Fréttablaðið - 19.07.2017, Page 10

Fréttablaðið - 19.07.2017, Page 10
Filippseyjar Rodrigo Duterte, for­ seti Filippseyja, bað þing ríkisins í gær um að framlengja gildistíma herlaga  á eyjunni Mindanao. Vill forsetinn að það sé gert svo að her ríkisins hafi nægan tíma til þess að útrýma hersveitum hryðjuverka­ samtakanna ISIS sem hafa hreiðrað um sig í borginni Marawi. „Helsti tilgangur framlengingar­ innar væri að leyfa hermönnum okkar að halda áfram aðgerðum sínum án þess að þeir þurfi að hafa áhyggjur af því að þeir séu að falla á tíma. Þannig myndu þeir geta ein­ beitt sér alfarið að frelsun Marawi og endurbyggingu borgarinnar,“ sagði Ernesto Abella, talsmaður forsetans, er hann las bréf forsetans fyrir þingmenn. Stríðsástand hefur ríkt í Marawi í nærri tvo mánuði eða allt frá því að liðsmenn hryðjuverkasamtakanna Maute, er hafa svarið ISIS hollustu og hafa áður barist við filippseyska herinn, hófu skothríð á lögreglu í hverfinu Basak Malutlut í Marawi aðfaranótt 23. maí síðastliðins. Greindu þarlendir fjölmiðlar frá því að vígamennirnir hafi tekið filipps­ eyska fánann niður af Amai Pakpak­ sjúkrahúsinu og skipt honum út fyrir svartan og hvítan fána Íslamska ríkisins. Reuters greinir frá því að síðan þá hafi her ríkisins kljáðst við ISIS­liða á landi en jafnframt beitt loftárásum og sprengjuvopnum. Samkvæmt opinberri tölfræði frá filippseyska ríkinu hafa 413 skæruliðar fallið í átökunum, 98 filippseyskir her­ menn og 45 almennir borgarar. Ekki er svo komið að liðsmenn hins upprunalega ISIS séu farnir að flykkjast til Marawi frá Mið­Austur­ löndum heldur er um að ræða fern hryðjuverkasamtök sem hafa svarið ISIS hollustu og aðhyllast sömu hug­ myndafræði. Eru það Maute, Abu Sayyaf, BIFF og Ansar Khalifa. Samkvæmt Long War Journal er samanlagður styrkur hópanna um 500 hermenn. Þar af er rúmur helmingur meðlimur Maute­sam­ takanna, alls 300. Sextíu berjast fyrir Abu Sayyaf og fjörutíu fyrir BIGG og Ansar Khalifa hvor um sig. Reuters greindi frá því í gær að skæruliðar reyndu nú að verja svæði sitt í helsta verslunarhverfi borgarinnar. Það væri þó ekkert nema rústir einar eftir linnulausar sprengjuárásir hersins. Angraði það borgarbúa mjög sem margir hverjir væru nú heimilis­ og atvinnulausir. Stjórnarandstæðingar eru þó ekki hrifnir af bón forsetans um framlengingu á gildistíma herlaga á Mindanao, en eyjan er álíka stór og Ísland. Samkvæmt filippseyskum lögum skal gildistími laganna vera sextíu dagar en Duterte vill fram­ lengja um sextíu daga til viðbótar. Til þess þarf samþykki þingsins. Antonio Trillanes, öldunga­ deildarþingmaður og einn helsti andstæðingur Dutertes, sagði bón forsetans til marks um ævintýra­ lega mikla misbeitingu valds. „Ég hef áður varað við alræðisstefnu Dutertes og hér sannast orð mín enn á ný,“ segir í tilkynningu sem Trillanes sendi frá sér í gær. Reuters segir herlög hafa lengi þótt viðkvæmt mál á Filippseyjum en þau heimila miklar persónu­ njósnir, handtökur án tilskipana og auka jafnframt vald lögregl­ unnar. Segir Reuters herlög vekja upp minningar af ógnarstjórn ein­ ræðisherrans Ferdinands Marcos á áttunda áratugnum sem hefur verið sakaður um að ýkja ógnir við öryggi landsins til að viðhalda herlögum. thorgnyr@frettabladid.is Duterte vill meiri tíma til að berjast við ISIS Forseti Filippseyja vill framlengja gildistíma herlaga á eyjunni Mindanao. Hryðjuverkasamtök, hliðholl Íslamska ríkinu, hafa kljáðst við Filippseyinga í borginni Marawi. Framlenging sé nauðsyn svo herinn hafi ekki áhyggjur af tíma. Duterte ætlar þó ekki að útrýma ISIS sjálfur með þessari skammbyssu. Hún og 2.999 aðrar voru afhentar hermönnum í Maníla í gær. NorDIcpHotoS/AFp Króatía Vel hefur tekist að ráða við skógarelda sem ógnað hafa borg­ inni Split, mikilvægri hafnarborg við Adríahaf, undanfarna daga. Frá þessu greindi Andrej Plenkovic, for­ sætisráðherra Króatíu, í gær. Sagði hann að blessunarlega hefði tekist að rýma tugi húsa nærri Split sem síðar hafi orðið eldunum að bráð. Að sögn Plenkovic hefur veðrið hjálpað slökkviliði mikið í bar­ áttunni við eldana. Kviknuðu þeir meðal annars vegna sterkra vinda og mikilla þurrka. Nú hefur lygnt og hefur það bæði heft útbreiðslu eldanna sem og gert flugvélum slökkviliðs auðveldara fyrir. Ríkissjónvarp Svartfjallalands greindi jafnframt frá því í gær að ríkisstjórn landsins hefði beðið Atlantshafsbandalagið um að senda tvær slökkviliðsflugvélar til Lust­ ica­skaga þar í landi til að kljást við skógarelda. Segir í fréttinni að Atl­ antshafsbandalagið kanni nú hvaða ríki geti orðið við bóninni. Lustica­skagi er allur sagður loga en þar hefur verið einkar þurrt undanfarið og vindar miklir. Rúm­ lega hundrað hafa þurft að yfirgefa heimili sín á skaganum. – þea Miklir skógareldar við Adríahafið Svona var ástandið í podstrana nærri borginni Split í gær. NorDIcpHotoS/AFp Hundruð hafa þurft að flýja heimili sín á Lustica- skaga Svartfjallalands. ÞýsKaland Að minnsta kosti 547 drengir í Regensburger Domspatzer, kór dómkirkjunnar í Regensburg í Þýskalandi, voru beittir ofbeldi af hálfu kirkjunnar á sextíu ára tíma­ bili. Liggja 49 meðlimir kaþólsku kirkjunnar undir grun í málinu en ofbeldið á að hafa átt sér stað frá 1945 og allt fram á tíunda áratuginn. Frá þessu greindi BBC í gær og vísaði í skýrslu Ulrichs Weber lög­ fræðings sem fer með rannsókn málsins. Er talið að rúmlega 500 drengir hafi verið beittir líkamlegu ofbeldi og 67 kynferðislegu ofbeldi á umræddu tímabili. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem skýrsla er gerð um málin en í fyrra var því haldið fram að 231 kór­ drengur hefði verið beittur ofbeldi. Kórstjóri á árunum 1964 til 1994 var Georg Ratzinger, bróðir Bene­ dikts sextánda páfa sem áður bar nafnið Joseph Ratzinger. Sagði Weber að hægt væri að áfellast Georg Ratzinger fyrir að aðhafast ekki í málinu. Sjálfur hefur Ratz­ inger sagst ekki hafa vitað af ofbeld­ inu. – þea Hundruðum misþyrmt FAXAFENI 5 Reykjavík 588 8477 DALSBRAUT 1 Akureyri 588 1100 SKEIÐI 1 Ísafirði 456 4566 KO M D U O G G E R Ð U F R Á B Æ R K A U P A L LT A Ð 60% A F S L ÁT T U R SUMAR ÚTSAL A 1 9 . j ú l í 2 0 1 7 M i Ð V i K U d a G U r10 F r é t t i r ∙ F r é t t a B l a Ð i Ð 1 9 -0 7 -2 0 1 7 0 4 :5 3 F B 0 4 0 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 5 7 -0 6 F 8 1 D 5 7 -0 5 B C 1 D 5 7 -0 4 8 0 1 D 5 7 -0 3 4 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 4 0 s _ 1 8 _ 7 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.