Fréttablaðið - 19.07.2017, Page 9

Fréttablaðið - 19.07.2017, Page 9
Fjölbreytt, fljótleg og spennandi næring til að grípa með sér í ferðalagið, í útivistina eða á snúningum í amstri dagsins. ferskari kostur FERSKT 66····· Þú grípur það með þér á Olís Fyrir fólk á ferðinni ··· ·· ·· ·· ·· ·· · Utanríkismál  „Þetta leggst vel í mig þetta er spennandi þetta verður ekki auðvelt, en það er eins og það er,“ segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Fastaráð Öryggis- og samvinnu- stofnunar Evrópu, ÖSE, samþykkti í gær með formlegum hætti skipan hennar  sem næsta framkvæmda- stjóra Lýðræðis- og mannréttinda- stofnunar ÖSE, ODIHR, sem hefur aðsetur í Varsjá. Skipunin er til þriggja ára og tekur Ingibjörg Sól- rún  til starfa undir lok vikunnar. Hún er fyrst Íslendinga til að vera skipuð í þessa stöðu. Hún fer í dag til Varsjár og mun dvelja þar í viku til að taka stöðuna. „Ég geri svo ekki ráð fyrir því að ég fari alfarið fyrr en í lok ágúst,“ segir Ingibjörg Sólrún. Hún hefur verið í Tyrklandi síðustu tvö og hálft ár þar sem hún hefur sinnt  stöðu umdæmis stjóra UN Women í Evr- ópu og Mið-Asíu með aðsetur í Istanbúl. Þar áður var hún búsett í Kabúl í Afganistan í tvö ár þar sem hún sinnti starfi  yfirmanns UN Women í Afganistan. Ingibjörg Sólrún hélt utan eftir langan feril í stjórnmálum, hún var síðast utanríkisráðherra frá 2007 til ársins 2009 og jafnframt formaður Samfylkingarinnar frá 2005 til 2009. „Ég var ekki alveg tilbúin að stimpla mig út þannig að ég var svo sem aðeins á útkikki að sjá hvar væri mögulega hægt að bera niður. Þessa staða kom þannig til að það var utanríkisráðuneytið sem hafði samband við mig og vissi að það væri verið að leita að fólki í þetta og taldi að ég hefði þann bakgrunn og reynslu sem myndi koma sterklega til álita þegar farið væri að ráða í stöðuna. Ég ákvað að láta til leiðast,“ segir Ingibjörg Sólrún. Hún  atti kappi við frambjóð- endur frá Svíþjóð og Serbíu. Skipun hennar er hluti skipunar í fjórar æðstu stöður ÖSE, þar með talið í framkvæmdastjórastöðu stofnun- arinnar en samkomulag náðist á óformlegum utanríkisráðherrafundi ÖSE í síðustu viku. Samstöðu 57 aðildarríkja ÖSE þurfti til að hljóta stöðuna. „Þetta er búið að vera langt ferli. Þetta er búið að vera líklega frá því í mars. Þetta eru auðvitað 57 aðildar- ríki sem þurfa að koma sér saman um fjórar stöður sem voru undir og  það þurfti að horfa til ýmissa þátta,“ segir Ingibjörg Sólrún. ODIHR er stærsta undirstofnun ÖSE með um 150 manna starfslið en á meðal helstu verkefna hennar er kosningaeftirlit í aðildarríkjum ÖSE, úttektir á lagasetningu, verkefni og þjálfun á sviði mannréttinda, jafn- réttis, lýðræðislegra stjórnarhátta og baráttunnar gegn hatursglæpum. „ODIHR stendur vörð um lýð- ræði og mannréttindi og er eitt mikilvægasta tækið sem ríki Evr- ópu, Mið-Asíu og Norður-Ameríku eiga til þess. Það sem flestir þekkja stofnunina fyrir er kosningaeftirlit- ið. Á síðasta ári fór stofnunin fimm- tán sinnum  í kosningaeftirlit hjá aðildarríki. Það er verið að aðstoða aðildarríki við að þróa lýðræðislega stjórnarhætti almennt,“ segir Ingi- björg Sólrún. „Síðan er annað mál sem er sífellt meira á döfinni sem er hatursorð- ræða og hatursglæpir gegn ýmsum hópum sem þessi stofnun er að vinna gegn með aðildarríkjunum. Hatursorðræða hefur aukist með auknum fjölda innflytjenda og flóttamanna og uppgangi öfga- hægristefnu. Þetta er málaflokkur sem mun sjálfsagt vera mikið á mínu borði,“ segir Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir. saeunn@frettabladid.is Var ekki tilbúin að stimpla sig út strax Ingibjörg Sólrún Gísladóttir tekur í vikunni við starfi framkvæmdastjóra Lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE, fyrst Íslendinga. Stofnunin sér meðal annars um kosningaeftirlit og berst gegn hatursglæpum. Ingibjörg Sólrún var ekki tilbúin að setjast í helgan stein. ODIHR stendur vörð um lýðræði og mannréttindi og er eitt mikilvægasta tækið sem ríki Evrópu, Mið-Asíu og Norður- Ameríku eiga til þess. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hefur búið og starfað í Tyrklandi síðustu tvö og hálft ár en flytur til Varsjár í ágúst. FréTTablaðIð/andrI MarInó f r é t t i r ∙ f r é t t A B L A ð i ða l a 9m i ð V i k U D a G U r 1 9 . j ú l í 2 0 1 7 1 9 -0 7 -2 0 1 7 0 4 :5 3 F B 0 4 0 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D 5 7 -0 B E 8 1 D 5 7 -0 A A C 1 D 5 7 -0 9 7 0 1 D 5 7 -0 8 3 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 4 0 s _ 1 8 _ 7 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.