,
Glowie, naut sín í sólinni í gær.
„Ég hef aldrei farið á svona stóran
fótboltaleik og er ekki mikil fót-
boltamanneskja. En það er rosalega
gaman að vera hluti af þessu, sér-
staklega þar sem við erum að styðja
stelpuliðið,“ segir Glowie.
Tónlistarmennirnir voru á vegum
menntamálaráðuneytisins. Ráð-
herrann, Kristján Þór Júlíusson, segir
þau upprennandi listafólk sem ráðu-
neytið vilji styðja við í tengslum við
jafn stóran viðburð og EM sé.
„Við erum hér til að peppa okkur
upp, liðið og stuðningsfólkið. Það
er frábært að það sé hugsað vel um
stelpurnar,“ segir Salka Sól Eyfeld.
Hún nefnir að lag sveitarinnar, Hossa
hossa, hafi notið óvæntra vinsælda í
Hollandi og hlær. Glowie segi mik-
inn heiður að hafa verið fengin út.
Aðspurð hvort þau eigi von á að
verða „uppgötvuð“ á erlendri grundu
með því að troða upp á stuðnings-
mannatorgi á EM hugsa þau málið.
„Ég hef ekki verið að stefna á
erlendan markað en endaði til
dæmis í Kosice í Slóvakíu út af einni
manneskju,“ segir Gauti. Í raun sé
það heiður í hvert skipti þegar ein-
hver ákveði að taka frá tíma til að
hlusta á hann. „Að ein manneskja
mæti til að hlusta á þig er geggjað. Að
hugsa sér fólk sem mætir til einhvers
í vinnuna til að horfa á hann vinna.
Þetta eru forréttindi.“
Glowie skrifaði nýlega undir
útgáfusamning í Bretlandi og Banda-
ríkjunum. „Glowie er allt annað
dæmi, það er korter í að það standi
tveir lífverðir á milli okkar,“ segir
Gauti sem viðurkennir að umgjörðin
hafi komið sér á óvart.
„Ég hélt að það væru 500 Íslend-
ingar hérna, ekki þrjú þúsund
manns. Það er yndislegt.“
Ekkert þeirra þriggja fylgist mikið
með fótbolta en þau kunna öll að
meta stemninguna. „Ég hefði varla
gert mér ferð hingað. Það er svo
gaman að fá að upplifa svona í gegn-
um tónlistina,“ segir Salka. Hún gæti
vel hugsað sér að fara með fjölskyld-
una á mót erlendis í framtíðinni.
„Þetta eru kannski fordómar í mér
en ég sé fyrir mér þennan týpíska fót-
boltaaðdáanda sem fertugan gaur
með bumbu og bjór og öskrandi.
Gaman að sjá fólk á öllum aldri og
alls konar stemningu.“
Salka Sól á mágkonu sem á son og
dóttur sem æfa bæði fótbolta.
„Hún fór í fyrra með strákinn sinn
sem er að æfa fótbolta. Svo á hún
líka stelpu sem er að æfa fótbolta
og það var „no brainer“ að fara með
stelpuna hingað nú þegar þær eru að
spila.“ kolbeinntumi@365.is
Gauti tók húh-ið og
hékk með Bjarna Ben
Sumar skærustu stjörnur íslenskrar tónlistarsenu, Glowie, Salka Sól og Emmsjé
Gauti, fylgja stelpunum okkar á Evrópumeistaramótið. Glowie kveðst ekki vera
mikil fótboltamanneskja en segir rosalega gaman að vera hluti af EM-hópnum.
Íslensku stuðningsmennirnir voru ánægðir með Glowie. Fréttablaðið/Vilhelm
Glowie er allt annað
dæmi, það er korter
í að það standi tveir lífverðir
á milli okkar.
Emmsjé Gauti
BrEtland Samkvæmt nýrri skoðana-
könnun Opinium vill 41 prósent Breta
kjósa aftur um útgöngu þjóðarinnar úr
Evrópusambandinu. Frá því að Bretar
kusu að yfirgefa ESB í júní 2016, í svo-
kölluðum Brexit-kosningum, hefur
stuðningur við að kjósa aftur aldrei
verið meiri. Meirihlutinn vill þó ekki
kjósa á ný eða 48 prósent. Tólf prósent
aðspurðra sögðust ekki vita hvort þeir
vildu kjósa aftur eða ekki. Af þeim
sem kusu að vera áfram í Evrópusam-
bandinu í fyrra vildu 69 prósent kjósa
á ný en 82 prósent þeirra sem kusu að
yfirgefa Evrópusambandið í fyrra vilja
ekki nýjar kosningar.
Nýverið hófust Brexit-viðræður
milli fulltrúa Bretlands og Evrópusam-
bandsins. – sg
Fleiri vilja kjósa
aftur um Brexit
Fámennt en góðmennt var í rigningunni á Ingólfstorgi þar sem leik Íslands við Frakkland var varpað á risaskjá. Stemningin var góð þar til undir
lokin að seig á ógæfuhliðina og Frakkar náðu að skora sigurmark sitt. Forseta Íslands brá fyrir meðal áhorfenda á skjánum. Fréttablaðið/andri marinó
Bandaríkin Donald Trump Banda-
ríkjaforseti hefur sagt að ný stefna
Repúblikanaflokksins í heilbrigðis-
málum sé að leyfa núverandi lögum
að hrynja.
BBC greinir frá því að Trump hafi
sagt við blaðamenn í gær að Repúbl-
ikanar muni ekki eigna sér Obamac-
are, heilbrigðis- og tryggingalöggjöf
Baracks Obama, fyrrverandi Banda-
ríkjaforseta.
Í gær var ljóst að Trump hefði mis-
tekist að sinni að afnema Obama-
care og koma á nýrri löggjöf. Sam-
kvæmt nýju frumvarpi Trumps, sem
er mjög óvinsælt, á fjöldi Bandaríkja-
manna að missa heilbrigðistryggingu
sína. Leiðtogi Demókrata í öldunga-
deild bandaríska þingsins, Chuck
Schumer, hefur sakað Trump um að
leika hættulegan leik. – sg
Trump vill hrun
Obamacare
saMfélag Björgunarsveitarmenn
sóttu í gær göngumann sem hafði
villst á Fimmvörðuhálsi. Mennirnir
fundu manninn upp úr klukkan
fimm í gær en þeir komust lang-
leiðina að honum á sexhjóli.
Um hálf fjögur voru fjórar björg-
unarsveitir af Suðurlandi kallaðar
út vegna mannsins. Hann náði sam-
bandi við ættingja sína og var orð-
inn kaldur og hrakinn. Á svæðinu
var vont veður, mikil rigning og
frekar hvasst. Maðurinn treysti sér
ekki til þess að ganga og þurfti því
björgunarsveitafólk að aðstoða
hann niður.
Maðurinn var mjög þrekaður
þegar hann fannst en þurfti ekki
frekari aðhlynningu samkvæmt til-
kynningu frá Landsbjörg. Honum
var komið til móts við björgunar-
sveitarbíl rétt sunnan við Fimm-
vörðuhálsskála og var honum ekið
til byggða. – sg
Maður sóttur á
Fimmvörðuháls
donald trump
bandaríkjaforseti.
1 9 . j ú l í 2 0 1 7 M i ð V i k u d a g u r2 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a ð i ð
1
9
-0
7
-2
0
1
7
0
4
:5
3
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
D
5
6
-F
8
2
8
1
D
5
6
-F
6
E
C
1
D
5
6
-F
5
B
0
1
D
5
6
-F
4
7
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
0
4
0
s
_
1
8
_
7
_
2
0
1
7
C
M
Y
K